Já, dýr er Laugavegurinn allur

Fann þessa athyglisverðu frétt á vef RUV. Fréttin er í heild sinni hér að neðan.

En hér er verið að fjalla um kaup Reykjavíkurborgar á húskofunum að Laugavegi 4 og 6.  Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur orðið og býsnast yfir virðingarleysi gagnvart almannafé og vandaðri stjórnsýslu.

Ég er sammála Óskari, spýtnabrakið á lóðunum sem tilheyra Laugvegi 4 og 6 hefði átt að hverfa, en það er annað sem vekur ekki síður athygli mína.

Á árunum 1999 til 2002 var unnin "samantekt um uppbyggingu og verndun Laugavegar" sem kostaði 142 milljónir, já yfir 140 milljónir.  Hver skyldi hafa unnið þá samantekt sem kostaði u.þ.b. 35 milljónir á ári, í 4.ár.  Hvaða flokkar voru í meirihluta þá?

Niðurstaðan?  Jú, að ekki væri þörf á því að vernda Laugaveg 4 og 6.

Hvaða flokkar voru svo í meirihluta þegar borgarstjóri stöðvaði niðurrif margnefndra húsa?  Hann virðist ekki hafa gefið mikið fyrir samantektina sem kostaði 142 milljónir.

Síðan lét einhver stjórnmálamaður þau orð falla að enginn borgarfulltrúi væri merkilegri heldur en húsin sem standa að Laugavegi 4 og 6.

En þau eru ekki ásjáleg og því freistandi að álykta að það séu borgarfulltrúarnir ekki heldur.

Er einhver hissa á því að aðeins 9% landsmanna kjósi að lýsa því yfir að þeir líti svo á að borgarstjórn Reykjavíkur sé traustsins verð?

"Ekki þörf á að vernda Laugaveg 4-6

Ekki var þörf á að vernda Laugaveg 4 og 6 samkvæmt samantekt frá 2002, sem kostaði á annað hundrað milljónir króna. Borgarfulltrúi segir vandaðri stjórnsýslu hafa verið gefið langt nef með kaupum á húsunum.

Í bókun sem Óskar Bergsson lagði fram í borgarráði í dag segir að með kaupunum á Laugavegi 4 og 6 hafi virðingu fyrir almannafé og vandaðri stjórnsýslu verið gefið langt nef. Bent er á samantekt um uppbyggingu og verndun Laugavegar sem unnan var frá 1999 til 2002, og kostaði 142 milljónir króna. Mikil sátt hafi verið um niðurstöðu hennar, meðal annars að ekki bæri að vernda Laugaveg 4 og 6 sérstaklega."

Af vef ríkisútvarpsins.  Feitletrun er blogghöfundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þvílíkt austur á almanna fé. Mér er ofboðið með þetta eins og mér er ofboðið með framboð okkar til öryggisráðs.

Halla Rut , 3.3.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.

Spamsi:  Ég er nokkuð sammála því að yfirleitt hafa hægri menn verið fastheldnari á almannafé (alls ekki nógu fastheldnir samt) og því held ég að þessi vitleysa fari því ver í stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og útskýri að hluta til hve fálega margir þeirra taka nýjum meirihluta.

Hlynur:  Ég er sammála því að Íslendingar hafa margt nytsamara með peningana að gera en að bjóða sig fram til Öryggisráðsins.  En að kenna það alfarið við hægri menn er ekki allskostar rétt.  Það eru enda Halldór Ásgrímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem hafa þeyst margsinnis í kringum jörðina til þess að afla þessu fylgis.  Líklega á þetta mikinn stuðning í öllum flokkum, því er miður.

Já, það hefur miklu fé verið sóað til að "rannsaka", "kortleggja", "meta" og "vega" Laugaveginn, Kvosina og miðbæinn.  Ég hygg að flestir myndu álykta þegar þeir ganga um svæðið að það hafi ekki borið mikinn árangur og fénu í raun á glæ kastað.

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband