Raikkonen forte a Monza, la sua nuova sede?

Tímatökurnar í morgun voru ágæt skemmtun.  Auðvitað hefði ég viljað hafa "Skósmiðinn" á pól, en annað sætið er ekkert til að nöldra lengi yfir.  Massa stóð sig líka ágætlega og getur hjálpað til að halda aftur af Alonso sem er því 5.

En eins og áður er það keppnisáætlunin sem kemur til með að ráða úrslitum, hvað eru bílarnir með mikið á tankinum og svo framvegis.  Vegna óhappsins ók Alonso færri hringi en flestir hinna ökuþóranna, þannig að það er ekki ólíklegt að hann sé með heldur meira á tankinum.  Hlutverk Massa er því mjög mikilvægt.  Svo er það líka spurningin hvernig Alonso gengur í ræsingunni, eða hvort hann yfirleitt tekur stóra áhættu þar, en fyrir hann er líklega mikilvægara að koma í mark, heldur en að fá flest möguleg stig.  Það er því margt sem spilar inn í.

Raikkonen stóð sig vel og er vel að pólnum kominn, hann ók hins vegar flesta hringi ökuþóranna ef ég tók rétt eftir og er því líklega með frekar lítið á tanknum, ég tel að það því að öllu óbreyttu að Schumacher bíði með að fara fram úr honum, þangað til hann tekur þjónustuhlé, þ.e.a.s. ef hann fer ekki fram úr honum í ræsingunni.

Það er óskandi (í það minnsta ef Raikkonen er að koma til Ferrari) að Monza marki þáttaskil hjá Raikkonen og seinheppni hans eigi ekki við lengur (eða öllu heldur að hann sýni, að hún var McLaren megin, en ekki hans). 

En nú bíð ég spenntur eftir keppninni á morgun og niðurstöðunni um ökumenn Ferrari.


mbl.is Räikkönen á ráspól í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband