Íslenskir sjáendur? - Fyrsti aðilinn til að græða milljarða á orkuútrásinni?

Þá er það orðið nokkuð ljóst að Íslenskir aðilar (ásamt heimamönnum) eiga hæsta tilboðið í margumrætt orkufyrirtæki á Filipseyjum.

Það er líka ljóst að Íslensku fjárfestarnir sjá einhver meiri verðmæti í fyrirtækinu en aðrir, enda tilboð þeirra heilum 14 milljörðum ISK hærra en næsta tilboð.  Tilboð Íslensku aðilanna var rétt ríflega 20% hærra en næsta tilboð, það munar um minna.

Það er ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort að sama "reiknivél" hafi verið notuð við tilboðsgerðina og notuð var til að reikna út verðmæti GGE og REI og sumir stjórnmálamenn notuðu svo til að reikna út líklegan hagnað Íslendinga af "orkuútrásinni".  Það er alla vegna ljóst að Íslensku aðilarnir sjá eitthvað við félagið sem aðrir tilboðsgjafar sjá ekki.

Auðvitað væri það hrein meinfýsni að velta því upp hvort að það sé ef til vill sama reiknivélin og einn stærsti eignaraðilinn að GGE notaði til að taka stóra "stöðu" í stóru Bandarísku flugfélagi og fer ég ekki nánar út í þá sálma.

En það skiptir auðvitað engu máli hvað einkaaðilar gera með sitt fé, hvernig þeir reikna og hvort þeir tapi eða græði, alla vegna ekki fyrir almenning per se.  Það skiptir hins vegar miklu máli fyrir almenning þegar opinberir eða hálfopinberir aðilar standa í slíkum fjárfestingum með fé sem þeir hafa tekið af almenningi, annaðhvort með sköttum eða einokunarstarfsemi.

En það getur líka verið að félagi Össur og allir þeir sem halda því fram að Íslendingar eigi eftir að græða milljarða á "orkuútrásinni" hafi rétt fyrir sér.  Það telst líklega heldur vænleg byrjun að Filipeyska ríkið er þegar búið að "hagnast" um 14 milljarða á þátttöku Íslendinga ef tilboðinu er tekið.

Viðbót:  Var að sjá það nú á vef RUV að hinir Íslensku aðilar (GGE og REI) hafi ekki verið með í tilboðinu.  Sjá frétt RUV hér.  Það verður þvi að lesa ofanritaða færslu með þeim fyrirvara að ég veit ekki lengur hvort að GGE og REI voru með eður ei.  En ég læt færsluna standa, fyrst að ég var búinn að klambra henni saman.  Vonandi koma skýrar fréttir hvað þetta varðar fljótlega.


mbl.is Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband