Í kýrhausnum

Það hefur þó nokkuð verið rætt og ritað um uppsögn forstjóra OR (sem var í leyfi) og má skilja á ýmsum "vinstri spekingunum" að það sé hræðilegt til þess að hugsa hvað þessi uppsögn kosti borgarbúa mikið fé.  Mörgum þykir rúmlega 30 milljónum króna illa varið með þessu móti.

Auðvitað má segja að það sé rétt, en fáir virðast þó velta því fyrir sér hvernig stendur á því að yfirmaður fyrirtækis í eigu Reykjavíkurborgar er með þessi laun og hvernig stendur á því að hann er með þetta langan uppsagnarfrest.

Við höfum ekki séð neina hjartnæma útreikninga um hve 2.6 milljón króna mánaðarlaunin jafngildi mörgum mánaðarlaunum verkakvenna eða ríflega 30 milljón króna "starfslokasamningurinn" mörgum árslaunum þeirra kvenna.  Það er ekki einu sinni að þessi laun séu borin saman við laun sviðsstjóra hjá borginni.

Ekki hefur heldur heyrst af því að mikil óánægja sé hjá yfirmönnum annarra fyrirtækja borgarinnar.

Enginn hefur heldur minnst á það hver og hvaða meirihluti í borgarstjórrn og þar af leiðandi stjórn Orkuveitunnar gerði slíkan samning við yfirmanninn.  Ef til vill eru svona samningar algengir í borgarfyrirtækjum, ætli einhver vilji athuga það?

Ef til vill er þetta það sem koma skal í pólítískum ráðningum vina og samherja, einfaldlega að hafa kjörin það góð, að það sé of "dýrt" að losa sig slíka starfsmenn, sama hvað gengur á.

Já, það er margt skrýtið

Annað sem vakti athygli mína í fréttum var umfjöllun um dráp á ísbirni norður í landi.  Það er engu líkara en meiri harmdauði hafi ekki orðið á Íslandi síðan Lúkas var talinn hafa yfirgefið jarðlífið.

Allir virðast hafa miklu meiri kunnáttu og þekkingu á því hvernig höndla beri ísbirni en þeir sem stjórnuðu aðgerðum á staðnum. 

Meira að segja umhverfisráðherra er talin eiga sök á því hvernig fór.

Auðvitað verða ákvarðanir sem þessar alltaf að takast af þeim sem meta aðstæður á staðnum.  Ákvarðanir sem þessar eiga ekki að vera teknar við skrifborð ráðherra í höfuðborginni. 

Vilja menn reyna að ímynda sér hvernig fréttir og blog væru ef bangsi hefði náð að glefsa eða slæma krumlunni í safaríkan Skagfirðing?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband