Dancing in the Kitchen

Ekki veit ég af hverju Foringinn er svona hrifinn af "Laginu um það sem er bannað", en það er klárlega efst á vinsældarlistanum þessa dagana. Jóhanna litla tekur svo danssporin með bróður sínum. Svona er lífið að Bjórá, dans og söngur, svo breytist það annað slagið í grát og gremju. Það er svo þegar börnin eru komin í háttinn sem hægist um og ofurlítið XO mýkir tilveruna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þetta er bráðfyndið. Dóttir mín 4 og hálfs elskar lagið og hefur gert það frá því að hún heyrði það fyrst. Það var fyrsta setningin sem húkkaði hana.

Það er eitthvað við það að vera 4 og finnast það brjálæðislega fyndið að pissa bak við hurð.

Svo horfir hún beint í augun á mér og syngur af óþægilega mikilli innlifun "Þetta fullorðna fólk er svo skrítið, það er alltaf að skamma mann"

Mér líður þá eins og dæmdum manni... 

Friðjón R. Friðjónsson, 7.3.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Jamm, Foringinn er einmitt 4. ára síðan í Janúar. Ef til vill er þetta bráðnauðsynlegt þrep í þróunarferlinu.  Eftil vill tengist þetta því að eiga yngra systkini og hafa það á tilfinningunni að fá í sinn hlut ósanngjarnan hlut af skömmum sem deilt er út á heimilinu......

Hitt er svo varla umdeilanlegt að fullorðið fólk er upp til hópa skrýtið.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband