Tveir meginkostir í stöðunni

Allar vísbendingar þessa dagana benda til þess að áframhaldandi vinstristjórn verði eftir kosningar.

Aðalspurningin er hvort að hún verði með þátttöku Framsóknarflokksins eður ei.

Persónulega hef ég ekki trú á því að Vinstri græn og Samfylkingin nái hreinum meirilhluta á þingi, en vissulega er ekki hægt að útiloka að slíkt geti gerst.  Það er flest hægt í pólítík.  Ég hef ekki trú á því að Vinstri græn haldi því fylgi sem flokkurinn hefur nú í skoðanakönnunum, en finnst líklegt að Samfylkingin verði í kringum 30%.

Það verður líka að hafa í huga að enn er ekki búið að ákveða einn einast framboðslista, ekki er einu einasta prófkjöri lokið.

Það er auðvelt að sjá fyrir sér niðurstöðu svipaða og 1978, þegar vinstriflokkarnir unnu stórsigur (önnur heiti, sömu flokkar innan litrófs fjórflokksins) og Framsóknarflokkurinn var í oddaaðstöðu og nýtti hana til hins ýtrasta.

Ég hef ekki trú á því að nýjir flokkar nái inn þingmönnum í þessum kosningum og tel reyndar líklegra að Frjálslyndi flokkurinn falli af þingi heldur en hitt.  Það breytir því ekki að þeir geta haft veruleg áhrif í kosningunum og þeirri baráttu sem þeim fylgir. 

Bæði geta þeir haft veruleg áhrif á umræðuna og ekki síður geta atkvæði greidd þeim ráðið úrslitum um hvert þingsætin falla, þegar mjótt er á mununum.

En í pólítískum tíma talið er enn langt til kosninga og allt getur gerst.  Flokkar hafa glutrað niður góðri stöðu á styttri tíma en nú er til stefnu.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú jú...gáfuleg greining hjá thér.  Thad er ekki haegt ad vera ósammála neinu í thessum pistli.

Gormur Fraendi (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband