Matvara er mjög dýr á Íslandi - ekki síst landbúnaðarvörur

Það er ekki ódýrt að kaupa í matinn á Íslandi. Ég fann það ágætlega þegar ég ferðaðist um landið síðastliðið sumar.

En ef hverju er það?

Þessi niðurstaða er mikil umskipti frá því árið 2012, en þá var Ísland talið ódýrast Norðurlandana ásamt Finnlandi og ódýrast í heildkostnaði við framfærslu.

(En það er rét að hafa í huga að hér er langt í frá um sömu "körfu" að ræða, og því ekki fyllilega samanburðarhæft, þó að vissulega gefi það vísbendingar)

En margt hefur breyst síðan þá, og líklega ekki hvað síst gengið.  Íslenska krónan hefur styrkst.  Þannig ýkjast verðbreytingar upp þegar borið er saman við erlend verð.

Og auðvitað væri fróðlegt að sjá samanburð á breytingum á öðrum rekstrarkostnaði matvöruverslana á sama tímabili.  Hvað hefur launakostnaður stigið, hvað hafa fasteignagjöld hækkað, rafmagn og hiti o.s.frv?

En það sem hjálpar til að Finnar geta verslað svona ódýrt, er að hluta til Putin að þakka, og því innflutningsbanni sem hann setti til Rússlands, var það ekki 2013.

Það hafði gríðarleg áhrif á verðlag landbúnaðarvara, sérstaklega mjólkurafurðir, enda féll útflutningur gríðarlega og hélt áfram að falla árin á eftir. Á milli 2013 og 2016, dróst útflutningur Finna á landbúnaðarafurðum til Rússlands um ríflega 70%, eða eitthvað yfir 300 milljónir euroa.

Þetta hafði gríðarleg áhrif bæði í Finnlandi og "Sambandinu" í heild, sérstaklega austan megin, enda voru fleiri lönd sem höfðu allt í einu offramboð á mörgum landbúnaðarvörum.

Það hefur líka áhrif að "risarnir" tveir á Finnskum matvörumarkaði hafa háð grimmilegt verðstríð, sem hófst á svipuðum tíma. Og það stendur enn yfir.

Bændur eru ekki hressir, enda hafa rannsóknir sýnt að hlutur þeirra í heildarverði fer minnkandi (og afkoma þeirra sömuleiðis), en það gerir reyndar hlutur verslunarinnar einnig. Það eru matvælaiðnaðurinn sem eykur sína hlutdeild.

En ég get tekið undir gagnrýni þeirra Bónusmanna að því marki að þessi könnun sýnir lítið meira en að Íslenskar landbúnaðarafurðir eru mjög dýrar.

Einstaka atriði (fyrir utan hátt verð á Íslenskum landbúnaðarafurðum)könnunarinnar vekja sérstaka athygli. 

Ég bý 80 kílómetra sunnan við Helsinki, þar sem verðlag er að öllu jöfnu örlítið lægra en þar. Sjá má Finna fylla innkaupakörfurnar hér áður en þeir halda heim á leið.

En ég hef aldrei séð 500g af pasta á 26 kr, eins og boðið er upp á í Helsinki, ég hef aldrei seð lítra af appelsínusafa á 88 kr eins og hægt er að kaupa í Osló. Hrísgrjón á 108 kr eru heldur ekki á boðstólum hér.

Önnur verð kannast ég vel við, og margt heldur ódýrar en þarna er nefnt.

En svo kemur Ísland alls ekki illa út í brauði, banönum og hrisgrjónum. En verðið á gulrótum á Íslandi hlýtur svo að vera sérstakt rannsóknarefni.

En heilt yfir þykir mér munurinn oft ótrúlegur á milli borga í þessari könnun. Það er ekki langt á milli Helsinki, Stokkhólms, Osló og Kaupmannahafnar, en munurinn samt sem áður verulegur á mörgum vörum.

En það væri fróðlegt að sjá betur "balanseraða" könnun, sem væri ef til vill nær því sem hefðbundin fjölskylda kaupir inn.

Mér finnst frekar "ódýrt" hjá verkalýðsforingjum að tala eins og sá munur sem þarna kemur fram sé munur á framfærslu í Reykjavík og Helsinki.

Enn "ódýrara" að tala eins og munurinn liggi eingöngu hjá Íslenskri verslun.

En umræðan er þörf, enda velkist enginn í vafa um að matvælaverð er afar hátt á Íslandi og það skiptir máli.

Set hér að lokum, ef einhver hefur gaman af því að skoða "tilboð" í Helsinki, tengla á vefsíður, þriggja verslana, LIDL, K-Supermarket (KESKO), Prisma.

P.S. Bæti hér við 8. febrúar tengli á ágætis umfjöllun hjá Bændablaðinu. Þar er tafla sem segir að hlutfallsleg eyðsla Íslendinga (af launum) sé heldur lægri en hinna Norðurlandaþjóðanna. En líklega eru þetta tölur frá 2017.

Googlaði örlítið og fann þessar upplýsingar frá Eurostat, en þær eru frá 2017. Þær eru ekki alveg samhljóða þeim frá Bændablaðinu, en sýna þó svipaða niðurstöðu, Ísland heldur sigið niðurávið.

P.S.S. Bæti hér við 9. febrúar. Grein frá Ernu Bjarnadóttur á Vísi.is og tentill á grein frá Viðskiptaráði.

 

 

 


mbl.is Furðar sig á samsetningu vörukörfu ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Tómas.

Það verður að taka það fram að þessar verðkannanir á milli landa eru miðaðar við að segjum til dæmis að geimvera sem hvergi á heima geti gert upp við sig hvar hún á að kaupa ódýrast inn. Þetta segir ekkert um það hvort að verðið sé hátt miðað við meðallaun í viðkomandi landi.

Það er dilla núna að fara til Póllands til tannlækninga, vegna þess hversu ódýrt það er fyrir Íslendinga með há laun. En það er ekki ódýrt fyir Pólverja að fara til pólskra tannlækna. Svo hvert á Pólverjinn að fara til að fá ódýrar tannlækningar. Kannski til Norður-Kóreu?

Það er ekki dýrt að kaupa í matinn á Íslandi fyrir Íslendinga og það er það sem skiptir máli. Erlend fyrirtæki velja ekki að fjárfesta á Íslandi vegna matarverðs, heldur vegna kaupmáttar Íslendinga gagnvart útlandinu, sem er sá hæsti í heimi á eftir Sviss. 

Ísland og Bandaríkin eru einu venjulegu löndin á topp 15 listanum yfir ríkustu þjóðir heims (með hæstu þjóðartekjur á mann) sem er ekki annað hvort skattaskjól eða olíufurstaríki.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.2.2019 kl. 15:16

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Sums staðar fara einstaklingar á milli landa til þess að gera matarinnkaup.  Svo ekki sé minnst á áfengiskaup.

Norðmenn fara til Sviþjóðar, Danmerkur og Þýskalands (Oslo-Kiel ferjan er vinsæl).

Danir fara yfir til Þýskalanda.

Finnar fara yfir til Eistlands og Lettlands. Eistlendingar eru farnir að fara yfir til Lettlands.

Svona má lengi telja.

Ég held nú reyndar að það sé frekar dýrt að kaupa í matinn á Íslandi, líka fyrir Íslendinga og ég efast ekki um að þar megi gera betur.

Og Ísland stendur sig vel, en þó að það sé á GDP top10 (nominal) gildir ekki það sama PPP.

Og það skiptir líka máli. Ég man þó ekki betur en að þar sé Ísland ofar en Danmörk, Svíþjóð og Finnland.  En þær tölur eru síðan 2017.

En rétt eins og og annað er þörf á því að ræða þetta, en það þarf að reyna að finna allar breyturnar.

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2019 kl. 19:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ja Tómas, en einstaklingur nálægt landamærum inn í ódýrara land er ekki hagkerfi. Og heldur ekki þeir einstaklingar sem búa við landamæri inn í dýrara land.

En nei Tómas, íslensk heimili nota ekki stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarkaup en þau lönd sem nota minnst, þvert á móti (sjá rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2011–2016).

Dönsk heimili nota sennilega meira, því þau liggja á um það bil 15 prósentum, en við hér á landi liggjum á bilinu 10-15 prósent. Það er ekki hægt að komast neðar án þessa að borða rusl. 

Og þetta þrátt fyrir það að næstum öll slátrun og stór hluti vinnslu hefur verið fluttur frá Danmörku til ódýrari nágrannalanda. En þar standa Jón og Gunna á steyptu steingólfi og verka svín fyrir helming þeirra launa sem þau fengju við sama starf í Danmörku. Að þetta skuli renna svona vel niður í Danmörku er til marks um þá firru sem ríkir, enda rennur þetta ekki vel niður, danska þjóðin er öskureið og í 6 prósent atvinnuleysi. Á sama tíma heimtar liðið sem stendur fyrir þessu heima í DK skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu sem aldrei fyrr, á meðan skattagrundvellinum hefur verið skipað úr landi.  

Og sama gildir um útgjöld heimilanna vegna húsnæðis (sjá greiningu Greiningardeildar Arion og frétt Viðskiptablaðsins og DDRÚV.

En DDRÚV kostar hins vegar heimilin 19 þúsund krónur á ári á hvern mann eldri en 18 ára, og það kostar öll fyrirtæki í landinu það sama.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.2.2019 kl. 20:24

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Víða er þetta mikið meira en "einstaklinga", enda svo í littlum löndum að hægt er að keyra yfir í næsta land á um eða undir 2 tímum, fyrir svo gott sem alla landsmenn. En það er önnur saga.

Ég er ekki að halda því fram að Íslendingar hafi það svo slæmt, en tölurnar sem þú ert að vísa til hér, eru nýjastar frá árunum 2015 og 16. Tölur um hlutfall húsnæðiskostnaðar til dæmis frá 2015.

Þá að ég hafi ekki nýrri tölur, hef ég það sterklega á tilfinningunni að heldur hafi hlutirnir færst til verri vegar síðan þá, bæði hvað varðar húsnæðiskostnað og matarverð.

Þá er ég ekki að eingöngu að tala um húsnæðisverð, heldur einnig kostnað s.s. fasteignagjöld o.s.frv.

Líklega eru þrír stærstu útgjaldaliðir flestra heimila húsnæði, skattar og matur og tendir hlutir.

Það er því eðilegt að litið sé til þeirra þegar rætt er um hvernig bæta megi kjör.

Og það á aldrei að halla sér aftur og segja að allt sé í sómanum og ekkert geti verið gert betra.

Sjálfur fylgist ég með úr fjarlægð, en er þess fullviss um að hægt sé að bæta og breyta fjölmörgu, bæði hvað varðar húsnæðiskostnað og matvælaverði.

Og síðan má ekki gleyma sköttunum, þar á meðal nefskattinum.

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2019 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband