Að vaða í Villa og svima

Hið fornkveðna, að menn uppskeri eins og þeir sái kemur vel í ljós í þessarri frétt.  Það er einfaldlega ekki margir hlutir sem borgarstjórnarflokur Sjálfstæðisflokkisins hefur gert rétt undanfarin misseri.  Það hefur engum fræjum verið sáð, það er ekki von á neinni uppskeru. 

Þvert á móti, þá hefur"útsæðið" verið etið, og ekkert verið hugsað til framtíðar.

Allt hefur miðast við lægsta samnefnarann, rétt eins og ekkert hafi verið lært af þeim meirihluta sem sat fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Enginn vill taka af skarið, enginn vill segja að leiðtoginn eigi að víkja.  Enginn þorir að gera annað en að væflast áfram. 

Stuðningsmenn leiðtogans lýsa yfir stuðningi við mann aftarlega á listanum, en þeir sem sitja framar þegja þunnu hljóði.

Á meðan "blæðir" flokknum hægt og rólega út.

Enginn þorir að stíga fram og krefjast leiðtogastöðunnar sem er búin að vera auð svo mánuðum skiptir.

Það þýðir að enginn er hennar verðug(ur).

Það er líklega ekki seinna vænna fyrir Sjálfstæðismenn í Reykjavík að fara að leita að leiðtoga fyrir næstu kosningar.

Núverandi fulltrúar segja pass.

Spil vinnast ekki á pass.

Ég hef sagt það áður að eina von Sjálfstæðismanna til að vinna á í borginni, við óbreyttar aðstæður, er hve andstæðingarnir eru slakir.

En það dugar ekki lengur.


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Menn uppskera eins og þeir sá ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Þóra

Þetta kallast hægt andlát...

Þóra, 1.6.2008 kl. 18:54

3 identicon

Reyndar held ég að Vilhjálmur Þ. hafi nákvæmlega engan áhuga á að taka við embætti borgarstjóra. Hann er búinn að ná því takmarki. Niðurstöður þessa leiðtogakannana koma manni ekki á óvart enda hefur Vilhjálmur sagt að þetta sé hans síðasta kjörtímabil, í ljósi þess er ólógíst að hann taki við.
Held reyndar að Vilhjálmur standi frammi fyrir talsverðu vandamáli hver eigi að taka við af honum, margir vilja stólinn og er sundurlyndið meðal þeirra innan borgarstjórnarflokksins orðið víðfrægt. Þetta vita borgarfulltrúarnir líka og þess vegna vill enginn pusha ákvörðuninni. Staðreyndin sem margir vita er sú að Vilhjálmur er límið innan borgarstjórnarflokksins og þessa meirihluta yfirhöfuð. Ef hann hverfur á braut gæti brotist úr valdabarátta sem ekki yrði séð fyrir endan á, hvað þá bara varðandi meirihlutann yfirhöfuð.
Hann er ekki í öfundsverði stöðu, trúi því að hann myndi helst vilja skila þessum meirihluta í stað þess að gera einhvern af þeim samflokksmönnum hans sem fóru bakvið hann á sínum tíma að borgarstjóra.
Þó má ætla að hann geti á mun auðveldari hátt í dag stutt Hönnu Birnu til starfans í ljósi þess stuðnings sem hún er að fá útávið, aðrir borgarfulltrúar D eru ekki í stöðu til að krefjast þess. Held að hann geri það.

Sigurður G. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband