Lamin til óbóta af lögreglu fyrir að vera ekki með grímu?

Það er nöturlegt að lýsa lýsingar af barsmíðum Franskra lögreglumanna á Michel Zecler, í Parísarborg.

Ef marka má fréttir Franskra fjölmiðla vakti maðurinn athygli lögreglu vegna þess að hann var ekki með grímu.  En grímuskylda er á almannafæri í París.

Eða eins og segir m.a. í frétt France24:

According to the police officers' written declarations, Zecler drew their attention because he was not wearing a mask on the street, French media reported. Face masks are mandatory in Paris outdoors amid the Covid-19 pandemic.

Þetta atvik kemur á sama tíma og ríkisstjórn Macron er að leggja fram lagafrumvarp sem meinar fjölmiðlum (eða öðrum) að birta myndir af lögregluþjónum þar sem þeir eru þekkjanlegir.

Það er því vægt til orða tekið að segja að þetta lögregluofbeldi komi á "versta tíma" ef svo má til orða taka.

Það að lögreglumenn skuli nota grímuskyldu sem afsökun fyrir ofbeldi sínu vekur upp ýmsar hugsanir.

Einn kunningi minn hefur oft haft að orði: "Þegar litlir menn kasta löngum skugga, mega menn vita að sólin er að setjast."

Hér að neðan er myndband úr öryggismyndavél af ofbeldinu.  Upplýsandi en óþægilegt áhorfs.

 

 

 

 


mbl.is Macron í uppnámi vegna barsmíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gömul saga og ný að lögreglan í nær öllum löndum á það gjarnan til að beita borgarana algjörlega ónauðsynlegu ofbeldi, eingöngu vegna þess að viðkomandi lögreglumenn langar til að beita ofbeldi og þeir fá eitthvað út úr því.

Ég átti lengi að vini góðan mann sem eyddi allri starfsæfi sinni hjá lögreglunni í Reykjavík, en er nú látinn.  Hann sagði að hann hefði fyrir þumalputtareglu að segja að um það bil 20% af lögreglumönnum víðast hvar í heiminum, einnig á Íslandi, ættu að fá sér eitthvað annað að gera, því þeir væru í lögreglunni á röngum forsendum.  Þeir væru þar vegna þess að starfið gefur möguleika á því að beita annað fólk ofbeldi án ástæðu.  Þetta eru sem sagt ofbeldismenn, einn af hverjum fimm lögreglumönnum.  Ljótt er ef satt er.

Guðlaugur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2020 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband