Ná Royal(sósial)istar völdum í Frakklandi?

Ég held að Sósíalistaflokkurinn í Frakklandi gæti valið verri einstakling en að Segolene Royal til að leiða flokkinn í næstu kosningum.  Ég er þess næsta viss að hún (hvort sem hún ynni eður ei) gæti gert flokknum og um leið frönsku þjóðinni gott.

Helstu keppinautar hennar um útnefningu sósialista eru, Jack Lang, Dominique Strauss-Kahn, Lionel Jospin, sambýlismaður Royal, Francois Hollande, sem er jafnframt formaður Sósialistaflokksins, og Laurent Fabius.

Flestum þessarra manna man ég eftir síðan á þeim árum að ég bjó í Frakklandi og ekki get ég sagt að mér hugnist þeir, eða óski þeim að setjast í stól forseta Frakklands.  Persónulega finnst mér þeir vera fulltrúar fyrir flest það sem þarf að breyta í Frakklandi, en það er önnur og lengri saga.

Vissulega má segja að Royal sé að nokkru leyti óskrifað blað, en þó hef ég séð að hún virðist óhrædd við að tjá hugmyndir sem eru nokkuð á skjön við hinn hefðbundna staðnaða franska sósialisma.  Hún virðist óhrædd við að sækja hugmyndir t.d. til Tony Blair (sem er því sem næst guðlast í franska sósialistaflokknum), og annarra þeirra sem hafa þróað "jafnaðarstefnu" nær markaðshagkerfinu. 

Ekki veitir frönskum sósíalistum af nýrri hugmyndafræði og ferskari blæ, enda skemmst að minnast niðurlægingar þeirra í síðust forsetakosningum, þegar Lionel Jospin komst ekki í áfram úr fyrri umferðinni, og kosið var á milli Chirac og Le Pen.  Niðurlægingin að þurfa að mæla með því við kjósendur sína að þeir gæfu Chirac atkvæði sitt var mikil.

En franskir sósíalistar velja sinn frambjóðenda í tveimur kosningum, Nóvember 16 og  23, þar sem kosið er um tvo efstu fulltrúana í þeirri seinni.  Margir stjórnmálaskýrendur telja að illdeilur á milli frambjóðenda geti spillt fyrir flokknum, en flestir eru þó þeirrar skoðunar að Royal eigi góða möguleika á að verða forseti Frakklands.

En rétt eins og annars staðar er pólítíkin í Frakklandi óútreiknanleg og langt til kosninga.

Hér má finna umfjöllun um Royal í hinum ýmsu fjölmiðlum, BBC, Newsweek, Times, Spiegel, Washington Post

Hér er svo kafli um Segolene Royal á Wikipedia.


mbl.is Segolene Royal nýtur mest fylgi meðal sósíalista í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Held að hún Royal sé langbesti kostur vinstrimanna gegn Sarkozy, sem fer sennilega fram fyrir UMP. Held að stuðningur við hana nái langt út fyrir raðir sósíalistaflokksins franska (sem þó hefur skiptar skoðanir á henni) og að ásýnd Frakklands myndi breytast talsvert á pólitískum vettvangi með hana í embætti... Það verður allavegana gaman að fylgjast með þessu!

Agnar Freyr Helgason, 1.9.2006 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband