Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Eimskip, SS og nú Morgunblaðið?

Banner mbl.is

Líklega þekkja flestir sögur af útlendingum sem undrast hakakrossinn á gamla Eimskipafélagshúsinu, þykir skrýtið að SS skuli vera auglýst víða og að "heitir hundar" beri þetta nafn. 

Allt á þetta sér þó eðlilegar skýringar, enda um gömul firmatákn að ræða, og í raun alger óþarfi að hætta að nota gömul tákn eins og hakakrossinn, þó að nazistar hafi komið óorði á hann og reyndar fleiri hluti, s.s. rúnir.  Forn norræn menning varð allt að því að skammaryrði mörg ár á eftir seinni heimstyrjöldinni.

En þegar ég var að lesa mbl.is, sem oftar, hálf brá mér þegar ég þóttist þekkja kunnuglegan fána á "flashbanner" sem þarna hreyfðist "út á kantinum".  Mér brá nógu mikið til þess að ég beið þess að hann "færi hringinn" og sama myndin birtist aftur.

Vissulega vakti þetta athygli mína, og það eiga auglýsingar vissulega að gera, en persónulega finnst mér þetta minna um of á fána nazista til að virðingarverður fjölmiðill sem Morgunblaðið vilji að auglýsingar sínar beri þetta útlit.

En það er bara mín skoðun.


Lántökur og vextir - Vestanhafs

Þessi lántaka Landsbankans í Bandaríkjunum hlýtur að teljast hið besta mál fyrir hann og allan íslenska fjármálamarkaðinn.  Efasemdir um endurfjármögnun íslensku bankanna virðist ekki hafa átt við nein rök að styðjast.  Það vekur þó vissulega athygli (í það minnsta leikmanns eins og mín) að fjármögnun íslensku bankanna virðist að þó nokkru marki vera að færast vestur um haf, í dollara.

Hvaða áhrif þessi lántaka hefur til lengri tíma litið, er ég ekki nógu spámannlega vaxinn til að segja til um, en vissulega hlýtur þetta að auka vægi dollarans í íslenskum bankaheimi.

Nú veit ég ekki að hversu miklu leiti þessi lántaka er til að greiða upp eldri lán og hvað er ætlað til nýrra útlána, og þá hvar, en íslendingar hljóta að velta því fyrir sér hvort þetta er ætlað á innanlandsmarkað eða til að fjármagna frekari "útrás"?

Fyrir þá leikmenn sem hafa áhuga á að vita hvað libor vextir eru og hvernig þeir hafa þróast, nú eða bara hvaða vaxtakjör Landsbankinn set ég inn þessa tengla.  Libor á Wikipedia og Libor vextir undanfarin ár.

 


mbl.is Landsbankinn tekur 158 milljarða króna lán í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt olíuverð - hin hliðin - Peningalykt

Nú þegar við flest bölvum hærra olíu og bensínverði, eru örg yfir vaxandi fjárútlátum, er ef til vill ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvert allir þessir peningar fara.  Vissulega fær hið opinbera víðast um lönd meira í sinn vasa í formi skatta (sölu eða virðisauka), olíufélögin hagnast yfirleitt líka á hækkununum, smásalinn (ef um sjálfstæðan aðila er að ræða) fær nokk það sama fyrir sinn snúð, en það verður ekki fram hjá því litið að "olíuframleiðsluríkin" eru að gera það gott. 

En hvað gera þau við alla þessa peninga? Gamlar staðalímyndir eru auðvitað menn í hvítum "kuflum" akandi um á Rolls, fljúgandi um í einkaþotum, byggjandi hallir og spreðandi peningum í allar áttir.

Það var því ánægjulegt að lesa grein á vef Times, um hvernig "olíuframleiðsluríkin" eru flest hver að nota þetta aukna fjárstreymi til uppbyggingar og skynsamlegra fjárfestinga.

Þar segir meðal annars:

"But still, if Arab oil countries are to shake off their abysmal rate of development, and find occupation for their restless, unemployed young people, then it lies in changes such as these.

The IIF, a Washington-based outfit that supplies analysis to banks around the world, set itself to answer a pressing financial puzzle: what have oil countries done with their money in the five years since the oil price has trebled?

“More than they did during the 1970s oil price surge,” is the encouraging answer. The headline figures alone spell out the size of the challenge for those countries. The IIF estimates that export earnings for the six of the Gulf Co-operation Council (Saudi Arabia, United Arab Emirates, Kuwait, Oman, Qatar and Bahrain) will top $500 billion this year. About 80 per cent of that will come from oil and gas — a threefold increase in four years.

For the GCC as a whole, gross domestic product per head has risen over the past three years from $11,000 to $17,000. This reverses years of slipping income per head, as population numbers soared, but economies stagnated. But the question now is whether the governments use the windfall wisely. Part has been poured into an investment boom, with projects costing more $1 trillion under way, both to improve the oil and gas sector and general infrastructure. “Many of the projects will be viable, in contrast to earlier booms,” the IIF concludes.

But in most of the countries, there is little scope for stepping up oil and gas production in the near future. Most of their growth in 2006 and 2007 is expected to come from the other parts of their economies, the IIF finds."

"But it does suggest that new commercial opportunities are providing more jobs. “Job creation is a priority throughout the region”, it notes, with labour forces growing at about 4 per cent a year. In UAE, Qatar and Kuwait, unemployment is below 5 per cent, but in the others, it is between 15 and 20 per cent.

The surge of young people coming to adulthood, without much prospect of work, creates social strains. Saudi Arabia is particularly aware that these conditions foment radical opposition."

Þessa grein má finna hér.

Eitt af þeim ríkjum sem hafa hagnast verulega á hækkuðu oliuverði er svo Kanada, sérstaklega Alberta fylki.  Þar hefur vaxandi nýting "olíusandsins" gjörbreytt efnahagnum, eins og ég hef bloggað um áður.  En nýlega var ágætis grein um "olíusandana" á vef Spiegel.

Þar má m.a. lesa:

"It may not be the cheap, easily extracted stuff found in Saudi Arabia -- but geologists claim that the Canadian province of Alberta could well match the Middle Eastern oil exporter as far as quantity is concerned. Experts believe the accessible oil reserves here could total as much as a whopping 174.5 billion barrels -- a volume greater than supplies in Iran and Libya combined. If the calculation is accurate, then Canada is number two in the global ranking for oil reserves.

The dreams currently associated with Fort McMurray were triggered by massive oil sands -- a thick, sticky mass that looks like waste oil dumped in a sandpit. During the brief Canadian summer, the oil has the consistency of syrup. In the winter it's hard as concrete. The oil fields are the size of Greece."

"There are political reasons for the run on the oil sands too. The Canadian government is fond of reminding people that this oil is located on the territory of one of the stablest democracies in the world and is not in the hands of petrocrats like Tehran, Caracas or Moscow. The greasy mélange from Fort McMurray will "change the geopolitical situation," the Ministry of Finance in Ottawa proclaims proudly. The United States -- the world's main consumer of petroleum -- is, of course, also fascinated by the idea of having a friendly oil provider right next door.

What money smells like

The US Senate has already sent a group of delegates to the area where the oil sands are located, and the US Treasury Secretary has also stopped by. The plan is for the oil sands to comprise of one-fourth of North America's petroleum production by 2015. "We will depend on our friends for energy security, not necessarily dictators and sheiks and rats from around the world," cheered Montana Governor Brian Schweitzer following a recent visit to Fort McMurray.

If there is still any need to prove the hypothesis that the era of easily extracted oil is nearing its end, then that evidence can be found in Fort McMurray. Huge excavators with a capacity of 100 tons scrape the tar sediment from the ground and deposit it onto giant trucks. When they rumble off to one of the processing facilities, the trucks weigh as much as a jumbo jet.

There the oil sands are heated with hot water and natron brine until foamy bitumen forms on their surface and can be removed. The amount of chemicals required is so massive that Fort McMurray is often plagued by the biting stench of cat's urine. The oil companies dismiss the inevitable complaints by pointing out that "that's what money smells like.""

Það er sem sé víðar en á Íslandi þar sem "peningalykt" er þekkt fyrirbæri, en greinina í heild má finna hér.


"Baunað" á gengi íslensku krónunnar

Danir virðast hafa haft mikinn áhuga á gengi íslensku krónunnar og íslensku efnahagslífi undanfarin misseri.  Sá áhugi virðist ekki vera í rénun ef marka má þessa frétt.

Mér finnst það nokkuð merkilegt að sparisjóður skuli bjóða viðskiptavinum sínum upp á þennan möguleika, og reikna ekki með að ég sjálfur legði í áhættu sem þessa með svo lítið eigið fé.  Ég skil heldur ekki þá fullyrðingu að lántakendur eigi einungis á hætt að tapa sínum 6000 DKR og vöxtum af 300.000DKR, nema að sparisjóðurinn tryggi að ekki verði rýrnum á höfuðstól þess.  Gjaldeyrisviðskipti eru í eðli sínu áhættusöm, og rýrnun á hugsanlegu gengi krónunnar gæti numið mun meira en þessu nemur.

Þó er ég trúaður á að gengi íslensku krónunnar eigi eftir að styrkjast á næstu árum, en ekkert er tryggt í þeim efnum frekar en öðrum, þannig að eins og áður sagði hefði ég ekki áhuga á að veðja um slíkt, nema með peningum sem ég hefði efni á að tapa.  Lánsfé er ekki þess eðlis.

En einn af óvissuþáttunum er auðvitað kosningarnar í vor, hvernig ríkisstjórn verður mynduð að þeim loknum.

En það er vissulega áhugavert að heyra að "bauninn" hvetji almenning til að veðja á styrkingu íslensku krónunnar.


mbl.is Danskur sparisjóður lánar viðskiptavinum til að veðja á íslensku krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál og vekur gleði á heimilinu

Geir á Íslandstorgi

Þessi frétt vekur gleði á margan máta.  Ekki einungis að eistlendingar heiðri íslendinga með þessum hætti, heldur einnig að íslendingar skuli hafa stigið þetta hugrakka og mikilvæga skref á sínum tíma. 

Þessi "seinni" sjálfstæðisbarátta eistlendinga, þegar þeir losnuðu undan oki Sovétríkjanna og kommúnismans var hörð, en þó án mikilla átaka.  En íslendingar stóðu með baltnesku þjóðunum þegar mest á reið og verður þess minnst þar til eilífðar.

Hér á þessu íslensk/eistneska heimili í Toronto eru allir glaðir og ánægðir með þennan þakkarvott eistnesku þjóðarinnar til þeirrar íslensku, ekki síst þeir sem muna eftir styttunni af Lenín sem þarna stóð áður.

Birti hér með mynd (tekin af Terje Lepp) af Geir H. Haarde og minnismerkinu sem ég fékk "lánaða" af vef Eesti Paevaleht.   Sé tengingunni fylgt, má lesa þar frétt á eistnesku sem ef til vill kætir fáa, en þar má einnig sjá fleiri myndir frá athöfninni.


mbl.is Afhjúpaði minningarskjöld á Íslandstorginu í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæglát sumarpólítík - þriðji hluti

Enn eru menn að koma fram og lýsa yfir áhuga sínum á þingsætum, eða í það minnsta sæti á framboðslistum.  Fyrir nokkrum vikum bloggaði ég um N-A kjördæmið og sagði erfitt að stilla þar upp lista svo að allir væru sáttir og einnig að flokkarnir myndu huga að akureyringum fyrir lista sína.

Á vef Samfylkingarinnar á Akureyri má sjá tvö nöfn sem komin eru í umræðuna þar á bæ.  Varaþingmaðurinn Lára Stefánsdóttir búin að lýsa því yfir að hún sækist eftir öðru sæti listans, en Benedikt Sigurðarson (fyrrum stjórnarformaður og núverandi stjórnarmaður Kaupfélags Eyfirðinga) gefur ekki upp ákveðna stöðu, þó að hann neiti því ekki að til framboðs sé hann hvattur.

Það má líklega segja að það sé tímanna tákn, að sterkar líkur séu á því að stjórnarmaður í KEA skuli vera á leið í framboð fyrir annan flokk en Framsóknarflokkinn.

Alþingismennirnir Kristján L Möller og Einar Sigurðarson hafa enn sem komið ekki gefið út neinar yfirlýsingar um hvort þeir sækist eftir áframhaldandi setu, en þeir sem ég hef heyrt í töldu þó á því yfirgnæfandi líkur.

Kjördæmisráð flokksins hefur lagt til að haldið verði prófkjör (ekki tilgreint hvernig) þannig að það er ljóst að nokkur barátta er í uppsiglingu.

"Mínir menn" eiga ekki von á því að Lára nái að hrista upp í listanum, en sögðu að Benedikt Sigurðarson gæti farið langt ef hann ákveði að gefa kost á sér, jafnvel tekið 1. sætið, en hann myndi nær örugglega sækjast eftir því ef hann færi fram.  Þeir bættu því svo við að margir biðu spenntir eftir því hvaða stefnu málflutningur Samfylkingarinnar tæki í þessu "stóra álverskjördæmi", þar sem er verið að byggja eitt fyrir austan og menn vonast eftir öðru á Húsavík.

Sjálfstæðismenn eru að sjálfsögðu einnig farnir að huga að sínum lista, en þar heyri ég oftast nefnt nafn Þorvalds Ingvarssonar, en hann var í 6. sæti listans á síðustu kosningum og segjast flestir reikna með því að hann verði ofar í þetta sinn.  Mun hann hafa lýst áhuga sínum á að vera í 1 til 3. sæti listans í viðtali við eitthvert heimablaðið.

Önnur nöfn sem hafa "farið á flot" í umræðunni eru t.d. Davíð Stefánsson, fyrrverandi formaður SUS og Varðar FUS á Akureyri, Illugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, en hann er fæddur á Siglufirði. Menn voru þó almennt á því að mjög ólíklegt væri að Illugi færi fram í "dreifbýlinu".  Nöfn að austan hafa meðal annars verið Hilmar Gunnlaugsson, sem nú er varaþingmaður og Soffía Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Héraði.

Ekki þarf að endurtaka orðróminn um Kristján Júlíusson, bæjarstjóra, hann ætti að vera öllum þekktur.

Arnbjörg Sveinsdóttir sækist örugglega eftir áframhaldandi þingsetu og vill án efa hækka á listanum, í það minnsta í annað sætið.

Annars bíða sjálfstæðismenn víst margir eftir því að vita hvort Halldór Blöndal (Halldór verður 68 ára á fimmtudaginn kemur) ætli fram aftur eður ei, en um það eru menn alls ekki vissir. Menn sögðu að fjör færist ekki í leikinn fyrr en sú ákvörðun liggur fyrir. Ef Halldór ákveður að hætta, myndast tómarúm efst á listanum sem margir munu stefna í og verður það án efa nokkuð harður slagur.

Fundur kjördæmisráðs flokksins var ákveðin fyrir nokkuð löngu síðan og er 14. og 15. október.

Ekki eiga "mínir menn" von á breytingum hjá VG, þar verði Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman og Hlynur "bindislausi" Hallsson í efstu sætunum, en þó hefur nafn Valgerðar Bjarnadóttur verið nefnt í mín eyru, en hún hafnaði sæti í lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri síðastliðið vor, eftir að hafa lent í 2. sæti í prófkjöri. 

Ég hef ekki heyrt mikið um framboðsmál Framsóknarflokksins í kjördæminu, en þó hafa flogið fyrir nöfn eins og Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri.  Jakob reyndi fyrir sér í prófkjöri 1999 með litlum árangri og endaði í 4. sæti, þykir það heldur vinna á móti honum.  Sigfús Karlsson sem skipaði að mig minnir 9. sætið á framboðslistanum, er sagður stefna hærra í vor, og svo hafa einir 2. aðilar nefnt að gamli Tímablaðamaðurinn og "Framsóknarflokkssérfræðingurinn" Birgir Guðmundsson, gæti verið áhugaverður frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn.  Valgerður og Birkir Jón virðast nokkuð traust í sessi en spurningarmerkið er sem fyrr sett á hvort að Dagný hyggist halda áfram.

Svona að lokum er auðvitað rétt að setja hér "disclaimer".  Lesendur bið ég að hafa í huga að hér er ég oft að hafa eftir "sögusagnir" og ber ekki að líta á þetta sem staðfestar fregnir.  En auðvitað eiga svona vangaveltur rétt á sér, og geta verið til yndisauka.


Ef þig langar til að lifa undir sharia lögum, flyttu þá til Saudi!!

Mig langar til að vekja athygli á góðri grein sem ég var að lesa á TheTimesOnline .  Greinin er skrifuð af Shahid Malik, þingmanni fyrir breska Verkamannaflokkinn. Umræðuefnið er staða múslima í Bretlandi og þá sérstaklega núna stuttu eftir viðamiklar handtökur á meintum hryðjuverkamönnum.  Shahid Malik er múslimi og sendir í greininni trúbræðrum sínum nokkuð harkalega tóninn.

Hér eru nokkur dæmi úr greininni:

"Last Tuesday, after a 90-minute meeting with John Prescott, the deputy prime minister, to discuss the challenges of extremism and foreign policy, I emerged and was immediately asked by the media whether I agreed that what British Muslims needed were Islamic holidays and sharia (Islamic law). I thought I had walked into some parallel universe.

Sadly this was not a joke. These issues had apparently formed part of the discussion the day before between Prescott, Ruth Kelly, the communities minister, and a selection of “Muslim leaders”. I realised then that it wasn’t me and the media who were living in a parallel universe — although certain “Muslim leaders” might well be."

"Maybe they thought that the entire plot and threat were the “mother of all smokescreens”, a bid to divert our attention from the killing fields of Lebanon. Or maybe it was another symptom of that epidemic that is afflicting far too many Muslims: denial. Out of touch with reality, frightened to propose any real solutions for fear of “selling out”, but always keen to exact a concession — a sad but too often true caricature of some so-called Muslim leaders.

Other members of the Muslim community I am sure would have cringed as I did when listening to Dr Syed Aziz Pasha, secretary-general of the Union of Muslim Organisations of the UK and Ireland, who explained his demand for sharia and more holidays: “If you give us religious rights we will be in a better position to convince young people that they are being treated equally along with other citizens.” He has done much good work over the years but this is clearly not one of his better moments."

"As I have repeatedly said, in this world of indiscriminate terrorist bombings, where Muslims are just as likely to be the victims of terrorism as other British and US citizens, we Muslims have an equal stake in fighting extremism. Hundreds of Muslims died on 9/11 and 7/7. But more importantly, given that these acts are carried out in the name of our religion — Islam — we have a greater responsibility not merely to condemn but to confront the extremists. In addition to being the targets of terrorism, Muslims will inevitably be the targets of any backlash."

"So too, unfortunately, did the comments of some of the “Muslim leaders” who demanded sharia for British Muslims rather than the existing legal system. The call for special public holidays for Muslims was unnecessary, impracticable and divisive. Most employers already allow their staff to take such days out of their annual leave. And what about special holidays for Sikhs, Hindus, Jews? If we amended our laws to accommodate all such requests, then all the king’s horses and all the king’s men wouldn’t be able to put our workplaces and communities back together again."

"In Britain there are no laws that force Muslims to do something against sharia and Muslims enjoy the freedom to worship and follow their religion, as do all other faiths. Compare Muslim countries such as Saudi Arabia, a sharia regime where women are forbidden to drive; or Turkey, a secular country where women are forbidden to wear the hijab; or Tunisia, where civil servants are forbidden to wear a beard.

I believe that as a Muslim there is no better place to live than Britain. That doesn’t mean that all in the garden is rosy; often Islamophobia is palpable. But my message is: whether you are white, Asian, black, Muslim, Christian or Jew, if you don’t like where you’re living you have two choices: either you live elsewhere, or you engage in the political process, attempt to create change and ultimately respect the will of the majority.

When Lord Ahmed, the Muslim Labour peer, heard my comments — I said essentially that if Muslims wanted sharia they should go and live somewhere where they have it — he accused me of doing the BNP’s work. He is entitled to his opinion. However, a little honesty, like mine, in this whole debate might just restore trust in politicians and ease the population’s anxieties."

Since I made my remarks my office has been overwhelmed with support. I also know that some Muslims feel uncomfortable, not necessarily because they disagree but because they feel targeted. But what I want to say to my fellow British Muslims is that in this country we enjoy freedoms, rights and privileges of which Muslims elsewhere can only dream. We should appreciate that fact and have the confidence to fulfil the obligations and responsibilities as part of our contract with our country and as dictated by sharia law."

Allar feitletranir eru höfundar þessa blogs.

Það gerir þessa grein örlítið merkilegri en ella að það er múslimi sem skrifar.  Ekki er ótrúlegt að ef einhver annarar trúar hefði skrifað slíka grein, hefði "rasistastimpillinn" fljótt komið á loft hjá mörgum. 

En það er þarft að hugleiða hvað breskir (og aðrir) múslimar vilja.  Hvers óska þeir af þeim þjóðfélögum sem þeir búa í?  Hvernig á það að geta gengið að sumir þegnar ríkis búi við önnur lög? 

Einn af mínum uppáhaldsdálkahöfundum Margaret Wente skrifaði dálk fyrir nokkrum dögum sem snertir þetta sama málefni.  Þar sagði hún meðal annars: 

"And now the battle over passenger profiling rages anew.

After last week, the French, Dutch and German authorities all want much more of it. So do the British public — 55 per cent, according to a recent survey. “I'm a white, 62-year-old, 6-foot-4-inch suit-wearing ex-cop,” wrote Lord Stevens, London's influential former police chief. “I fly often, but do I really fit the profile of a suicide bomber? Does the young mum with three tots? The gay couple, the rugby team, the middle-aged businessman? No. But they are all getting exactly the same amount [of security checks] and devouring huge resources for no logical reason whatsoever.”

Predictably, his comments created a firestorm. The Muslim Council of Britain warned that any profiling — even behaviour profiling — would inevitably lead to discrimination and would alienate Britain's Muslims even more. One of Britain's most senior Muslim police officers warned that profiling would create a whole new offence of “travelling whilst Asian.”

In North America, profiling is anathema (although it's quietly practised in major airports, where security personnel are on the lookout for twitchy-looking travellers)."

"In Britain, cynicism about the new measures abounds, because in spite of last year's subway bombings, a lot of people think there was no airline plot. Many Muslims believe it was cooked up by the authorities to justify the war on Islam. (Friends and neighbours of the alleged plotters invariably describe them as quiet young men who couldn't possibly be guilty of such a thing.)

Cynicism is also prevalent in the salons of the left, who think the Bush-Blair axis of evil wants to deliberately distract us from its foreign-policy fiascos. Even some Canadians think the plot is a mirage. “Could it be that this whole thing was an orchestrated overreaction to steer public attention away from the difficulties facing the Bush-Tony Blair fight on terror?” wrote our own Sheila Copps last week.

The plot (or police conspiracy, or bungled roundup of the innocents) has lent urgency to the now familiar question: What do Muslims want? According to the sort of people who write in The Independent, they want better jobs and houses (although the jobs and houses of this group seem pretty good), an end to

Britain's evil foreign policy, and a culture with a higher moral tone in which Britons stop behaving like promiscuous drunken yobbos.

Unfortunately, a significant number of Muslims also believe that violence is acceptable if they don't get what they want. In one recent opinion poll, almost a quarter of British Muslims said the 7/7 bombings could be justified because of the government's support for the war on terror. Among those under 24, the figure was almost twice as high. A couple of weeks ago, all the leading Muslim groups published an open letter in the papers charging that the government's foreign policies were providing “ammunition to extremists.” This statement is clearly true. But it's not clear what foreign policies they want. Retreat from Afghanistan? Support for Hezbollah? Support for the extinction of Israel? Different takes on reality are a bit of a problem too.

Around half of British Muslims believe Sept. 11 was the result of an American-Israeli conspiracy. And a third say they would rather live under sharia law in the U.K. than British law. Among them is Syed Aziz Pasha, secretary-general of the Union of Muslim Organizations of the U.K. and Ireland. “If you give us religious rights, we will be in a better position to convince [Muslim] young people that they are being treated equally along with other citizens,” he said this week.

Mr. Pasha is described as a moderate. But there are also a few British Muslims — around 10 per cent — who won't be happy until everyone lives under sharia law. It's tough to imagine what kind of outreach will work for them."

Aftur eru allar feitleitranir gerðar af höfundi þessa blogs.

Greinina í heild má finna hér.


Vandræðagangur

Það virðist ekki ganga vel hjá SÞ að manna friðargæslusveitir í Líbanon.  Þetta er farið að taka á sig mynd vandræðagangs, eins og svo margt annað sem SÞ tekur sér fyrir hendur.

Það er auðvitað full langt gengið þegar annar deiluaðilinn er farinn að biðja ákveðin ríki um að taka friðargæsluna að sér.  En það getur heldur ekki gengið að ríki s.s. Indónesia, Malaysia og Bangladesh taki að sér friðargæsluna, líkt og þau hafa boðist til.  Þetta eru allt múslimaríki sem hafa ekki viðurkennt Ísrael.

Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau muni styðja friðargæsluna, en engir bandarískir hermenn verði þar.  Það er rétt ákvörðun, enda Bandaríkin yfirlýstir stuðningsmenn Ísrael og líklegt að þeirra hermenn yrðu ekki velséðir í Líbanon.

En það sem hlýtur að valda vonbrigðum er tregða evrópuríkja til að "taka upp slakann". Frakkar senda aðeins 200 hermenn og önnur ríki eru tvístígandi.  Hvar er nú allt talið um að Evrópa þurfi að "taka sér stöðu í heiminum?", hvar er evrópska sveitin sem átti að vera reiðubúin til að takast á við vandamál með stuttum fyrirvara?  Er það minningarnar frá fyrrum Júgóslavíu sem Evrópu ríkin eru að takast á við?  Eru hræða minningarnar frá Líbanon og hvernig franskir og bandarískir hermenn voru leiknir þar?

Bendi hér á tvær ágætis greinar, aðra úr Globe and Mail og hina úr NYT.


mbl.is Ísraelar segja að Ítalir verði að leika lykilhlutverk í friðargæsluliði SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er pláss fyrir Jón?

Rakst á þessa frétt á ruv.is.  Þessar vangaveltur eru athygliverðar.  Hvar fer nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins fram í vor?  Eins og kemur fram í fréttinni eru ráðherrar Framsóknarflokksins í fyrsta sæti í öllum kjördæmum nema Reykjavík norður.  En það sæti getur varla talist öruggt sæti fyrir flokkinn eins og staðan er í dag.

En það er heldur ekki hægt með góðu móti fyrir formanninn að fara fram í öðru kjördæmi.  Það hlýtur því að teljast líklegt að formaðurinn verði að leggja allt undir og fara fram í Reykjavík norður.

Það gæti því orðið eitt af því meira spennandi á kosninganóttina, að sjá hvort formaðurinn kemst á þing eður ei. 

En Framsóknarmenn munu án efa leggja allt undir til að tryggja Jóni þingsæti, og hafa sýnt áður, að þegar mest á reynir koma þeir fram með góða kosningaherferð og tryggja sínum manni sæti, oft að því er virðist á móti líkunum.

Það má því líklega ganga út frá því sem vísu að mikið (fé) verði lagt undir í kosningabaráttu Framsóknarflokksins í vor.


Þörf á frekari þíðu

Það væri óskandi að um frekari þíðu yrði að ræða á milli Kóreuríkjanna.  Það veit þó líklega á gott að N-Kórea skuli hafa leitað eftir aðstoð suður yfir landamærin.  Suður Kórea hefur slíka efnahagslega yfirburði yfir nágranna sína að fjárhagslega munar þá ekki mikið um þessa aðstoð, en pólítískt getur hún breytt og breytir vonandi miklu á Kóreuskaganum. 

Ég velti því fyrir mér hversu lengi N-Kórea, þessi útvörður kommúnismans, geti þraukað.  Landið er eins og stórar fangabúðir, talið er allt að 2. milljónir manna hafi látist þar undanfarin áratug eða svo vegna hungurs.

Landið hefur fyrst og fremst verið í fréttum undanfarin ár vegna hungursneyða, óáran og náttúruhamfara og svo vegna kjarnorkuuppbygginar og eldflaugatilrauna.

Í N-Kóreu búa u.þ.b 23. milljónir manna sem eiga betri skilið en þetta ok.


mbl.is Suður-Kórea aðstoðar nágranna sína í norðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband