I regni del re a Monza - La conclusione di un'era

Monzakappaksturinn var ágætlega líflegur, en verður þó líklega ekki minnst fyrir aksturinn í framtíðinni.  Yfirlýsing Schumacher um að hann dragi sig í hlé að tímabilinu loknu mun yfirskyggja allt annað. 

Það er auðvitað aldrei svo að keppnisgreinar standi og falli með einum einstakling, en í langan tíma hefur Schumacher verið "viðmiðið", maðurinn sem menn keppa til að sigra.  Það verður því vissulega nokkuð skarð fyrir skildi þegar hann hættir, en ég er þess fullviss að þar verða menn til að "hlaupa í skarðið".

Raikkonen tekur við hjá Ferrari, og verður það vonandi "breikið" sem hann þarfnast, hann er góður ökumaður, en hefur verið með eindæmum seinheppinn, eins og ég hef áður skrifað vonast ég til að hann skilji þá seinheppni eftir í bílskúrnum hjá McLaren og sýni virkilega hvað í honum býr.

Nú eru stigakeppnirnar opnar upp á gátt, Ferrari hefur tekið forystuna í keppni bílsmiða og "Skósmiðurinn" er aðeins tveimur stigum á eftir "Tígulgosanum" í keppni ökumanna.  Það er því ljóst að keppnirnar þrjár sem eftir eru verða spennandi.  Alonso átti reyndar góðan dag, framan af í dag, en endaði svo með sprungna vél og engin stig.  Það er erfitt að tjá sig um þá refsingu sem hann hlaut, þegar hann var færður aftur um 5 stöður á ráslínu, persónulega gat ég ekki séð að hann hafi átt það skilið, en vissulega hafa dómarnir aðgang að viðameiri gögnum heldur en ég.  Hins vegar finnst mér svo ökumenn fá að "skauta" nokkuð frjálsleg í gegnum sumar beygjurnar t.d. Alonso í dag, og því sýna dómarnir nokkuð mísvísandi hörku í mismunandi tilvikum.

Það er ekki hægt annað en að minnast á frábæra frammistöðu Kubica i dag, að enda á palli í sínum 3ja kappakstri er ekkert minna en stórkostlegur árangur, og var ekki neinu öðru að þakka en stórgóðum akstri.  Það er ljóst að þar er framtíðar ökumaður á fullri ferð.

Þá er það bara Kína, Japan og Brasilía, og vonandi sjáum við "Skósmiðinn" hampa titlinum í vertíðarlok, það er viðeigandi endir á glæsilegum ferli hans.

P.S. Bæti því við hér að ég var að hlusta á stutt viðtal við Alonso, hann virtist vera dálítið úr jafnvægi, þó að hann reyndi að bera sig vel.  Það er því spurning hvernig sálfræðistríðið verður.  Hann taldi Renault standa betur að vígi fyrir Kína og Japan, en Ferrari hefði forskot í Brasilíu, við fylgjumst með hvað gerist.


mbl.is Schumacher vinnur í Monza og styrkir stöðu sína vegna brottfalls Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband