Undarleg landa- og hagfræði Þorgerðar Katrínar?

Í fyrsta lagi er rétt að benda Þorgerði Katrínu á að Evrópa er ekki það sama og Evrópusambandið.

Rétt ríflega helmingur ríkja (þjóða) Evrópu er í "Sambandinu".

Verðbólgutölur eru verulega mismunandi á milli þessara ríkja.

Síðan eru "Sambandslöndin" og svo má einnig tala um "Eurosvæðið".  Þar eru einnig mjög mismunandi tölur á milli ríkja.

Vissulega er verðhjöðnun á "Eurosvæðinu".  Hún mældist í október mínus 0.3%.  Í Evrópusambandinu er hins vegar 0.3% verðbólga.  Þessu tvennu, þó skylt sé, er best að rugla ekki saman.

Verðhjöðnun þykir ekki eftirsóknarverð.

En það þarf einnig að líta til þess að meðaltal þessara ríkja segir ekki nema hálfa söguna.

Mjög mismunandi verð/bólga/hjöðnun er í þessum ríkjum.

Þannig er verðhjöðnun í Grikklandi 2%. En verðbólga mælist 1.6% í Slóvakíu.  Bæði þessi lönd nota euro sem gjaldmiðil.

Verðbólgan í Ungverjalandi (3.0%) er svo allt önnur en í Austuríki (1.1%) sem og verðhjöðnunin í Eistlandi (1.7%), eða hjöðnun á Írlandi (1.5%).

"Hagstofa Sambandsins" gefur verðbólgu á Íslandi upp sem 1.7%. Nákvænlega sama verðbólga er gefin upp í Noregi.

Verðbólga á Íslandi er líklega gefin upp lægri en tölur sem heyrst hafa frá Íslandi, vegna mismunandi reikniaðferða. En best er auðvitað að bera saman með sömu aðferðinni.

En þegar kemur að atvinnuleysi kýs Þorgerður Katrín að nefna Þýskaland til samanburðar við Ísland.  Það er reyndar frekar gömul "lumma" hjá "Sambandssinnum" að nefna Þýskaland til samanburðar, rétt eins og allt á Íslandi verði eins og í Þýskalandi, ef og aðeins Ísland gengi í "Sambandið":

Auðvitað er það fjarri lagi, enda þarf ekki að skoða tölur frá "Sambandinu" lengi til að gera sér grein fyrir því að aðildarlöndin þar eru ekki eins og Þýskaland, þó að stundum hafi verið haft að orði að ef þau öll "hegðuðu" sér eins og Þýskaland, væri "Sambandið" mun betur statt.

Reyndar er mér sagt að atvinnuleyistölur séu á þessum tímapunkti "svo lítið á reiki", ef þannig má að orði komast vegna mismunandi aðgerða stjórnvalda á hverjum stað.

Þannig vilja sumir halda því fram að atvinnuleysi í Þýskaland sé allt að því tvöfallt það sem talað er um, vegna þess að Þýska ríkið greiði 60% af launum þeim sem eru með skertar vinnustundir eða jafnvel engar.

En það er erfið barátta fyrirsjáanleg á næsta ári, ekki bara á Íslandi heldur víðast um heim.

En það er í mínum huga alveg ljóst að Ísland er langt í frá eina Evrópulandið sem býr við verðbólgu.

Flestir myndu líklega segja sem betur fer, því verðhjöðnun þykir ekki æskileg.

Það er eiginlega svolítill "upplýsingaóreiðubragur" yfir fullyrðingu Þorgerðar Katrínar.

 

 


mbl.is Eina þjóðin í Evrópu sem upplifir verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt. 

Tugabrot er hér í íslensku táknað með kommu, ekki punkt.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 28.11.2020 kl. 18:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Verðhjöðnun þykir ekki eftirsóknarverð."

Hún er það þegar það er kreppa.  Er reyndar kreppu-einkenni allstaðar nema hér, sýnist mér.

Verðhjöðnun veldur því að fólk hefur aftur efni á hlutum, sem aftur stuðlar að veltu, sem í heilbrigðu hagkerfi heldur iðnaði gangandi sem mun aftur auka hagsæld sem aftur leiðir tuilo verðbólgu.

Grunar mig nú að okkar hagkerfi sé gegnsýrt af arseniki.

En já... Þorgerður Katrín er með einhverja glýju í augunum, og sér bara það sem hún vill sjá og verður ekki sannfærð um neitt annað.  Frekar en aðrir Evrópusinnar.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2020 kl. 21:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðhjöðnun er skilgreind sem lækkun á verði vöru og þjónustu. Hvað er eiginlega slæmt við að vörur og þjónustur verði ódýrari?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2020 kl. 22:11

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Björn, þakka þér fyrir þetta.  Gleður mig að þú hafir fundið einhvern fróðleik i færslunni.  Hvað . og , varðar veit ég af því að ég fylgi "ensku hefðinni", vinn meira með tölur í þeim heimi og nota þvi punktinn.  Vona að hlutirnir skiljist samt sem áður.

@Ásgrímur, @Guðmundur, þakka ykkur fyrir þetta.  Í ajálfu sér er eðlilegt að fagna verðlækkunum ef þær byggja á t.d. tækni eða framleiðslu framförum.

Við þekkjum það t.d. úr tölvuheiminunum að við fáum æ fleiri terabæt "á diskinn" fyrir æ minna verð.

Það er engin ástæða til annars en að fagna því.

En ef verðlækkanir byggja á eftirspurnarkreppu er ekki sama ástæða til þess að fagna.

Þá eru verðlækkanir einkenni "sjúks ástands"; sem vissulega getur gagnast þeim sem eru skuldlausir og eiga mikið að lausu fé.

En fyrir efnahagslífið í heild boðar það alla jafna ekkert gott.

Slíkt dregur jafna úr fjárfestingum, leiðir til lækkunar raunlauna, sem getur dregið enn frekar úr eftirspurn, og hugsanlega leitt til "spírals" á þá vegu.

Fyrir þá sem skulda er það hættulegt ástand (þó að vissulega gæti verið fróðlegt að sjá "Íslensku verðtrygginguna" við verulega verðhjöðnun.

Enda eru líklega fáir markaðir getur til þess fallnir að sýna hættu verðhjöðnunar en húsnæðismarkaður.

Vissulega má halda því fram að húsnæðirverð mætti lækka víða um heim.  En ef stöðug verðhjöðnun á sér stað á þeim markaði, þá rýrnar verðgildi fasteigna, en lán eða ekkert (án verðtryggingar) .

Það sama gildir auðvitað um fyrirtæki sem skulda og fá æ minna fyrir framleiðslu sína.

Það sjá flestir hvernig slíkt endar.

G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2020 kl. 01:32

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það yrði nefninlega mjög fróðlegt að sjá hvað yrði um séríslensku íslensku verðtryggðu lánin í verðhjöðnun, því þá myndu þau lækka í stað þessa að hækka eins og þau gera venjulega.

Hvað gæti verið slæmt við það?

Kenningin um ókosti verðhjöðnunar á ekki við um íslenskar aðstæður.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2020 kl. 14:08

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta.  Kenningin um ókosti verðhjöðnunar á alveg jafnt við á Íslandi og í öðrum löndum, enda hagkerfi mun stærra fyrirbrigði en húsnæðismarkaður.

Þess utan eru óverðtryggði lán orðin mjög stór hluti húsnæðisskulda heimilanna.

Ætli þau séu ekki orðin ríflega 40% af heldarkökunni?  Set spurningamerki við það því ég hef ekki nýlegar tölur.

En verðhjöðnun og hvernig hún er mæld er auðvitað (eins og svo margt annað) flóknara fyrirbrigði en sýnist í fyrstu, rétt eins og verðbólga.  Til dæmis kemur lækkað verð á flugi og ferðalögum að óttalega litlu gagni fyrir flesta, en bendir vissulega til minnkandi umsvifa í hagkerfinu, sem aftur hefur leitt af sér atvinnuleysi.

Í eftirspurnarkreppu lækka einnig oft "lúxus" eða dýrari hlutir meira en ódýrari, eða eru settir á tilboð.

Ég fylgist nú ekki grannt með verðlagi á Íslandi, hvað er að hætta og lækka, en í þeim borgum sem ég hef dvalíð í á árinu, hef ég til dæmis getað gert góð kaup á "fínni steikum", en nautahakk hefur hækkað.

"Slátrarinn minn" sagði mér að "allir" vildu hakk.  En vegna "breyttra starfshátta" veitingastaða hefur eftirspurn eftir steikum fallið.

Það getur svo jafnvel valdið því að skorið verður niður bústofn, sem getur tekið nokkur ár að breyta til baka.

Eftirspurnarkreppa og verðhjöðnun er merki um efnahag í samdrætti og sé slíkt viðvarandi, bendir það til stöðnunar.

G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2020 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband