Ófaglegt fagráð

Ég ætla ekkert að vera að tjá mig um meint kynferðisbrot ínnan kirkjustarfs, það læt ég öðrum eftir.  Ég get hins vegar ekki orða bundist um hve ófaglega og óeðlilega er staðið að skipan ráðsins.

Það er vissulega umdeilanlegt hve lengi málið virðist hafa stöðvast hjá ráðinu, en það sem mér þykir sérstaklega ámælisvert er að ráðinu hefur tekist að gera Barnahús óstarfhæfa hvað margrætt mál varðar.

Það að forstöðumaður Barnahúss sitji í nefnd á vegum ríkiskirkjunar, sem á m.a. að fjalla um hugsanaleg kynferðisbrot starfsmanna hennar gegn börnum er skandall.

Persónulega verð ég að segja að mér þykir það orka verulega tvímælis að lögfræðingur hjá ríkissaksóknara siti í nefndinni.

Ef til vill er þörf á því að setja skýrar reglur um hvaða störf opinberir starfsmenn megi taka að sér utan starfs síns.

Það er alvarlegt mál ef starfsmennirnir gera stofnanir þær sem þeir  starfa við vanhæfa til að takast á við þau mál sem þeim er ætla að sjá um.

Sjá frétt RUV um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fram hefur komið að fréttastofa sjónvarps hafði ekki fyrir að kanna réttmæti upplýsinga þeirra sem fram komu en svo að þetta eru rangar upplýsingar. Fagráðið fór að öllu rétt og hefur ekki rætt við stúlkurnar, heldur sendi málið beinust leið til barnaverndaryfirvalda eins og rétt er. Rétt þikir mér að benda á þetta til að það komi fram, því ég hef kannað málið sjálf.

Elín L Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 10:38

2 identicon

Kirkjunni er mikið í mun að kynferðislegt áreiti verði ekki liðið í starfi á hennar vegum. Hvað er að því að hafa fagráð sem þolendur geta leitað til og fengið stuðning hjá. Nógu erfitt er nú fyrir fólk að leita réttar síns vegna slíkra brota innan ýmissa stofnana samfélagsins, og vitað mál að það er ekki alltaf gert, svo þolendum og aðstandendum þeirra veitir ekki af allri þeirri aðstoð sem býðst. Og fremur ætti kirkjan  hrós skilið fyrir að leita til fagaðila sem ekki tengjast henni beint, frekar en hneykslun, eins og að ætla fagaðilum að vinna gegn hagsmunum þolenda. Mættu ekki fleiri stofnanir taka sér þetta til fyrirmyndar? Guðni Ólafsson

Guðni Ólafsson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mér liggur í léttu rúmi hvernig ríkiskirkjan hagar starfsemi sinni.  Slíkt kemur mér ekki við.

En það sem mér finnst verulega ámælisvert er að með skipan nefndarinnar eru Barnahús gert óstarfhæft og undarleg tenging við skrifstofu ríkissaksóknara sömuleiðis.

Í þessu sambandi er verulega ámælisvert af starfsmönnum viðkomandi stofnana að taka að sér slík störf, það er mitt persónulega mat.  Þar er í sjálfu sér ekki við kirkjuna að sakast, heldur hitt að fólkið á að minu mati að hafna setu í slíkri nefnd.

Það er sjálfsagt að kirkjan starfræki hvaða nefndir sem henni dettur í hug. 

G. Tómas Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Því miður áttar fólks sig ekki alltaf á því hvað er við hæfi og hvað ekki.  Fólk sem vinnur innan stjórnsýslunnar verður að átta sig á áhrifum hæfis-/vanhæfisreglu stjórnsýslulaga á þau störf sem það tekur á sig í sínum frítíma.

Marinó G. Njálsson, 10.5.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband