Holur hljómur í málflutningi milljarðamæringa

Það koma reglulega fullyrðingar um að einkaritarar borgi mun hærri skattprósentu en vinnuveitendur þeirra.

Og án efa er það rétt í ýmsum tilfellum.

En það er fyrst og fremst skattalöggjöfin sem veldur því.

Hún er vissulega mismunandi eftir löndum, en á það sameiginlegt víðast hvar að hún lengist og bólgnar út með hverju árinu.

Hvað kemur það málinu við hvort að milljarðamæringur ákveði að styrkja sínfóníuhljómsveit, reka háskóla í fjarlægu landi, eða setja á stofn alls kyns "foundations", svo dæmi sé tekið?

Er ekki einfaldast að skatturinn komi hreint og beint og taki til alls? 

Engar undanþágur?

Það er ekki tilviljun að að kyns skattasérfræðingar, skattalögfræðingar, skattaráðgjafar, skattstýrendur og hvað þetta allt heitir, lifa býsna góðu lífi.

Og það eru ekki þeir sem eru á "meðallaunum" sem notfæra sér þjónustu þeirra.

Þannig væri t.d. einfaldast fyrir marga af þessum milljarðamæringum að einfaldlega sleppa því að notfæra sé allar hugsanlegar skattaglufur til þess að borga lægri skatt.

Önnur og jafnvel skemmtilegri leið væri svo auðvitað að borga starfsfólki sínu mun hærri laun, mikið af því myndi fara til ríkisins í formi skatta, en starfsfólkið kynni ábyggilega að meta rausnina.

En málflutningur milljarðamæringanna, með allar sínar "foundations", er í raun ákaflega holur, en vissulega eftirtektarverður.

 

 


mbl.is „Hækkið skatt á okkur!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband