23.3.2008 | 19:27
Gengur þetta upp. Örlitlir kvótaþankar.
Það er stundum merkilegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi, sérstaklega svona úr fjarlægð eins og ég geri núna.
Umræða um úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, hvað varðar Íslenska kvótakerfið hefur verið fyrirferðarmikil undanfarnar vikur. Sú niðurstaða nefndarinnar að núverandi fyrirkomulag á Íslandi stangist á við mannréttindi og þurfi að afnema. Hefur mér skilist að nefndin (sem réttilega hefur verið bent á að hefur ef til vill ekki mikla þekkingu á sjávarútvegi og verndun fiskistofna) hafi komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun veiðiheimilda byggð á veiðireynslu og sem loki þar með aðra frá veiðum, brjóti í bága við mannréttindi.
Margir hafa farið mikinn í umræðunni og talið einsýnt að Íslendingar séu skuldbundnir til að hlýta niðurstöðum nefndarinnar.
Síðan hefur annar hópur, ekki síður hávær (ég fæ það jafnvel á tilfinninguna að sumir einstaklingar séu í báðum hópunum) talað um nauðsyn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Í þeirri umræðu er fullyrt að vissulega muni "Brussel" úthluta veiðiheimildum við Íslandsstrendur, en það muni alfarið verða byggt á veiðireynslu og því þurfi Íslendingar ekkert að óttast, þar fái engir að veiða nema þeir.
En hvað skyldi Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segja um það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.