Listfeng sprengjuhótun: Íslendingur á bakvið gervisprengju í listasafni í Toronto

Einhvern veginn varð ég orðlaus.  Ekki endilega af því að um Íslending var að ræða, heldur hitt að mér þykir þetta með svo miklum ólíkindum.

Torkennilegur pakki eða taska finnst á Konunglega listasafni Ontario, eftir að hringt var í safnið og sagt að það væri ekki sprengja í andyrinu.

Eins og við var að búast var lögreglan kvödd til, sprengjusveitin ræst út, safnið tæmt, góðgerðardansleik frestað, götunni lokað og þar fram eftir götunum.  Þetta gerðist allt í gærkveldi og Bloor street (sem líklega má líkja við Laugaveginn) var lokað í 4. tíma.

Í dag kom svo í ljós að þetta er "hápunktur" í "listrænu lokaverkefni" sem Íslenskur "listamaður" vinnur að í Listaháskóla hér í Toronto.  Ef marka má fréttir hafð hann borið "gjörninginn" undir lögfræðing stúdentafélagsins, og það hafði það í för með sér að hann merkti sprengjueftirliíkinguna "Þetta er ekki sprengja".

Skólayfirvöldum var þó ekki skemmt, og hefur nemandanum verið vikið úr skólanum, fyrir brot á siðareglum skólans.

Undarlegu myndbandi sem titlað er "Fake footage of the fake bombing at the ROM, Toronto", var svo póstað á vef Youtube.´

Í dag gaf listastúdentinn sig svo fram við lögreglu, en áður gaf hann sér þó tíma til að koma fram í fjölmiðlum.  Viðtal við hann má sjá hér

Fréttir Kanadískra fjölmiðla má sjá hér, hér, hér og hér.

Það hefur oft vakið undrun mína hvað menn telja sig geta gert í nafni listarinnar, en ég held sjaldan eða aldrei eins og núna.

Þessi færsla er endurbirt hér vegna þess að hún féll einhverra hluta út, líklega vegna minna eigin mistaka.  Því  miður eru því athugasemdirnar við hana því týndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband