29.11.2006 | 14:53
Til hamingju
Mér líst vel á Sigrúnu sem bæjarstjóra Akureyringa og óska bæði henni og þeim til hamingju.
Sigrún er ábyggilega vel að starfinu komin og á eftir að vinna vel fyrir Akureyringa, rétt eins og hún hefur gert hingað til.
En það vekur vissulega athygli mína að Kristján taki við embætti forseta bæjarstjórnar, þá líklega á sama tíma.
Þýðir það að hann ætli ekki að segja sig frá bæjarstjórnarstörfum á Akureyri, þegar hann hefur þingmennsku næsta vor?
Ég ætla að vona að svo verði, enda hef ég marglýst þeirri skoðun minni að sama fólkið eigi ekki að sitja í sveitarstjórnum og á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn (og vonandi aðrir flokkar einnig) hefur nóg mannval, þannig að til þess á ekki að þurfa að koma.
En ég skil ekki alveg tilganginn með því að sitja sem forseti, ef meiningin er að segja af sér í vor, væri ekki betra að ný manneskja tæki við, á meðan hún nyti þess að hafa Kristján ennþá í bæjarstjórninni og nyti reynslu hans?
Það verður fróðlegt að fylgjast hver verðu niðurstaðan í þessu máli.
Sigrún Björk verður bæjarstjóri á Akureyri í byrjun næsta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.