Treystir ríkisstjórnin ekki stjórnlagaþingi?

Þegar ég las þessa frétt á vef RUV (fréttin er hér að neðan) varð ég hálf hissa.  Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og þingflokkur Framsóknarflokksins vijal spyrða saman stjórnarskrárbreytingar og tillögu um stjórnlagaþing?  Hvernig fer það saman?

Er ekki rökrétt að breytingar á stjórnarskrá séu teknar af dagskrá nú og einfaldlega bíði stjórnlagaþings sem breyti stjórnarskránni eða semji nýja, eftir því hvernig litið er á málið?

Hvað gengur ríkisstjórninni til?  Er hún vísvitandi að reyna að flækja málin og gera þau torveldari á Alþingi?  Hvað gengur þingflokki Framsóknarflokksins til, hvers vegna samþykkir hann svona vitleysu?  Er hann hræddur um að verða gerður að blóraböggli?

Sá eini af Framsókn sem stendur í fæturna er Sigmundur formaður.

Hvers vegna er þörf á stjórnarkrárbreytingu ef stjórnlagaþing tekur til starfa innan tíðar?  Það hlýtur að vera spurningin sem fjölmiðlamenn spyrja ríkisstjórnina á næstu dögum.

Sömuleiðis hljóta þeir að spyrja hvort að stjórnarskrárbreytingar séu eitt af þeim málum sem brenna mest á þjóðinni nú?  Sérstaklega ef boðað verður til stjórnlagaþings.

P.S.  Hvar eru nú hinar mikilvægu tillögur ríkisstjórnarinnar sem eingöngu biðu þess að frumvarp um Seðlabankann yrði að lögum?

 

Þingflokkar stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins hafa samþykkt að leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá.

Samkvæmt frumvarpinu verður bætt við ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnlagaþing sem endurskoði stjórnarskrána. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt frumvarpið og þingmenn Frjálslynda flokksins eru jákvæðir. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur einnig samþykkt frumvarpið en formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill skilja að frumvarp um stjórnlagaþing og aðrar breytingar.

 

Koma verði í ljós hvernig brugðist verði við ef stjórnarflokkarnir halda fast í kröfu sína um að spyrða breytingunum saman í eitt mál.

 

Þó breytingarnar sem lagðar eru til séu flestar til bóta er jafnframt vafasamt að verja dýrmætum tíma þingsins til breytinga á stjórnarskrá bætir hann við. Frekar eigi að bregðast fjárhagsvanda heimilanna.

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið frumvarpið inn á sitt borð en gagnrýnir að ekkert samráð hafi verið haft um tillögurnar. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir að flokkurinn muni styðja öll góð mál sem taka á fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja en telur gagnrýni vert að nota eigi þann skamma tíma sem eftir lifir þings til að breyta stjórnarskránni án mikils undirbúnings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf augljóslega að breyta stjórnarskrá ef kjósa á til stjórnlagaþings, því að samkvæmt núverandi stjórnarskrá getur Alþingi eitt breytt henni. Þannig að ef stjórnarskrá verður ekki breytt er tilgangslaust að kjósa stjórnlagaþing.

GH (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er vissulega rétt, en aðrar breytingar ætti varla að þurfa að gera. 

Er ekki rökrétt að aðrar breytingar bíði stjórnlagaþings?

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband