Á annað borð

Stjórnarformaðurinn

Fjölskyldan að Bjórá er komin "á annað borð".  Það er að segja nú er komið nýtt borð í stofu/borðstofuna.  Mikið djásn.  Fjölskyldufaðirnn fór og náði í það á fimmtudaginn.  Búið var að láta "mennonítana" vita að borðið yrði sótt, staðfesta pöntun á sendlabíl og allt klárt.  Auðvitað brast það á með frosti og snjókomu á fimmtudagsmorgunin, en það var ekkert annað að gera en að halda af stað og ferðin gekk að mestu leyti að óskum, þrátt fyrir þunga umferð flutninga og langferðabíla, sem gerðu sitt besta til að smyrja "saltpæklinum" yfirHreint borð sendlabiílinn.

En borðið og stólarnir eru mikil valsmíði.  Engin málmur er notaður við gerð stólanna, þeir eingöngu reknir samn með timbri og lími.  Sömu sögu er að segja af borðinu, ef frá eru taldir 4 boltar sem festa fæturna við borðplötuna.  Reyndar er boðið upp á að hafa það algerlega málmlaust einnig, en þá þarf að flytja það í heilu lagi á leiðarenda, sem getur verið vandasamt.  Borðið er enda þó nokkur smíði, 2 metrar á lengd með 2. 50cm framlengingum á hvorn enda, samtals 3. metrar. 

Á annað borðEn auðvitað er allt annað að borða á góðu borði.

Svo er einhver pest að herja á heimilisfólkið, kvef, sár háls og hor í nös.  Því var ekkert farið í leikskólann í morgun, en einbeitt sér að bata, til þess að allir verði kláriri í slaginn á morgun, en þá er árlegt jólaball Íslensk/Kanadíska félagsins hér í Toronto.

En eins og fram kom er veturinn kominn, snjór og 10 stiga frost í gær, 8 stig í morgun, en heldur farið að hlýna nú og var komið í + núna eftir hádegið.  Veturinn minnir því mun fyrr á sig heldur en í fyrra, þegar enginn snjór kom fyrr en árið var liðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband