Ótrúlegt

Mér finnst það hreint ótrúlegt að umræða sem þessa sé að finna í bréfi eins þjóðarleiðtoga til annars.  En það er samt staðreynd.

Það er ábyggilega margt sem athuga betur um Helförina, eitthvað kann að vera ýkt, annað á skilið betri og meiri umfjöllun, og þar fram eftir götunum, en að efast um að hún hafi átt sér stað, sé uppspuni einn, er eitthvað sem ég illa fæ skilið.  En það er svo sem ekkert nýtt að ég botni ekki alveg í þeim samsæriskenningum sem settar eru fram.

Ég er þó þeirrar skoðunar að Ahmadinejad sé frjáls að þessari skoðun sinni (ég vona að Austurríki, eða aðrir fari ekki að dæma hann fjarstaddan fyrir þessar skoðanir sínar), en ef til vill er eðlilegra að líta á þær sem hluta af áróðurstríði, frekar en nokkuð annað.  Það hefur líka gefist vel þeim sem halda þjóð sínum í heljargreipum að benda stöðugt á einhverja sem teljast eiga óvinir hennar.  Ekki í fyrsta sinn sem gyðingar eru í því hlutverki.

Séu þessar skoðanir skoðaðir í samhengi við önnur ummæli bæði hans og samtarfsmanna hans, t.d. Nasrallah, sem ég bloggaði um hér í gær, kemur út önnur og dekkri mynd.


mbl.is Ahmadinejad: Helförin uppspuni sem ætlað var að setja Þjóðverja úr jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband