Köflótt

Þetta var ekki alslæmt, en ekki nógu gott.  Sigur Raikkonen var ljúfur, en brottfall Massa voru gríðarleg vonbrigði.  Skrýtið hvernig hann spann út af, en líklega var þó örsökin sú að hann saknaði gripstýringarinnar.

En auðvitað þurfum við að fá báða bílana í mark fyrir titil bílsmiða, enda ekki vanir því að vera í 3. sæti þar.

En það var flott og nokkuð merkilegt að sjá tvo Finna á pallinum, það vantaði bara Rosberg til að þetta væri fullkomið, en Kubica var þó virkilega vel að öðru sætinu kominn.

Það var líka ánægjulegt að sjá hve Toyota átti góðan dag og vonandi ná þeir að halda dampi, og BMW festir sig í fremstu röð og virtust hafa í fullu tré við McLaren, þó að þeim vantaði nokkuð upp á að ná Ferrari.

En keppnin er galopin og skemmtileg og nú er bara að sjá hvað gerist í Bahrain eftir 2. vikur, en það er ljóst að við Ferrari menn þurfum að skora á báðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband