29.6.2019 | 00:52
Vanmáttug fjöl- og alþjóðasamtök.
Samræður, samstarf, viðskipti og vinátta. Allt er þetta meðal þess sem við alla jafna teljum gott, bæði í samskiptum einstaklinga og þjóða.
Bæði fjöl- og aljþjóðasamstarf er jákvætt en hefur vissulega sínar takmarkanir. Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum stórum vandamálum sem stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, eða Evrópuráðið hefur náð að leiða til lykta. Orð eru til alls fyrst er oft sagt og það á vissulega við í tilfelli margra fjöl- og alþjóðasamtaka.
En það breytir því ekki að þegar á reynir er slíkt samstarf ákaflega "tannlaust".
Það reynist vel þegar brotið er á reiðhjólamanni norður í landi, en ef ríki innlimar hluta af öðru ríki með hervaldi og efnir til "borgarastyrjaldar" í nágrannaríkjum sínum, þá gera al- og fjölþjóðleg samtök lítið nema að "ræða málin", þó eitthvað sé reynt að gera til málamynda eins og gert var í tilfelli Rússlands nú.
Og 33. milljónir euroa eru auðvitað mikill peningur.
Þannig eru reyndar viðbrögð Evrópuríkja að mestu leyti. Ríkin í A-Evrópu hafa reynslu af Rússlandi og vilja harðari viðbrögð, en megnið af ríkjum álfunnar lætur framferði Rússa sig svo gott sem engu skipta, nema í orðum.
Það þarf auðvitað að kaupa gas af Rússum og þangað er gott að seljs Bensa, Bemma og alls kyns annan lúxusvarning. Enda hafa Rússar ekki bannað innflutning á því sem mestu skiptir, heldur aðeins á matvælum, sem hitta harðast fyrir nágranna þeirra og lönd sem þeir hersátu um langt skeið, auk fyrrum landa "Varsjárbandalagsins".
Gucci, LHV, og lúxusmerki seljast sem fyrr í Rússlandi og það þurfti að "snúa upp á hendurnar" á Frökkum til að þeir hættu við að selja Rússlandi þyrlumóðurskip.
Slíkt hentar Rússlandi afar vel.
Eitthvað píp í NATO og Evrópulöndum, sem síðan má nota til að efla innlenda matvælaframleiðslu og segja íbúunum að "vondu fasistarnir" á Vesturlöndum séu að umringja Rússland og reyna að knésetja það.
Þetta er flest eftir KGB bókinni.
Evrópuráðið leggur síðan svo gott sem blessun sína yfir innlimun Krímskaga, að Rússar standi fyrir borgarastyrjöld í Ukraínu og að þeir hafi með þannig skotið niður farþegaflugvél yfir Ukraínu.
Fulltrúar tveggja af Íslensku vinstriflokkunum, VG og Pírata láta það sé vel líka og hika ekki við að rétta upp hönd.
Heldur einhver að þetta muni bæta almennt ástand mannréttinda í Rússlandi? Nú eða ástandið og mannréttindi í A-Ukraínu?
En það má heldur ekki vanmeta þann möguleika að senda "leiðinlega" þingmenn á þing Evrópuráðsins.
Það eitt gerir líklega meira til þess að réttlæta þátttöku Íslands en nokkuð annað.
Það getur haldið þeim uppteknum, skítt með alla loftslagsvánna af flugferðum þeirra :-)
Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Facebook
Athugasemdir
Veit þetta er ekki í takt en Hér er dálítið merkileg grein um áróður ESB í Tékkóslóvakíu á sínum tíma Eigin kona mesta áróðurspólitíkus fékk stöðu áróðursdeildar ESB þar í landi Er ekki þetta að ske á Íslandi. https://www.brugesgroup.com/media-centre/papers/8-papers/786-federalist-thought-control-the-brussels-propaganda-machine?fbclid=IwAR0ZBaOb2NNkaox_YilN-w_pj2u2uiOeNf-os8Xp1cWDVihJVGKr6Gv5kzU
þetta er hreint ótrúlegt en sama og manni grunaði. Geymið greinina í hið minnsta.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2019 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.