Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
4.9.2006 | 17:43
Veik samtök
Lengi hefur verið talað um að ástandið í Darfur sé óásættanlegt. Þar hafa enda hundruðir þúsunda týnt lífi sínu, milljónir eru á flótta og fá teikn á lofti að ástandið stefni til betri vegar.
Nú hafa stjórnvöld í Súdan tilkynnt að friðargæsluliðar Afríkubandalagsins skuli hafa sig á brott, jafnframt að friðargæsla á vegum Sameinuðu Þjóðanna, eigi þangað ekkert erindi.
Með öðrum orðum þá telja þeir málið líkega innanríkismál og óþarfi að "alþjóðasamfélagið" sé að skipta sér af því að þeir murki lífið úr hluta þegna sinna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum SÞ við þessari tilkynningu, en reyndar virðast æ færri ríki telja sig á hinn minnsta hátt skuldbundin af ályktunum SÞ. Samtökin hafa fá ráð til að fylgja þeim eftir, og mörg aðildarríkjanna virðast hafa á því afar takmarkaðan áhuga, virðast telja að nóg sé að gert þegar ályktunin er fest á blað.
Til dæmis hefur verið ágreiningur um það hvort að um sé að ræða "þjóðarmorð" eður ei í Darfur, enda skýrt hjá SÞ að þá verði að grípa til agerða, því hefur skálmöldin í Darfur aldrei fengið þann "stimpil".
Hverju skyldi það nú breyta fyrir fólkið sem býr við ógnina?
Súdanstjórn segir friðargæsluliða verða að hverfa frá Darfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2006 | 18:09
Steingrímur J. - kaffiboð og bandalög - nokkrar limrur.
Eins og ég hef sagt áður, þá kemur það einstöku sinnum fyrir að kveðskap lýstur niður í huga mér. Líklega kemur það til út af þeim framsóknargenum sem finna má í ættboga mínum, og ég hef háð langa og stranga baráttu gegn, mestanpart lífs míns. En oft kemur þetta fyrir þegar ég hef setið og bergt á skáldamiði, gjarna þá fram eftir nóttu, enda ónæmiskerfið þá líklega veikt, og það nýta framsóknargenin sér.
Yfirleitt hef ég nú bara haldið þessum kveðskap fyrir sjálfan mig, en nú hef ég ákveðið að vera hugrakkari, stíga fram og viðurkenna fyrir sjálfum mér og öðrum að þetta gerist og taka því sem fólk hefur um þetta að segja, bæði gott og vont.
Þessar duttu inn í nótt, stuttu eftir miðnættið, ég biðst afsökunar á enskuslettum sem þarna má finna, en líklegasta skýringin er sú að ég hef ekki aðgang að íslenskum skáldamiði, og drakk því kanadískan í gærkveldi.
Hann fær þykir í sínu fagi
frakkur með kjaftinn í lagi
Nú Steingrímur J.
inni á kaffiboð
og vill samstarf af ýmsu tagi.
Hann biðlar til (Ingi)Bjargar
brosir til Guðjóns og argar
Við skulum vera eitt "tím"
"and sjer ðí seim drím"
svo plötuna sömu hann sargar.
Þá varð mér ljóst að þessar enskuslettur, væru varla sæmandi, þannig að rétt væri að búa til íslenska útgáfu af sömu limrunni
Hann biðlar til (Ingi)Bjargar
brosir til Guðjóns og argar
Hann áfram þau teymir
um völd þau öll dreymir
Til vinstri snú hann gargar.
Segist vilja til vinstri snúa
velferð á segist trúa
En við vitum það öll
að hvorki hróp eða köll
betri hag munu þjóðinni búa.
3.9.2006 | 00:40
"Án brjósta er engin paradís"
Stundum rekst ég á hitt og þetta á vefnum sem ég hreinlega næ ekki að skilja til fullnustu. Ég verð svo hissa, undrandi og hreinlega get ekki skilið þær kringumstæður sem liggja að baki. Núna rétt í þessu var eitt af þessum augnablikum.
Á vef breska Tímans (The TimesOnLine), er að finna frétt frá Kolombíu, um "sápu" þar í landi sem hefur haft viðtæk áhrif á kvenþjóðina þar í landi. Svo mikil að barmummál þarlendra kvenna ku hafa aukist mikið, með tilstilli þar til bærra lækna.
En fáum nokkur dæmi úr fréttinni:
"THE sorry television saga of a pretty young woman who undergoes breast enlargement to win the heart of a drug dealer is gripping Colombia, where the series reflects an unparalleled boom in plastic surgery.
The story of Katherine, a desperate teenager struggling to escape poverty, is told in a nightly drama called Sin Tetas No Hay Paraiso, or Without Breasts There Is No Paradise.
Gustavo Bolivar Moreno, an investigative reporter and author of a bestselling book about would-be molls that inspired the series, has been praised for revealing the bleak truths about many young womens ambitions. All adolescent girls are self-conscious about their bodies, he said. But I have met 13-year-olds saving up surgery money specifically to reach their ultimate goal a cocaine smuggler."
"Sin Tetas follows the rise and fall of a girl who prostitutes herself to pay for a D-cup that will attract the attention of a glamorous local thug with dark glasses, armed guards and a swimming pool. In one episode she says she wants to become a moll because even if my man dies, I will be out of the mud.
The saga continues until next month but the story of Katherine and her friends is unlikely to end happily. Her smile was wondrous, but her breasts became her road to hell, said a trailer for the series on Caracol TV.
Young women interviewed in Bogota last week said they recognised Katherine in the programme. Johanna, a communications student aged 22, said: Its really popular because it shows real life. Girls like to be skinny but men want them to have big chests so they go along with it.
Diana, a 21-year-old student, said: Of course its exaggerated and not all girls go to such extremes to get the surgery, but enough do. "
"Americans like to go blonde, but here they like to go big, said a member of the Colombian Plastic Surgeons Society. Sometimes you have to calm them down a bit before they damage themselves.
The Bogota surgeon, who asked not to be identified, estimated that one in six young women in richer cities such as Medellin and Cartagena had had some work done, a higher rate than in Beverly Hills."
Fréttin í heild er hér.
Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að segja, best að ég þegi bara, um stund.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2006 | 20:51
Merkeleg skoðun og góð - Að nöldra en aðhafast ekkert
Ég er alveg sammála þessari skoðun Merkel. Friðargæslulið verður að geta gætt friðarins jafnvel með vopnavaldi, jafn öfugsnúið og það kann að hljóma í eyrum margra.
Það er til lítils að setja friðargæslulið á svæðið, ef það gerir ekkert annað en að fylgjast með deiluaðilum gera sig "klára í slaginn" á nýjan leik. Mikilvægasta verkefni friðargæsluliðsins á að vera að gera Líbanonstjórn kleyft að ná fullum völdum í landinu á nýjan leik.
Auðvitað ætti að afvopna Hizbollah (það er ekki ósanngjörn krafa að ríkisstjórn landsins hafi "einokun" á því að reka her), en ég er ekki bjartsýnn á að að það gerist.
Hvað varðar Íran, úraníumauðgun og afskipti SÞ og "alþjóðasamfélagsins", má líklega segja að ef ekkert á að gera, til hvers var þá af stað farið? Er þetta ekki að nokkru leyti vandi SÞ í hnotskurn? Samtökin eru eins og "nöldrari", setja út á hitt og þetta, en samstaða og kraftur til að gera nokkuð er ekki til staðar.
Fyrir slíkum "nöldrurum" fer virðing yfirleitt fljótt þverrandi.
Angela Merkel: Tilgangslaust að senda aðeins eftirlitslið til Líbanons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einu sinni sem oftar ætla ég að vekja hér athygli á dálki sem birtist í breska Tímanum (The TimesOnLine). Þar skrifar Gerard Baker, og veltir fyrir sér hlutum s.s. "profiling", "pólítískri rétthugsun", hvort réttlætanlegt sé að skerða mannréttindi og þá hversu mikið, til að berjast gegn hryðjuverkum? Er réttlætanlegt að skerða réttindi eins hóps meira en annara?
Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessum spurningum, en þarft eigi að síður að velta þeim fyrir sér, grípum hér kafla út greininni:
"IF ALL THE BIG terrorist attacks of the past 35 years from the Munich massacre to the July 7 London bombings last year had been carried out by groups of white, English, middle-aged newspaper columnists, I suspect my life might have become quite intolerable in recent years.
I would have had to get used to looks of fearful suspicion every time I got on a train or a bus. Whenever I checked in for a flight or sought entrance to a government building I would doubtless have been taken away for questioning. "
"Racial profiling is an ugly business. Carried to extremes it can produce outrageously discriminatory outcomes, based on the false logic that all terrorists are Muslims, therefore all Muslims are potential terrorists. A reasonable person can only sympathise with those poor chaps who were thrown off a plane from Manchester last month.
We should be careful to ensure that flying while Muslim does not become a new offence in the criminal code. As critics have said, not only is it wrong, it is almost guaranteed to increase sympathy for the real terrorists. But those singled out for increased scrutiny must also accept that profiling is going to save us lives. In a world of limited resources and clearly identifiable threats it is entirely legitimate, indeed necessary, to subject certain individuals to greater attention than others."
"This condition places the blame for every ill in their lives, in their communities, in the West and in the countries of the Middle East, on the imperialist oppression of the white man, the American and, of course, the Jew, never once stopping to consider even the possibility that their plight might be, in part at least, their own making.
Though the West is surely not blameless, either through history or today, in its treatment of Muslims, the idea that responsibility for the woes of the Islamic world these past few hundred years can be laid at somebody elses door is escapist fantasy.
The nasty regimes of countries such as Saudi Arabia, Iran and Egypt conveniently emphasise this victim status to divert attention from their own repression and inequality and to blame Israel. The failure of Palestinians to create an orderly and successful society is blamed on the occupation.
The failure of many Muslims in Europe, especially in Britain, to integrate effectively is laid at the feet of a white racist society that excludes them. The real injustices suffered by these communities become a convenient smokescreen to hide their own flaws. "
"Pierre Rehov, an Algerian-born French filmmaker, who produced a documentary, Suicide Killers, was asked in a TV interview this year how the world could end the madness of suicide bombings and terrorism. Stop being politically correct and stop believing that this culture is a victim of ours, he said.
Of course, this celebration of victimhood plays to the Wests deep sense of guilt, producing a fearful complementarity that makes todays crisis so potent a civilisation all too willing to accept the blame for the woes of a people all too willing to blame them.
We can stop enabling the victim mentality by overcoming our guilt complex. But then it is up to Muslims themselves to defeat it. Polls repeatedly show vast majorities of Muslims in the West, and smaller majorities in the Middle East, believe that terrorism is a perversion of Islam. But those same polls also show many Muslims agreeing with the proposition that the root cause of that terrorism is oppression."
"No less a figure than Ghazi Hamad, the spokesman for the terrorist-supporting Hamas Government in the Palestinian Authority, wrote in an Arabic newspaper about the real causes of the mayhem in Gaza since the Israeli occupation ended last year.
Were always afraid to talk about our mistakes, he said. Were used to blaming our mistakes on others. What is the relationship between the chaos, anarchy, lawlessness, indiscriminate murders, theft of land, family rivalries, transgression on public lands and unorganised traffic and the occupation? We are still trapped by the mentality of conspiracy theories, one that has limited our capability to think. "
Greinina í heild má finna hér.
Svo mörg voru þau orð, auðvitað þarf að taka öllum skoðunum með fyrirvara, enginn er hlutlaus, Rehov, kvikmyndagerðarmaðurinn sem vitnað er í, er gyðingur fæddur í Alsír. Hans skoðanir eru þó fyllilega verðar að þeim sé gefinn gaumur, rétt eins og margra annara. Ég hef ekki séð myndir hans, en ímynda mér að þær séu ekki hlutlausar, ekki frekar en nokkuð annað sem kemur fram, ekki einu sinni fréttir eru hlutlausar.
Í "Tímanum" mátti einnig lesa í dag frétt um aukið ofbeldi gegn gyðingum í Bretlandi. Hér eru nokkrar klausur úr fréttinni:
"BRITISH Jews are facing a wave of anti-Semitic attacks prompted by Israels conflict with Hezbollah in Lebanon. Synagogues have been daubed with graffiti, Jewish leaders have had hate-mail and ordinary people have been subjected to insults and vandalism.
On Thursday an all-party parliamentary inquiry will state that anti-Semitic violence has become endemic in Britain, both on the streets and university campuses. The report will call for urgent action from the Government, the police and educational establishments. "
"The July incidents were more dispersed than usual, Mr Gardner said. It is usually a small number responsible for a large number of attacks, but these were very widespread across the country and included graffiti attacks on synagogues in Edinburgh and Glasgow.
The attackers, when visible, are from across society, he said. When its verbal abuse, its just ordinary people in the street, from middle-class women to working-class men. All colours and backgrounds. We hardly ever see incidents involving the classic neo-Nazi skinhead. Muslims are over-represented. "
"In Hampstead Garden Suburb, swastikas and the words Kill all Jews and Allah were daubed on the house and car of Justin Stebbing. Dr Stebbing, who works at a hospital, said: I felt violated. Its horrible.
Jon Benjamin, of the Board of Deputies, said: The problem is the spin that Israel is an irredeemably evil regime, and we are concerned that it may become common currency to connect British Jews with this."
Fréttina má finna hér.
Það er vaxandi spenna víða, ekki bara í miðausturlöndum. Það hriktir í "fjölmenningarsamfélaginu" og umburðarlyndi virðist fara minnkandi.
Síðasta greinin sem ég tek vil minnast á hér er einnig úr the Times. Þar fjallar Martin Amis um bók eftir Lawrence Wright, "The Looming Tower".
Það ber auðvitað að varast að taka þessu sem "hinum stóra sannleik", rétt eins og öllu öðru, en magir fróðlegir molar koma þarna fram og bókin virðist athygliverð.
"The Looming Tower, Lawrence Wrights tough-minded and cussedly persistent narrative opens with portraits of the triumvirate of developed Islamism: Sayyid Qutb, Ayman al- Zawahiri and Osama bin Laden. Almost at once, the question arises: should we be solaced or additionally galled by the poverty of the human material now so ferociously ranged against us? In these pages we meet some formidable schemers and killers, such as Khaled Sheikh Mohammed, the author of the planes operation (since captured). As for the other players, there are nuances, there are shades of black; but the consistent profile is marked by intellectual vacuity, by a fanaticism that simply thirsts for the longest possible penal code, and, most basically, by a chaotically adolescent or even juvenile indifference to reality. These men are fabulists crazed with blood and death; reality for them is just something you have to manoeuvre around in order to destroy it. "
"The verdict stands. Bin Ladens contribution is his image, and nothing more: omnicidal nullity under a smiling halo of beatitude. His personal deformation remains mysterious. Zawahiri was jailed and tortured. Qutb was jailed, tortured and executed. Nobody traumatised bin Laden; unlike his mentors, he was not internally rewired by whips and electric cables. Alone among a shifting crew of one-eyed mullahs, tin-legged zealots, blind shiekhs and paralysed clerics, bin Laden was always intact.
Physically, that is. At the time of his Declaration of War against America (1996), bin Laden was mouldering in a cave in Tora Bora stateless, penniless, and half-starved. His achievements were a matter of myth, of fabulation; he was a funk-ridden and incompetent ex-jihadi (a mere pepperer of the Red Army); and he was a serial business flop.
In short, he was a terrorist financier who had run out of cash, and was now entirely at the mercy of the local Islamist power, the village-idiot vigilantes known as the Taleban.
Very soon, Zawahiri would be in a Russian jail, and bin Laden subsisting on stale bread and contaminated water. At this stage al-Qaedas survival looked unlikely and its chances of mounting an operation the size of September 11 were infinitesimal. The declaration was little more than a deathbed whimper.
Of the 66 US cruise missiles fired at camps around Khost in Afghanistan, a number failed to detonate. According to Wright (his source is Russian Intelligence), bin Laden sold the unexploded missiles to China for $10 million. "
"All was set fair for yet another of al Qaedas ridiculous failures, on a par with the plan to assassinate the Pope in 1994 (abandoned soon after the purchase of the killers cassocks). The spectacular attack, the big one, was a non-starter until the fortuitous arrival in Kandahar of the Hamburg contingent (Atta et al): these men were superficially Westernised, and superficially rational: possessed by just the right kind of functioning insanity.
Negative coincidences also characterised the American end of the story. It is painful to follow the inter-agency malfunctions, resentments and pedantries that opened the door to disaster. The man who came closest to averting it, John ONeill, quit the FBI in August 2001. He took up his new job on the 23rd: head of security at the World Trade Centre. He had 19 days to live.
Expert opinion in the West is now largely persuaded that al-Qaeda is more or less finished. The base justly so called in the adjectival sense has become, we hear, a state of mind. And what is that state of mind? One convinced that it is possible simultaneously to be a random mass murderer and a good Muslim.
A death-brimmed bog of paranoia and credulity, it is the state of mind of the armed fabulist. The conspiracy detected here is the infidel campaign to obliterate the faith. It all began with the retreat of the Turkish armies from Vienna and the confirmation of Islamic decline: the year was 1683 and the day was September 11. "
Greinina í heild má finna hér.
2.9.2006 | 05:51
Viljinn til að sitja í festum
Það hefur oft verið sagt í mín eyru að núverandi ríkisstjórn hafi það gott, hún hafi það auðvelt. Hún sé ekki fullkomin en hún njóti þess að bera af sé borið saman við stjórnarandstöðuna.
Nú finnst mér eins og stjórnarandstaðan stefni að því að gera ríkisstjórninni endurkjör auðveldara. Nú virðist vera að upphefjast sami leikurinn og var leikinn hér fyrir borgarstjórnarkosningarnar, til að vera "alvöru vinstrimaður" verður að heita því að starfa ekki með Sjálfstæðisflokknum, og nú virðist eiga að bæta Framsókn við.
Steingrímur talar um samstöðu og vill "stilla upp" stjórnarandstöðunni gegn ríkisstjórninni, hann og Ingibjörg voru eins og feimið par, í þætti hjá Helga Seljan fyrir nokkru, töluðu í og úr. Þar viðurkenndu Steingrímur og Ingibjörg að óformlegar viðræður hefðu farið fram.
Heldur talaði þó Ingibjörg ólíklegra í fréttatímanum í gærkveldi, þar snupraði hún Steingrím fyrir að hafa ekki tekið þátt í stofnun Samfylkingarinnar á sínum tíma, en bauð þó honum og Guðjóni heim í kaffi. Þar létu þau bæði eins og ekkert hefði gerst á milli flokkanna.
Spurning hvort að skoðanakönnun Fréttablaðsins um hvaða stjórnarmynstur fólki hugnaðist, og birtist í millitíðinni, hafi breytt einhverju í þessu máli?
En ef til vill verður úr að Samfylking og Vinstri grænir sitji "í festum" fram að kosningum, lengra verður það líklega ekki, og enga trú hef ég á að "parið" hljóti blessun kjósenda og geti myndað ríkisstjórn.
Þó verður þetta líklega að teljast ekki óklókur leikur hjá Steingrími, ef Samfylking neitar tilboðinu, þá er það þeirra sök að stjórnarandstaðan er ekki "sameinuð", og það jafnvel þó að hann hafi í raun átt hvað stærstan þátt í því að vinstrimenn eru ekki allir í einum flokki.
En það er mun líklegra að Samfylkingin fari illa út úr slíkum "festum", þeir Samfylkingarmenn sem eru hægra megin í flokknum mun ábyggilega ekki hugnast slíkar yfirlýsingar, og hafa þeir þó ekki verið of kátir fyrir.
En ef til vill verður kaffið gott hjá Ingibjörgu, ef til vill stillir stjórnarandstaðan sér upp sem heild. Ef til vill verður valið aðeins um að að fá halda hér ríkisstjórninni sem er, eða fá ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslynda flokksins.
Fyrir mig yrði það auðvelt val.
Eini möguleikinn til að fá verri ríkisstjórn en stjórn stjórnarandstöðunnar, væri að bæta Framsóknarflokknum við í pakkann.
En hér má sjá viðtal sem Helgi Seljan tók við þau Steingrím og Ingibjörgu í Íslandi í dag, 21. síðasta mánaðar, og hér er frétt sem Visir birti á sama tíma. Hér má svo horfa á fréttir ruv, þann 1. september.
Steingrímur: Stjórnarandstaðan stilli sér upp sem valkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2006 | 14:35
Ná Royal(sósial)istar völdum í Frakklandi?
Ég held að Sósíalistaflokkurinn í Frakklandi gæti valið verri einstakling en að Segolene Royal til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Ég er þess næsta viss að hún (hvort sem hún ynni eður ei) gæti gert flokknum og um leið frönsku þjóðinni gott.
Helstu keppinautar hennar um útnefningu sósialista eru, Jack Lang, Dominique Strauss-Kahn, Lionel Jospin, sambýlismaður Royal, Francois Hollande, sem er jafnframt formaður Sósialistaflokksins, og Laurent Fabius.
Flestum þessarra manna man ég eftir síðan á þeim árum að ég bjó í Frakklandi og ekki get ég sagt að mér hugnist þeir, eða óski þeim að setjast í stól forseta Frakklands. Persónulega finnst mér þeir vera fulltrúar fyrir flest það sem þarf að breyta í Frakklandi, en það er önnur og lengri saga.
Vissulega má segja að Royal sé að nokkru leyti óskrifað blað, en þó hef ég séð að hún virðist óhrædd við að tjá hugmyndir sem eru nokkuð á skjön við hinn hefðbundna staðnaða franska sósialisma. Hún virðist óhrædd við að sækja hugmyndir t.d. til Tony Blair (sem er því sem næst guðlast í franska sósialistaflokknum), og annarra þeirra sem hafa þróað "jafnaðarstefnu" nær markaðshagkerfinu.
Ekki veitir frönskum sósíalistum af nýrri hugmyndafræði og ferskari blæ, enda skemmst að minnast niðurlægingar þeirra í síðust forsetakosningum, þegar Lionel Jospin komst ekki í áfram úr fyrri umferðinni, og kosið var á milli Chirac og Le Pen. Niðurlægingin að þurfa að mæla með því við kjósendur sína að þeir gæfu Chirac atkvæði sitt var mikil.
En franskir sósíalistar velja sinn frambjóðenda í tveimur kosningum, Nóvember 16 og 23, þar sem kosið er um tvo efstu fulltrúana í þeirri seinni. Margir stjórnmálaskýrendur telja að illdeilur á milli frambjóðenda geti spillt fyrir flokknum, en flestir eru þó þeirrar skoðunar að Royal eigi góða möguleika á að verða forseti Frakklands.
En rétt eins og annars staðar er pólítíkin í Frakklandi óútreiknanleg og langt til kosninga.
Hér má finna umfjöllun um Royal í hinum ýmsu fjölmiðlum, BBC, Newsweek, Times, Spiegel, Washington Post
Hér er svo kafli um Segolene Royal á Wikipedia.
Segolene Royal nýtur mest fylgi meðal sósíalista í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Persónulega finnst mér þetta gengisfella Valgerði Sverrisdóttur örlítið, en ekkert sem heitir þó. Í annan stað finnst mér Kastljós fólkið ekki koma illa út úr þessu á neinn hátt.
Staðreynd 1. Valgerður vill ekki koma í Kastljósið ef Steingrímur J. yrði þar einnig.
Staðreynd 2. Að hlusta á Steingrím einan er ekki verulega áhugavert, fréttamatið segir að Valgerður sé betra efni. (Í þessu tilfelli).
Staðreynd 3. Þó að vissulega þurfi ráðherrar að vera undir það búnir að taka þátt í "kapp/rökræðum" er það hvorki upphaf eða endir sannleikanns eða nokkurs annars. Lífið er mun flóknara en Morfískeppni, og sá sem sigrar í rökræðum hefur ekki nauðsynlega rétt fyrir sér.
Staðreynd 4. Fáir þingmenn eru fimari ræðumenn en Steingrímur J. Það þýðir ekki að hann hafi oftar rétt fyrir sér en aðrir þingmenn. (Mín persónulega skoðun er sú að það sé reyndar frekar sjaldnar, en það er önnur saga.)
Það verður hins vegar ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að íslendingar vija að þingmenn þeirra geti flutt ræður, tekið þátt í rökræðum, og það sem er allra best, kastað fram stökum ef svo ber undir, hæsta stigið er ef þær eru frumsamdar.
Þó er stökukrafan líklega á undanhaldi, enda sést það best á slöku gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum.
En vissulega gengisfellir það ráðherrann að hafa ekki viljað mæta Steingrími í rökræðum, þó ef til vill ekki jafn mikið og hefði hún gert það.
En þetta er þó að mínu mati "stormur í vatnsglasi" og skiptir ekki nokkru máli um málið sem um átti að fjalla, Kárahnjúkavirkun og skýrsluna hans Gríms.
En ég er ekki í nokkrum vafa um að Steingrímur "felldi keilur", líklega fleiri en eina.
En fyrst við erum að tala um stökur:
Gerður vildi ekki Grími mæta
geislum Kastljóssins í.
Það þýddi ekkert að þræta
þegar hún tók sér "dömufrí".
Ráðherra neitaði að mæta Steingrími í Kastljósþætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)