Jólin koma... líka að Bjórá

Það er hægt og rólega að færast jólastemning yfir fjölskylduna að Bjórá.  Þar fer eins og vera ber Foringinn fremstur í flokki og á það jafnvel til að syngja Jólahjól hástöfum. Annað jólalag sem nýtur hylli hans er Jólarokk með Sixties.  Undir öðrum kringumstæðum hefur hann annars lítt verið fáanlegur til að flíka sönghæfileikum sínum.

En á laugardaginn var fékk hann það verkefni að skreyta lítið jólatré í leikskólanum og fékk að fara með það heim.  Á sunnudaginn brá fjölskyldan svo undir sig betri fótunum og heimsótti Íslendinga í Guelph og bakaði með þeim piparkökur.  Það var nú ekki hægt að segja að ég til mikils nýtilegur þar, en siðferðislegan stuðning og bragðfræðilega ráðgjöf lagði ég þó fram.

Foringinn og konan bökuðu og skreyttu piparkökur af miklum móð.  Jóhanna var hins vegar í liði með pabba sínum.

Dagurinn var ákaflega ánægjulegur og líklega hef ég ekki talað Íslensku af jafn miklum móð síðan í sumar.

Í gær og fyrradag fóru síðan jólapakkar að koma með póstinum og þá fór heldur að lifna yfir drengnum.  Það er að vísu erfitt fyrir hann að horfa á eftir þeim inn í skápa en þó er betra að vita af þeim komnum í hús.

Þær verða þó líklega ekki opnaðar fyrr en á milli jóla og nýárs, því nú styttist hins vegar í að fjölskyldan haldi til Florida, þar sem Bjórárfjölskyldan hyggst slappa af yfir jólin. Þar komum við til með að dvelja hjá bróður mínum og fjölskyldu hans, þannig að það ætti að nást Íslenskur blær á jólin.

 Komum aftur heim fyri áramót og komum til með að eyða þeim í rólegheitum hér heima.

Í nótt gaf jólasveinninn sér tíma til að koma við að Bjóra, enda ekki annað hægt, því eins og Foringinn segir sjálfur ".. en ég er góður".  Það sem kom í skóinn þennan morgunin voru stuttermabolir.

Leifur sagðist ætla vera svo góður í dag að hann fengi bíl á morgun.  Það bíða allir spenntir eftir því að sjá hvort að það gerist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband