Er ekki eins að flytja út raforku og fisk?

Í umræðum um raforkumál og sölu á Íslandi, sem hafa verið óvenjulega lífleg á undanförnum mánuðum hefur oft mátt heyra þau rök að sala raforku lúti sömu lögmálum og sala fisks. 

Það er að segja að eðlilegt sé að selja raforkuna (í gegnum sæstreng) fyrir eins hátt verð og hægt er.

Það sé aðeins eðlilegar "aukaverkanir" að raforkuverð myndi stórhækka til Íslenskra notenda, rétt eins og fiskverð hafi hækkað á Íslandi með auknum útflutningi og eftirspurn erlendis.

Að einhverju leiti er þetta réttur samanburður, en það þarf þó að skoða dæmið betur.

Að selja raforku í gegnu sæstreng til útlanda jafngildir því að opna á að erlend útgerðarfyrirtæki fái að kaupa kvóta til fiskveiða á Íslandsmiðum jafnt og Íslensk útgerðarfyrirtæki.

Að hvaðan útgerðin komi skipti engu máli, aðeins ef hún myndi vilja greiða einhverjum krónum meira fyrir tonnið af óveiddum fiski.

Engu skipti hvort að Íslenskir sjómenn fái atvinnu við fiskveiðar, engu máli skipti hvort að Íslendingar fái atvinnu við að vinna fisk í landi, engu máli skipti að aukin verðmæti verði til við frekari vinnslu á fisknum, engu skipti tekjur ríkis og sveitarfélaga af því skattgreiðslum þeirra sem vinna fiskinn (eða noti raforkuna til frekari verðmætasköpunar).

En auðvitað sýnist sitt hverjum, í þessu efni eins og öðrum.

En þetta er að mínu mati eitthvað sem nauðsynlegt er að Íslendingar - allir - ræði sín á milli.


mbl.is Fyrirtækjum „slátrað“ fyrir sæstreng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er varla orð að marka af því sem "fréttamaðurinn" Ómar Ragnarsson segir og til að mynda fullyrðir karlinn þetta á bloggi sínu í dag: cool

"Við gerð EES samningsins í upphafi fengu Íslendingar það viðurkennt á þann hátt að neglt var með bæði belti og axlaböndum að íslenskur sjávarútvegur yrði ótvírætt í íslenskum höndum."

Undirritaður hefur margoft birt þetta á bloggi Ómars Ragnarssonar: cool

Útgerðir og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta keypt hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum. cool

Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Fyrirtækið hefur til að mynda átt hlut í og tekið þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi, sem öll eru í Evrópusambandinu.

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt." cool

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 00:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt hér við Ísland síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta úr staðbundnum fiskistofnum á Íslandsmiðum. cool

Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna.

Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Við yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu
og hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu. cool

Afli íslenskra skipa og skipa frá Evrópusambandsríkjunum

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 00:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loðna gengur á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins
hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.  cool

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra. cool

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 00:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna." cool

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 01:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu. cool

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð." cool

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 01:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson." cool

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands. cool

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 01:07

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, ég ætla reyndar ekki að þakka þér fyrir þessi innlegg, en það er tvennt ólíkt hvort að erlendum fyrirtækjum er leyft að eiga minnihluta í Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eða hvort þeim yrði seldur kvóti.

En ég mun ekki líða að hér sé "spammað" inn endalausu rugli um óskyld málenfi.

Því hef ég sett þig í bann á síðunni.

Ef þú hefur eitthvað við það að athuga, eða vilt lofa "bót og betrun", getur þú haft samband við mig í tölvupósti.

G. Tómas Gunnarsson, 30.5.2019 kl. 01:27

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka vel gerðan pistil og af skynsemi ritaðan. Umræðan sem nú ber hæst hefur dulítið litast af ´´brími´´ og er það miður. Málefnaleg umræða virðist rokin út í veður og vind og erfitt orðið að tjá sig um nokkurn skapaðan hlut, hvort heldur ´´hamfarahlýnun´´ eða annað, öðruvísi en að margskonar ´´brím´´ skoppi fram á sjónarsviðið og telji sig þá einu sem allt vita öðrum betur.

 Það sem þessi ´´brím´´ eiga flest sameiginlegt er það, að aldrei voga þau sér að setja fram sína skoðun á eigin síðum og taka gagnrýni á ummæli sín eða skoðanir, heldur ráðast þau inn á annara síður og drulla þaðan orðagjálfri og ótengdum athugasemdum um það sem verið er að ræða um. 

 Í næstu útgáfu orðabókar Háskóla Íslands ætti orðið brím að verða samþykkt sem leiðindatruflun, ef barasta ekki áreytni. Nei, tja allt í lagi, leiðindapúki.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.5.2019 kl. 02:43

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn G Tómas, það hlýtur að alltaf að vera betra að fullvinna vöruna hér heima, hvað sem hún heitir? En auðvaldið á Íslandi er örugglega ekki sammála mér.

Góðar stundir.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.5.2019 kl. 07:38

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta hefur væntanlega með það að gera hvað er eign þjóðarinnar og til hvers er ríkið. 

Hvort vilja menn þá meina að ríkið sé þjóðin eða þjóðin tilheyri ríkinu?

Ef við ætlum sem svo að ríkið sé til að verja eignir þjóðarinnar þá hefur það verið gert á vafasaman hátt, svo ekki sé meira sagt, síðustu áratugina.

Í mörgumum fjörðum landsins horfa íbúarnir á að fiskinum mokað er upp í fjarðarkjaftinum án þess að geta svo mikið sem dýft öngli í sjó sjálfir. Í þessum fjörðum er öll atvinna farin hún var véluð í burtu af auðræðinu með lögum og reglugerðum ættuðum úr djúpríkinu.

Alveg er eins með rafmagnið og fiskinn þetta er spurning um það hvort við Íslendingar viljum verða áhorfendur í eigin landi stundandi sjálfsþurftarbúskap og ferðamannaþjónustu. En ég er samt ekki viss um að það gæti gengið lengi ef djúpríkið ákveður að koma þjóðlendunum "sínum" í verð.

Eins og þú bendir á er nauðsynlegt að íslendingar ræði þetta sín á milli, enda gera þeir það flesta daga, en samt sem áður er það svo að aurinn ræður hvaða vigt það hefur opinberlega.

Magnús Sigurðsson, 30.5.2019 kl. 08:52

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir innlitið.

@Helgi Þór, þakka þér fyrir þetta, það borgar sig alla jafna að vinna vöruna frekar innanlands, en þó ekki alltaf.

Stundum er kaupgjald það hátt á Íslandi að það borgar sig að flytja hann annað til að vinna frekar, vegna þess að með kaupgjaldinu á Íslandi myndi hann trauðla seljast.  Ekki gott, en samt staðreynd.

Eins er það svo að ef að iðnaður á Íslandi á að greiða sama raforkuverð og fæst fyrir hana í Evrópu, myndi líklega mikið af honum loka, enda væri þá einn af hagkvæmustu þáttum á Íslandi úr sögunni.

Ef kaupgjald er hærra á Íslandi, flutningur lengri og dýrari og rafmagnsverð hið sama, liggur í augum uppi að margir myndu telja hagstæðara að vera nær mörkuðum.

@Magnús, ég er nú ekki sammála því sem þú segir, það hefur einfaldlega orðið svo mikil tækniþróun í sjávarútvegi og fiskvinnslu.

30 og eitthvað einstaklingar á frystitogara vinna fisk í samam magni og "þorp" gerði áður fyrr.

Gríðarlega fjárfestingar hafa skapað aukin verðmæti úr fiskinum, en að sama skapi fækkað fólkinu sem þarf til að vinna hann. Tíminn á miðin er styttri með öflugri skipum og þannig hefur samþjöppun aukist.

Það er enda æ færri sem vinna við útgerð og fiskvinnslu, þó að aflaverðmæti minnki ekki, heldur aukist.

Um rafmagn gilda að einhverju marki önnur lögmál.

En eins og þú segir er umræðan þörf og nauðsynleg.

G. Tómas Gunnarsson, 30.5.2019 kl. 16:05

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég þekki ekki þinn bakgrunn Tómas, veit ekki einu sinni hvort þú hefur verið á 30 manna frystitogara. En hefurðu einhvern tíma búið í sjávarþorpi sem missti bæði frystitogarann og kvótann?

Magnús Sigurðsson, 30.5.2019 kl. 16:49

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Að selja út orkuna er að selja út atvinnuna.

Orkan er í raun ó-unnið hráefni.  Því ekki nota það hér, þar sem það er amk 30% ódýrara en það verður nokkurntíma í UK? (Ég sé ekki betur en allar hugmyndir um raforkuflutning til UK byggi á niðurgreiðzlum þar.)

Til hvers eigum við að búa til atvinnu í UK?

Ásgrímur Hartmannsson, 30.5.2019 kl. 19:18

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Magnús, þakka þér fyrir þetta. Þetta er auðvelt, svarið við báðum spurningunum er nei.  Ég er svona "aumingi sem hefur aldrei migið í saltan sjó", nema af bryggjusporðinum, ja fyrir utan einu sinni þegar ég fór að vitja um gráleppunet upp í Hvalfirði með kunningja mínum. Ég gerði eitthvað gagn og ældi ekki, þannig að ég var nokkuð ánægður með sjálfan mig.

En ég þekki marga einstaklinga sem hafa unnið, eða vinna á frystitogurum, sömuleiðis all nokkra sem hafa komið frá sjávarþorpum sem hafa orðið undir í "kvóta".

Ég þekki líka hundruði, sem hafa misst vinnuna sína af alls kyns öðrum örsökum, stundum vegna þess að hún "úreltist" hreinlega.

En útgerð og fiskvinnsla er ekki eins og hún var.  Það gamla kemur sjaldnast til baka.  Það varð að eiga sér stað bylting, annars hefði Íslenskt samfélag ekki þróast áfram.

Lítil útgerðarfyrirtæki, gjarna rekin með tapi, stór partur af tíma stjórnenda fór í í barma sér og sækja fyrirgreiðslu til hins opinbera.  Það gat ekki gengið til lengri tíma.

Það þurfti stór og öflug fyrirtæki sem gátu fjárfest í nýrri tækni og byggt upp öflug flutninga og sölukerfi.

Hér sem ég bý nú, kaupi ég stundum Íslenskan fisk, þegar mér finnst fjölskyldan þurfa á góðum viðurgjörningi að halda, og fátt ef nokkuð þykir okkur betra.

Þá kaupi ég stundum það sem er kallað "cod loins", ætli Íslenska þýðingin sé ekki "þorsklundir", nokkuð sem ég vissi ekki af sem Íslenskur pjakkur, þó að þær hafi verið á borðum ásamt öðrum fiskstykkjum.

Þær kosta 2800 íslenskar kílóið og engin er vaskurinn.  Aldrei frosnar, algjör klassavara. Til samanburðar kosta grísalundir um 800 kall kílóið og kjúlli í kringum 500 kallinn.

Þannig að það sést hvers kyns vöru er verið að framleiða.

En það er ekki á allra færi að koma slíkri vöru á markað og þeir sem það geta "vinna", í öllum skilningi þess orðs.

Að geta dregið fisk úr sjó er einfaldlega ekki nóg lengur.

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.  Ódýrari orka er einn af kostum Íslands, ef hún kemur til með að kosta jafn mikið og gerist út í Evrópu, versnar samkeppnisstaðan verulega, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

G. Tómas Gunnarsson, 30.5.2019 kl. 21:54

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Tómas og þakka þér fyrir greinagott svar. Þetta er vafalaust allt saman satt og rétt hjá þér, en þú skautar nett framhjá því að skilgreina hvernig þjóðareign verður að einkaeign fárra. 

Ég bryddaði í upphafi á þessar umræðu við þig vegna þess að þú spyrð "Er ekki eins að flytja út raforku og fisk?" og endar pistilinn á "En þetta er að mínu mati eitthvað sem nauðsynlegt er að Íslendingar - allir - ræði sín á milli."

Á ég þá að skilja þig sem svo að það sé rétt að selja auðlindir í þjóðareign fyrir hæðst verð og þá þeir landsmenn sem hvorki eru á frystitogurum né hafa aðkomu lengur að auðlindunum, taki sig upp og flytjist jafnvel úr landi ef nógu fáir eru færir um að möndla keisið.

Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 15:48

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Magnús, þakka þér fyrir þetta.  Mér sýnist þú bæði hafa skilið mig og misskilið mig.  Það er ekkert undarlegt, enda er um að ræða verulega flókin mál.

Ég tel nauðsynlegt að nota auðlindir þjóðarinnar með eins skilvirkum og hagkvæmum hætti og mögulegt er.  Þá er ég ekki að halda því fram að það sé hægt, eða æskilegt að "microskipuleggja" þetta allt saman.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það að hluta til önnur lögmál um sölu raforku en fisk.  Það er líka mikill munur á því að selja fisk eða kvóta,   En vissulega er ákveðnir hlutir sem eru þeir sömu.

En fyrirsögnin á pistlinum er komin til vegna þess að það hefur oft verið sagt í umræðum undanfarinna vikna, það er ekki mín skoðun.

En ef upp kemur sú staða í framtíðinni að Íslendingar hafa fullt af orku sem enginn vill nota, þá getur vissulega verið skynsamlegt að leita leiða til að flytja hana út.

Fyrst verður líklega að skilgreina hvað er þjóðareign, og um það er deilt. Getur hver sem er notað þjóðaeign eins og hann kýs?

Hver er þess umkomin að takmarka, stýra, eða banna notkun á þjóðareign?

Það er alveg ljóst að það er ekki nægur fiskur í sjónum til þess að hver og einn geti veitt eins mikinn fisk og vilji er til.  Slíkt kann að hafa verið raunin, en með stórbættri og afkastameiri veiðitækni er slíkt ekki mögulegt.  Hlýtur þá ekki þeim sem hafa atvinnu af slíku að fækka verulega?

Þeir verða eftir sem stunda þær á hagkvæmastan hátt, tryggja jafnt og gott framboð, framleiða með minnstum tilkostnaði og hafa getu og útsjónarsemi til þess að koma vörunni á hagfellda markaði.

Með takmörkunum verða alltaf til verðmæti, hvort sem verið er að takmarka fiskveiðar eða fjölda veitingastaða í miðborg Reykjavíkur.

Sem betur fer er lífið á Íslandi ekki fiskur, eða snýst eingöngu um það og það hefur ekki verið skortur á atvinnu undanfarin ár. 

Hvergi í þessum skrifum var ég að segja að Íslendingar eigi að flytja úr landi (ég skil ekki hvaðan þú færð á hugmynd) en að sjálfsögðu ákveður það hver og einn fyrir sig.

En það er ekkert meiri eftirsjá í töpuðu starfi í sjávarútvegi (vegna tækniframfara) en t.d. starfi prentsmiðs.

Lífið heldur áfram, störf breytast, verða til og hverfa.

Það er allt saman gangur lífsins.

Upplifir þú sem að Ísland sé eingöngu fyrir þá sem starfa á frystitogurum, eða hafa aðgang að auðlindum?

G. Tómas Gunnarsson, 31.5.2019 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband