Úrslit letruð í stein?

Ég held nú reyndar að fæstir hafi átt von á því að stórar fréttir kæmu úr forvali Vinstri grænna í Norð-Austrinu. 

En úrslitin fá meiri athygli en ella, þar sem þetta eru fyrstu úrslitin og kann einhverjum að þykja að tónninn sé settur.

En breytingin er engin hvað varðar efstu sætin.  Ekki hvarflar að mér að fara að setja út á það, enda liggur beinast við að álykta að félagsfólk í Vinstri grænum séu ánægð með sína menn og þyki ekki ástæða til að breyta.  Það er enda flokkurinn sem ber fram listann og engin ástæða til þess að skipta um, ef þeim er kjósa lýst svo á að umskiptin séu ekki til hins betra.  Breytingar breytinganna vegna getur ekki verið það sem stefna ber að.

En áhrif sem þetta getur haft á önnur prófkjör eða forvöl, getur verið í báðar áttir.  Þetta kann að leggja línur um litlar breytingar (sem ég held reyndar að verði tilfellið hvað varðar Vinstri græn), en einnig að hvetja til þess að breytingar verði annars staðar, þar sem kjósendur óttist að nýjir frambjóðendur komist hvergi að.


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband