Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Ótrúlegt

Mér finnst það hreint ótrúlegt að umræða sem þessa sé að finna í bréfi eins þjóðarleiðtoga til annars.  En það er samt staðreynd.

Það er ábyggilega margt sem athuga betur um Helförina, eitthvað kann að vera ýkt, annað á skilið betri og meiri umfjöllun, og þar fram eftir götunum, en að efast um að hún hafi átt sér stað, sé uppspuni einn, er eitthvað sem ég illa fæ skilið.  En það er svo sem ekkert nýtt að ég botni ekki alveg í þeim samsæriskenningum sem settar eru fram.

Ég er þó þeirrar skoðunar að Ahmadinejad sé frjáls að þessari skoðun sinni (ég vona að Austurríki, eða aðrir fari ekki að dæma hann fjarstaddan fyrir þessar skoðanir sínar), en ef til vill er eðlilegra að líta á þær sem hluta af áróðurstríði, frekar en nokkuð annað.  Það hefur líka gefist vel þeim sem halda þjóð sínum í heljargreipum að benda stöðugt á einhverja sem teljast eiga óvinir hennar.  Ekki í fyrsta sinn sem gyðingar eru í því hlutverki.

Séu þessar skoðanir skoðaðir í samhengi við önnur ummæli bæði hans og samtarfsmanna hans, t.d. Nasrallah, sem ég bloggaði um hér í gær, kemur út önnur og dekkri mynd.


mbl.is Ahmadinejad: Helförin uppspuni sem ætlað var að setja Þjóðverja úr jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugur málflutningur

Þetta þykir mér ekki trúverðugur málflutningur komandi frá manninum sem sagði í ræðu árið  2002 "If Jews all gather in Israel, it will save us the trouble of going after them worldwide."

Hvers vegna lét Hizbollah mennina ekki lausa þegar Ísrael hótaði stríði, nema það yrði gert?  Nú eða þegar Ísraelsmenn hófu árásir?  Hvers vegna er Nasrallah þess svo fullviss að stríðið hafi hafist eingöngu vegna hermannana tveggja, en ekki vegna þeirra hundruða Katyusha eldflauga sem Hizbollah skaut á Ísrael um svipað leiti?

Þetta hljómar eins og frekar ámátlegt yfirklór, þegar horft er yfir eyðilegginguna sem baráttuaðferðir Hizbollah hefur valdið.  Staðreyndin virðist vera að samtökin vilja ekki frið.

Það jákvæða úr fréttum frá þessu svæði undanfarna daga er þó að viðræður um fangaskipti virðast vera byrjaðar, og vopnahléð virkar að mestu leyti, þó að enn sé það afar brothætt, friðargæslusveitirnar enda ekki búnar að koma sér fyrir. 

Því miður þykir mér þó líklegt að þetta hafi ekki verið síðustu orusturnar þar um slóðir.


mbl.is Nasrallah: Hefði ekki fyrirskipað handtöku hermannanna hefði hann vitað af afleiðingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Türkçe Sevindirmek

Ég get ekki neitað því að mér fannst tyrkneski kappaksturinn frábær skemmtun, úrslitin voru ekki alveg eins og ég hefði kosið, en það vantaði ekkert upp á aksturinn.

Það var frábært að sjá Felipe Massa vinna sinn fyrsta sigur, enda þótt hann væri reyndar miklu minna í mynd en hann ætti skilið, en skiljanlega var myndavélunum beitt meira á kappakstur þeirra Schumacher og Alonso, sérstaklega í lokin.  En Massa var vel að sigrinum kominn og keyrði fantavel og án sjáanlegra mistaka.

Alonso var heppinn, náði 2. sætinu, en þannig er það oft með meistara, þeim fylgir einhver óútskýrð heppni.  Ef öryggisbíllinn hefði ekki komið út, er mjög líklegt að Ferrari hefði unnið 1 - 2 og Massa hefði hleypt "Skósmiðnum" fram úr, þannig er það.  En það þýðir ekkert að sýta þetta, öryggisbíllinn kemur út eftir ákveðnum reglum, stundum tapa ökumenn stunda græða þeir á því. 
Það verður heldur ekki af "tígulgosanum" tekið að hann varðist vel, keyrði skemmtilega undir lokin þegar Schumacher sótti sem harðast að honum. 

Það réði ekki síður úrslitum að Schumacher missti bílinn út af á mjög mikilvægu augnabliki, ef það hefði ekki komið til, hefði hann nær örugglega náð að fara fram úr Alonso í seinna þjónustuhléinu.  Þessi keppni var því númer 2 í röðinni yfir "keppnir glataðra tækifæra" fyrir Schumacher.

Mistök hans í tímatökunum og svo aftur í keppninni í dag, kosta hann möguleikann á að sækja á Alonso, sem í staðinn eykur forskot sitt um 2. stig.  Jákvæði punkturinn er að nú munar aðeins 2. stigum á Ferrari og Renault í keppni bílsmiða.

En ennþá er keppnin galopin, nú eru 4. keppnir eftir, en Schumacher verður að gera betur en um þessa helgi, ef hann á að hampa titlinum.

Að lokum sendi ég mínar samúðarkveðjur til aðdáenda Kimi "seinheppna" Raikkonen.  Það er með eindæmum hvað óheppnin eltir hann.  Mér lýst ekki nema mátulega á að fá hann yfir til Ferrari eins og oft er talað um, þessi óheppni er ekki einleikin.

En nú bíð ég bara eftir Monza eftir 2 vikur, þá er krafan Schumacher 1 og Massa 2, og engar refjar.


mbl.is Massa vinnur jómfrúarsigur sinn í formúlu-1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða um að felgur Ferrari séu ólöglegar.

Umræður hafa átt sér stað í dag um að felgur Ferrari bílanna séu ólöglegar.  Þær eru sagðar breyta loftflæðinu og auka kælingu bremsudiskana.  Um þetta má meðal annars lesa á vef Ruv.  Þeir sem vilja skoða þetta frekar bendi ég á F1.com .

 En það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað verður úr þessu máli, og hvort að eitthvert liðanna kemur til með að kæra þennan búnað, eða hvort FIA tekur hann til nánari skoðunar.

Það gæti ráðist á því hvort að Ferrari fer með sigur eður ei á morgun.

 

 


Er það grimmd að borða gæsalifrarkæfu?

Eins og ég hef áður minnst á er Margaret Wente einn af mínum uppáhalds dálkahöfundum.  Í sínum nýjasta dálki veltir hún fyrir sér þeirri sektartilfinningu að borða, hvernig maturinn verður til og hvernig þau dýr sem "gáfu" líf sitt fyrir máltíðina okkar eru meðhöndluð.

Þetta er auðvitað þörf og umræða, alla vegna eins og málum er háttað í dag.  Sjálfur velkist ég ekkert í vafa, ég borða kjöt og get ekki séð fyrir mér að því verði hætt. Ég geng jafnframt í leðurskóm og nota leðurbelti.  En þó tel ég mig dýravin. 

Er það þversögn?

Grípum nokkur atriði úr dálki Margaretar:

"These days, the inner lives of lobsters are the subject of intense debate. "Lobsters are primitive animals. They have no brain. They're like insects. They even look like insects," says Robert Bayer, executive director of the Lobster Institute at the University of Maine.

Lobster liberationists say otherwise. "They have a nervous system and sense, including vision, touch and chemical perception," says biologist Jonathan Balcombe. "There is even evidence that they play."

How would you like to end your life by being crammed into a holding tank and then plunged into a pot of boiling water? Maybe lobsters don't like it so much, either. And that is why Whole Foods Market, that avatar of ethical eating and upscale consumer values, has got out of the lobster-selling business.

Don't laugh. Where Whole Foods leads, others are sure to follow. Some retailers still sell lobsters but want to treat them more nicely on death row. To oblige them, Nova Scotia's Clearwater Seafoods is building "lobster condos" that will allow the privacy-loving crustaceans to live out their last days in the solitary splendour they seem to prefer. And squeamish chefs need no longer administer the coup de grace with a knife thrust into the lobster's brain, or whatever it is. They can now buy a humane device called a CrustaStun (price: about $4,000), which dispatches the creature instantly with an electric shock."

"But what about ducks? You can't deny that ducks feel pain. So is foie gras fowl play? Please don't tell me you don't feel just a tiny twinge of guilt that we allow our feathered friends to be force-fed through funnels thrust down their throats until their delicious livers swell to 10 times their normal size. I do feel guilt. But I eat foie gras anyway. I compromise by eating it only every other time I really want to. That is how I make a deal with my conscience.

In Chicago, foie gras is now illegal. The tender-hearted city fathers banned it from restaurant menus on the grounds of cruelty to animals. Restaurateurs are in revolt, and are flouting the law by offering foie gras for free (along with a salad that costs $25)."

"Contrary to popular belief, the modern animal-rights movement didn't start with Pamela Anderson. It probably started with R. M. Hare, a British moral philosopher of great renown. I took a course from him in 1970. One day, he described how he had decided to stop eating fish. (He had already given up meat and fowl.) The moral issue turned on whether a fish, when hooked, felt pain. He had researched the question carefully and concluded that it did. I couldn't decide whether Prof. Hare was a great visionary or a great eccentric. But his story made a big impression. It was the first inkling I had that there might be an ethical dimension to eating dinner."

" Great reform movements usually begin at the lunatic fringe. Today, just about everyone agrees that animals have rights -- even those who think that Peter Singer's nuts. But which animals? And what rights? Everybody draws the line in a different place. Some people like to eat monkeys, although most of us feel that monkeys are way too close to home. We are revolted by cruelty to cats. But, in some parts of the world, people roast cats for dinner. We would never eat a dog. So why do we eat pigs, which are at least as smart? More important, why do we make them suffer so much before we do? And why do people who are bothered by cruelty to lobsters still eat bacon?"

Svo mörg voru þau orð, en greinina í heild má finna hér.

Sjálfur vann ég í sláturhúsi að sumri til, þegar ég var 13 og 14 ára.  Ég geri mér því ágætlega grein fyrir því hvernig "kaupin gerast á þeirri eyri".  Um sumarið var slátrað nautgripum og svínum og svo byrjaði lambaslátrunin um haustið, ég náði ekki nema 2. vikum eða svo þangað til ég þurfti að fara í skólann.

En samt borða ég lambakjöt, skinku, svínahrygg, pylsur og uppáhaldið mitt er líklega vel "rare" nautalund.  En samt vil ég að vel sé farið með dýrin, ekki bara vegna þess að ég telji það siðferðislega rétt, heldur skiptir ekki minna máli að ég tel það gefa okkur betra hráefni.

Ég hef áður sagt að hvalkjöt finnst mér herramannsmatur, en það er ekki líklegt til vinsælda hér, í þessu mesta selveiðilandi heims. 

Er það þversögn?

En það er alveg ljóst að ég held áfram að borða kjöt, og er í engum vandræðum með að halda áfram að nýta mér gæði jarðar, það er ekki þar með sagt að ég sé hlynntur að veiða tegundir sem eru í útrýmingarhættu (margar hvalategundir eru það ekki), eða að ég styðji óþarfa grimmd gagnvart dýrum.

Ég geri mér fyllilega ljóst að að dýr láta lífið til að fylla diskinn minn og er nokkuð sáttur við það, en þú?


Felipe mükemmel içinde Türkiye

Ég vaknaði örlítið of seint í morgun og missti þar af leiðandi af fyrsta parti tímatökunnar, 7 er náttúrulega hræðilegur tími til að vakna til að horfa á sport.

En það er hér um bil þess virði, til þess að sjá Ferrari 1-2 á ráslínu fyrir morgundaginn.  Það var líka gaman að sjá Massa vinna sinn fyrsta "pól".  Hann átti þetta svo sannarlega skilið og það er þetta sem Ferrari þarf til að vinna titil bílsmiða, báða bíla á topnum og það er hjálp frá Massa sem "Skósmiðurinn" þarf til að hrifsa titilinn úr höndum "tígulgosanna".  Það sem þarf er að þessi árangur skili sér í kepnninni á morgun.

En annars verður keppnin morgun ábyggilega verulega spennandi, Ferrari á fyrstu ráslínu og Renault á annari.  Eitthvað voru þulirnir hér að tala um að Fisichella hefði verið að kvarta undan vélinni, en ég heyrði það ekki nógu vel í talstöðinni hjá þeim.  Það verður fróðlegt að sjá.  "Litli" Schumacher færist aftur um 10 sæti, þannig að Heidfeld og Button verða á 3ju línu, vonandi ná þeir að hrella Renóana aðeins.  Kimi "seinheppni" Raikkonen er svo 7undi og Kubica undirstrikar árangur sinn og getu BMW með því að vera í 8.

En nú er þetta spurningin um "taktíkina" og hvað bílarnir hafa mikið bensín á tönkunum.  Um það er erfitt að spá, en þetta verður örugglega hörku keppni á morgun.  Hvorugur þeira Schumacher eða Alonso má við neinum áföllum og það er spurning hvort að keppinautar þeirra reyni að notfæra sér það? 

En það er ljóst að þó að tímatökurnar séu ekki nema rétt svo þess virði að rífa sig upp klukkan sjö, þá verður keppnin á morgun það örugglega.


mbl.is Massa vinnur sinn fyrsta ráspól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabarátta "köntrýstæl"

Ég fékk sendan góðan tölvupóst frá kunningja mínum sem býr sunnan landamæranna eins og oft er sagt hér í landi.

Hann fjallaði um kosningabaráttu Vernon Robinson, en hann er að berjast fyrir því að verða kjörin á þing fyrir North Carolina, af hálfu Republikana.

Hann hefur vakið mikla athygli fyrir auglýsingar sínar, bæði gerð og innihald.  Ég hló gríðarlega þegar ég hlustaði á nýjustu útvarpsauglýsingu hans, sem finna má hér.

Þetta er einfaldlega "hilaríus stöff".  Ég velti því fyrir mér hvað myndi gerast ef einhver reyndi að beita svipuðuð aferðum hér í Kanada, nú eða upp á Íslandi?

Sjónvarpsauglýsingin hans er líka mjög sérstök, svo ekki sé sterkara til orða tekið, það er hægt að skoða hana hér.

Yfirlit yfir auglýsingar hans er hér.

Eins og sagt var í "gamla daga", það er ekki öll vitleysan eins.

Er Hallbjörn annars ekki á lausu í auglýsingar?

 


Ingvar fer á kostum

Ég gef mín meðmæli með Bjólfskviðu, hvet alla til þess að fara í bíó og berja hana augum.  Ég sá hana síðastliðinn vetur og hafði gaman af.

Eins og flestar ef ekki allar aðrar bíómyndir er hún ekki gallalaus, en er góð skemmtun. Það var einna helst að það þvældist fyrir mér hvernig íslenska landslagið (sem kemur afbragðs vel út í myndinni) ætti heima í Danmörku, þar sem kvæðið (sagan) gerist.  Síðan er hreimur sumra leikaranna þannig að mér fannst sagan hafa færst til Skotlands.  En þetta eru smáatriði, myndin í heild sinni er vel gerð og heldur manni föngnum.

Ég vil að öðrum ólöstuðum sérstaklega minnast á Ingvar E. Sigurðsson, sem að mínu mati á frábæra frammistöðu í myndinni, sem "skrýmslið" Grendel.

Þess má til gamans geta að nú fyrir nokkrum vikum lét ég hreinsa fyrir mig loftstokkana í húsinu.  Tveir vaskir menn komu hér með risa græjur.  Þegar við tókum tal saman, og það barst í tal að ég væri frá Íslandi (viðkomandi var frá Bretlandi), sagði hann mér að hann hefði horft á Beowulf og Grendel kvöldið áður, leigt hana á DVD.  Þetta var fyrsta myndin sem hann sagðist hafa séð sem tekin væri upp á Íslandi, og var hann ákaflega hrifinn af því sem sást af landinu sem og myndinni í heild.  Svona eru tilviljanirnar stundum.

Heimasíðu myndarinnar má svo finna hér.

P.S. Leikstjórinn Sturla Gunnarsson er vissulega af íslenskum ættum, hann er fæddur á Íslandi og ólst þar upp til u.þ.b. 5 ára aldurs er hann flutti með foreldrum sínum til Kanada. 


mbl.is Gerard Butler verður á frumsýningu Bjólfskviðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið - Vantraust á starfsfólk Landsvirkjunar - Að vera í minnihluta

Ég get vel skilið að fólk vilji mótmæla, það er réttur allra að hafa skoðun á hlutum og framkvæmdum og að láta hana í ljósi.  Ég vona hins vegar að þessi mótmæli fari friðsamlega fram og án ofbeldis.  Það hefur enginn rétt til þess að hindra aðra í að sinna störfum sínum, eða ráðast að þeim með ofbeldi á annan hátt.

Reyndar hefur mér fundist mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun færast í skrýtin farveg nú upp á síðkastið.  Ekki er nóg með að mótmælin á svæðinu virðist hafa snúist upp í  ofbeldi, heldur einnig að hve miklu leyti önnur mótmæli mér virðast snúast um að starfsfólk Landsvirkjunar og annarra þeirra er koma að byggingu virkjunarinnar, séu ekki starfi sínu vaxin.

Þannig er rifist nú um að stíflan sé ekki nógu vel hönnuð, hún muni "springa" eða hrynja og allur sé voðinn vís.  Nú stór partur af mótmælum gegn virkjuninni hefur svo verið á þeim nótunum að engin von sé að framkvæmdin standi undir sér, eilíft tap verði á Kárahnjúkavirkjun og þetta sé þvílíkt böl fyrir þjóðarbúið.

Ef ég reyni að umorða þetta, þá má skilja á andstæðingum virkjunarinnar að engu líkara sé en að starfsfólk Landsvirkjunar stefni leynt og ljóst að því að steypa þjóðinni í glötun og það líklega af ásetningi, nema auðvitað að andstæðingar virkjunarinnar telji að starfsfólkið sé svo afgerandi vanhæft að með eindæmum sé.

Undir þetta taka svo hin ýmsu pólítísku öfl.

Ég verð að viðurkenna að að ég er ekki hæfur til að meta hvort að stíflan sé rétt hönnuð, ég hef heldur ekki þær upplýsingar í höndunum, né tíma, til að reikna út hvort að framkvæmdin komi til með að standa undir sér og skila hæfilegum arði.

Heilbrigð skynsemi segir mér hinsvegar að það sitji ekki heill her manna á skrifstofum Landsvirkjunar og bruggi landi og þjóð launráð.

Ég minnist líka þess að í uppvexti mínum, kvað gjarna við þá söngur að að Búrfellsvirkjun og sala rafmagns til Straumsvíkur, væri glapræði og yrði baggi á þjóðinni.  Gott ef sumir af þeim sem þar töluðu, eru ekki með svipaðar ræður um Kárahnjúkavirkjun nú.

Nú ætla ég heldur ekki að ákveða hvert starfssvið alþingismanna er, það eru líklega einhverjir betur til þess fallnir en ég, en ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þeirra væri að taka ákvörðun um hvort að virkjun væri leyfð, eður ei.  Ekki að taka afstöðu til þess hvort að virkjun eða stíflugerð væri tæknilega möguleg, eða hvernig þyrfti að standa að hönnun mannvirkisins.  Til þess hefði Landsvirkjun, eða hver sá annar sem leyfi til framkvæmda fengi, til þess bæra sérfræðinga.  Með fullri virðingu fyrir þingmönnum íslendinga, hugnast mér betur að slíkar ákvarðanir séu teknar þar en á Alþingi.  Ég endurtek að ég hef enga trú á því að Landsvirkjun sé að tefla í tvísýnu með þessa stærstu fjárfestingu fyrirtækisins fyrr og síðar.

Eftir stendur að ég get vel skilið að einhverjir vilji mótmæla þeim náttúruspjöllum sem þarna fara fram.  Það fer ekki hjá því að þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða eru náttúruspjöll umtalsverð.  Þar vega menn og meta, náttúruspjöllin og þann ávinning sem er falinn í því að nýta auðlindir þjóðarinnar.  Um slíkt mat verða menn líklega aldrei á eitt sáttir.

En Kárahjúkavirkjun hlaut afgerandi meirihlutastuðning á Alþingi, sömuleiðis meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og í bæjarstjórn Akureyrar, ef ég man rétt.  Þannig stóð réttkjörinn meirihluti að ákvörðunum um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, bæði á landsvísu og í þeim sveitarfélögum sem deila eignaraðild með ríkinu.

Það er margt sem ríkið gerir og framkvæmir sem bæði mér og öðrum hugnast lítt, þó að í mínu tilfelli sé Kárahnjúkavirkjun ekki þar á meðal, en við verðum að sætta okkur við það.  Ríkisstjórn sem hefur meirihlutastuðning á Alþingi, kemur sínum málum yfirleitt í gegn.  Að sjálfsögðu hafa allir rétt til að tjá vonbrigði sín um hin ýmsu mál, en menn verða að sætta sig við meirihlutaviljann. 

Það er það lýðræði sem íslendingar búa við.

Stundum þarf maður að sætta sig við að vera í minnihluta, stundum þarf maður að sætta sig við að tapa.  En það er ekki þar með sagt að maður þurfi að gera það þegjandi, mótmæli eiga vissulega rétt á sér, en þau þurfa að vera ábyrg og án ofbeldis.

Ég vil að lokum vekja athygli á afar góðu bloggi Atla Rúnars Halldórssonar, en nýleg blogg hans um Kárahnjúkavirkjun má finna hér og hér.


mbl.is Saving Iceland boðar aðgerðir 1. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það komið á hreint...

Það er auðvitað fyrir mestu að þetta sé komið á hreint.  Að vafanum sé eytt.

Það er ljóst að það er aldrei hægt að setja saman reglur sem liðin finna ekki "göt" og reyna að "smeygja" sér í þau.  Það er hins vegar áríðandi að dómar falli eins fljótt og auðið er.

Renault hafði vonast eftir því að geta notað þennan búnað í Tyrklandi, og það hafa líklega fleiri lið gert.

En ég held og vona að kappaksturinn um helgina verði góður, brautin er skemmtileg og býður upp á betri möguleika á framúrakstri en margar aðrar.  Schumacher og Alonso eru báðir kokhraustir, gefa ekkert eftir í stríðinu, en það er næsta víst að Button, Barrichello, Raikkonen og margir fleiri hugsa sér einnig gott til glóðarinnar.

Í fyrra voru það McLaren og Renault sem skinu en ég hef fulla trú á Ferrari þetta árið.


mbl.is Dómstóll FIA dæmir fjöðrunarbúnað Renaultbílanna ólöglegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband