Af hverju hættum við ekki að tala um evru?

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig stendur á því að Íslendingar tala alltaf um evru, jafnvel hörðustu Evrópusinnar tala nær alltaf um evru.  Sjálfur stend ég sjálfan mig alltof oft af því að tala og skrifa evru.

Auðvitað ættum við einfaldlega að tala um euro (eða júró), það liggur einhvern veginn mikið beinna við, rétt eins og það er einfaldara að tala um dollara en dali.  Þetta hefur líka þann kost að það skilja allir hvað um er rætt.  (Af sama meiði er auðvitað að það liggur beinna við að tala um London heldur en Lundúni og New York frekar en Nýju Jórvík.)

Mig minnir meira að segja að í reglugerð sem gefin var út þegar euro var sett á laggirnar, sé það skýrt tekið fram að að nafnið skuli vera það sama í öllum rikjum sem það nota (ekki það að auðvitað er Íslendingar ekki ofurseldir þeim reglum)  euro, að mig minnir bæði í eintölu og fleirtölu.  Þannig tölum við um eitt euro og þrjú þúsund euro. 

Þessi reglugerði gildir um öll opinber skjöl og samskipti en auðvitað nær hún ekki yfir mannlífið allt, þannig má ennþá stundum heyra frakka tala um 20 balles eða Íra um 30 quid, en það er auðvitað allt önnur ella.

En ég mælist til til þess að Íslendingar, rétt eins og aðrir, tali um euro, en ekki evru og hef sjálfur sett mér það markmið að tala eingöngu um euro hér eftir, hvernig sem það svo gengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Hérna í "Aalborg" í "Danmark" finnst samnemendum mínum alveg tilgangslaust að finna danskt orð yfir eitthvað sem hefur nafn á eitthverju öðru tungumáli og jafnvel þó danska orðið sé til að þá er erlenda orðið oft frekar notað með þeim "árangri" að innan fárra áratuga kannast ungir danir ekki við það að til sé danskt orð yfir viðkomandi hlut eða hugtak.

Þetta finnst mér alveg óendanlega sorglegt enda er danska tungan að verða ógegnsætt afskrýpi sem "af-danskast" svo hratt að kynslóðirnar eru hættar að skylja hverja aðra.

Dollarinn fellur í það minnsta að íslenskunni og tekur íslenskar endingar en reyndar tala ég oft um dali

Þess vegna dettur mér ekki í hug að hlýða eitthverjum Evróputilskipunum um að nota orð yfir Evruna sem fellur enganvegin við íslenskuna.

Einnig er það fáránlegt að nota erlend staðarnöfn þegar við eigum íslensk nöfn sem hafa unnið sér málvenju, enda sést það bara á upphafssetningu minni.

Þannig tala ég um Jórvík á Englandi, Nýja Jórvík í Bandaríkjunum hefur hins vegar ekki orðið að málvenju og því kalla ég hana New York.

P.S.  Hvað telur þú að við ættum að kalla Finnland?

Ingólfur, 4.3.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað.  Mér finnst alls ekki saman að jafna hvort er verið að ræða um tæki og tól, eins og t.d. tölvur eða síma eða gjaldmiðla og staðarnöfn.  Auðvitað verður hér aldrei um hreina línu að ræða, að ég tel, heldur verður "reglan" alltaf með nokkrum undantekningum.

Hættan er líka til staðar að tvö heiti fari að vera notuð í sömu merkingu, t.d. euro í opinberum skjölum og öðru slíku (það yrði t.d. að lögum ef Íslendingar tækju einhvern tíma þá misvitru ákvörðun að ganga í ESB) og svo aftur í "daglegu tali".

Auðvitað getur "júróið" fallið vel að Íslenskunni, ef sá vilji er fyrir hendi, þó að löggjöfin frá ESB heimili reyndar að mig minnir ekki slíka "aðlögun".

Ég er hálf hræddur að okkur Íslendingum þætti ekkert allt of aðlaðandi ef farið væri að auglýsa ferðir til "Smoky Bay", eða í "The Harbour Inn) in "Harbourfjord"

"Seal Puppy Bay", yrði þó líklega gríðarlega vinsæll hjá náttúrverndarsinnum, þangað til þeir kæmust að því að kópar eru bara eiginlega alveg hættir að koma þangað.

Hvað Finnland varðar, þá er það auðvitað fullgilt alþjóðlegt orð, samanber Finland og l´Finlande sem ýmist fengu 12. points eða douze point hér um árið þegar Lordi unnu Júrósisíon (Evróvísion er auðvitað bara orðskrýpi).

Hitt er svo að ég ætla reyndar að skreppa til Súmi í sumar (með Icelandair) og nota það orð þó nokkuð, þó langt í frá jafn mikið og Finnland.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 15:14

3 identicon

Þegar evran verður opinber gjaldmiðill okkar Íslendinga verður að standa euro á seðlunum og myntinni sem slegin verður fyrir "okkur". Hins vegar er okkur að sjálfsögðu frjálst að kalla þennan gjaldmiðil áfram evru í daglegu tali, rétt eins og við köllum dollars dollara.

Það væri einkennilegt að mínu mati ef sameiginleg mynt margra þjóða héti mörgum nöfnum opinberlega. Hins vegar getur hver þjóð verið með eitthvað sérstakt auðkenni á "sinni" mynt og því er sjálfsagt að vera með góða mynd af Davíð Oddssyni á "okkar" evru-mynt.

Enginn hefur skikkað okkur til að segja Júróvisjón. Aftur á móti tala flestir Íslendinga um Júróvisjón, en ekki til dæmis Evróvisjón, eins og Grikkir, eða þá Evrusjón. Og Frakkar segja Örovisjón en alls staðar er þetta nú skrifað Eurovision, held ég.

http://en.wikipedia.org/wiki/Euro

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það var nú þess vegna sem ég var að hripa þetta. Sú staðreynd að það er talað um euro en ekki evru.  Sumir kunningjar mínir hafa lent í því að þegar þeir hafa spurt í verslunum í Reykjavík:  "Can I pay with euro", að afgreiðslufólkið hefur varla vitað hvað við var átt.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband