Bera stjórnmálamenn enga ábyrgð í þessu máli?

Þetta þykir mér býsna merkileg frétt, þó að hér á mbl.is sé hún stutt og ekki innihaldsrík.

En á Visi.is, fann ég meiri upplýsingar.

Þar kemur fram m.a.:

"„Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið.

Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp."

"Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi.

Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“."

Í fréttum er áætlað að heildarkostnaður sveitarfélaganna af ólögmætri uppsögn verði allt að 40 milljónum.

Mér finnst stórmerkilegt ef að þeir stjórnmálamenn sem standa svona að málum þurfa ekki að svara fyrir sig.

Að sveitastjórnarfólk verði uppvíst að því að ásaka starfsmann um að kynferðislega áreitni gegn samstarfsfólki, án þess að hafa nokkuð í höndunum er forkastanlegt.

Sú hegðun sveitarstjórnarfólks er sögð hafa verið staðfest í dómsal.

Svo gripið sé til ofnotaðs frasa, þá hlýtur sveitastjórnarfólkið að þurfa að "íhuga stöðu sína".

P.S. Bæti hér við 17. apríl, stuttu fyrir klukkan 7. að kvöldi, frétt frá RUV, þar sem sveitastjórnarmenn bera af sér sakir og vísa til yfirlýsingar sinnar.

Það er hins vegar umhugsunarvert að farið hafi verið fram á að þetta hafi verið fært í trúnaðarbækur viðkomandi sveitarstjórna og að viðkomandi sveitastjórnarmenn færist undan viðtali við fjölmiðla.  Alla jafna eru þeir ekki fjölmiðlafælnir.

 


mbl.is Uppsögn kostaði á fjórða tug milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi segja þetta meiðyrði á sterum og ætti að fara fyrir dóm. Að þetta stjórnsýslufólk finni sér aðra vinnu á eyrinni ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Hér var framinn glæpur. Skaðabæturnar eru fyrir ólögmæta uppsögn. Mannorðsmorðið er eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2020 kl. 05:27

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Ég þekki ekki nóg til málsins, en líklega fer það eftir dómssáttinni hvort að ástæða er til að fara með máli sem meiðyrðamál.

En stjórnmálafólkið hlýtur að bera ábyrgð gagnvart íbúunum og ætti að svara fyrir málið.

Síðan virðist markvisst hafa verið reynt að fela málið með því að skrá það í trúnaðarmálabækur sveitarfélaganna.  En þar virðist Svalbarðsstrandahreppur hafa neitað því, en ég er þó ekki nógu fróður um þann hluta málsins.

Þetta er stórfurðulegt mál.

G. Tómas Gunnarsson, 17.4.2020 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband