Hneykslismál? Er Alþingi afgreiðslustofnun?

Það hefur verið nokkuð merkilegt að fylgjast með "Stóra Jónínumálinu".  Ég er einn þeirra sem ekki er of trúaður á tilviljanir. 

Hvorki að um helbera tilviljun sé að ræða hvað varða veitingu ríkisborgararéttarins, né að um geti verið að ræða tilviljun að þetta kemst í hámæl nú, stuttu fyrir kosningar.

En það er líka gott fyrir alla að velta því hvaða meðferð málið fékk á Alþingi.  Stofnuninni sem að margir (sérstaklega stjórnarandstaðan, sem nú reynir hvað harðast að gera "skandal" úr þessu) eru sífellt að kvarta yfir að sé ekki að verða neitt nema "stimpilpúði", að á Alþingi sé ekki gert neitt nema að "afgreiða" lög og reglugerðir.

En hvað gerðist við afgreiðslu þessa frumvarps, lesið það hér.

Í stuttu máli sagt, ekkert.

Ef menn eru hissa á því að meðlimir Allsherjarnefndar hafi ekki kveikt á perunni hvað varðar tengslin, eigum við þá að trúa því að það sama gildi um alla Alþingismenn?  Eða las enginn málskjölin yfir nema til málamynda?  Athugaði enginn þingmaður eða ræddi það við meðlimi Allsherjarnefndar hver væri bakgrunnur þeirra sem væri verið að veita ríkisborgarétt?

Eða liftu þingmenn bara "stimplinum"?

Hversu marktæk er gagnrýni þingmanna sem ekki athuguðu hvað þeir voru að samþykkja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Er þetta bara ekki samfæri Samfó gegn okkur Framsóknarmönnum korter fyrir kosningar, sb Kastljósþáttinn góða í fyrradag.  Þvílíkar dylgjur og ofstopi hjá Seljan í Jónínumálinu.  Nei, réttara væir að segja Guðrúnar Ögmundsmálinu.  Það ætti frekar að hafa uppá frú Guðrúnu til að segja okkur hvers vegna hún skrifaði upp á þennan ríkisborgararétt.  Og nefnið mér bara eitt dæmi um rúmlega tvítuga stúlku frá þriðja heiminum (asíu, afríku eða suður-ameríku), sem hefur fengið ríkisborgararétt eftir rúmlega ár í vinnu eða námi á Íslandi.  Nefnið mér bara 1-2 dæmi og ég skal éta öll ljóti orðin ofan í mig.  Allar undanþágur frá aðalreglunum hafa verið vegna "ástæðu".  Mál Bobby Fischer var sérstakt.  En ástæða var gefin.  Rúnar Alexandersson, Duranona osf.  Allt þekkt.  Núna þarf frú Guðrún Ögmunds að stíga fram og segja mér og þeim nýbúum sem þurftu að biða í röðinni í sjö ár eftir íslensku vegabréfi ástæðuna.  Þetta er bara samsæri Samfylkingarinnar gegn okkur Framsóknarmönnum korter fyrir kosningar.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 30.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Tómas ég átta mig ekki alveg á hvað þú meinar þegar þú talar um að þingmenn hafi bara stimplað. Þetta fer fyrir allsherjarnefnd, er það ekki rétt skilið hjá mér. Sú nefn nær ekki yfir allt Alþingi.

Það skiptir mig ekki máli hvað eða hver er hvað í þessu máli, þetta var ekki heiðarlegt og ekki rétt að þessu staðið.

Hver er í hvaða flokki í þessu máli er auka atriði. Það var ekki rétt unnið og það er aðal málið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.4.2007 kl. 21:16

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það sem ég er að meina er að það er eftir allt saman hvorki Jónína né Allsherjarnefnd sem veitir ríkisborgaréttinn.  Það gerir Alþingi og eitthvað á 6. tug alþingismanna samþykkti þennan ríkisborgararétt.

Kemur það einhversstaðar fram í lögum að Alþingi hafi eða geti framselt vald sitt til Allsherjarnefndar?

Auðvitað er þetta hártogun hjá mér að vissu marki, en ég er einfaldlega að benda á að þingmenn samþykktu þetta, ekki virðast þeir hafa kynnt sér málið, þeir framselja í raun vald sitt að virðist til 3ja aðila í Allsherjarnefnd.  Þeir geta ekkert annað en að lifta stimplinum.  Jafnvel þeir sömu þingmenn sem hafa hvað hæst um að vald sé að færast frá Alþingi og að þingið sé eingöngu "afgreiðslustofnun".

Auðvitað er erfitt að krefjast þess að alþingismenn kryfji hvert mál til mergjar, en ef þeir gera það ekki, hafa þeir þá eitthvað með að að gera að greiða atkvæði um þau?

Bara smá vangaveltur.

Hitt er svo rétt að það þarf að endurskoða þennan feril og miðað við þessa afgreiðslu virðist liggja beinast við að taka þetta vald af þingmönnum, þeir kunna ekkert með það að fara

G. Tómas Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband