Tannlaus bros dottin úr tísku að Bjórá

Tannlaus bros hafa notið nokkuð mikilla vinsælda að Bjórá undanfarna mánuði.  Jóhanna Sigrún Sóley hefur líka verið nokkuð dugleg við að útdeila þeim og nota þau sér til framdráttar.

Breyting varð þó á í gær.

Þá brosti hún í fyrsta sinn svo vitað sé þannig að glitti í tönn.  Ekki mikið, en u.þ.b. millimeter stendur þó upp fyrir góminn. 

Merkisáfangi.

Hún þarf þá ekki að fagna 9. mánaða afmælinu sínu í næsta mánuði með bera gómana.  Líklega færir tannlæknirinn henni bursta að gjöf, en hún hyggst heimsækja tannlæknastofuna næsta miðvikudag ásamt Foringjanum.  Ekki það að nokkra skemmd sé að finna í nýju tönninni, eða hjá Foringjanum.  En rafmagnsknúinn stól er ekki að finna að Bjórá, og því finnst Foringjanum ekki alveg ónýtt að hafa verið lofað að heimsækja tannlæknastofu.

Það gæti þó farið svo að það yrði borað í mig.  Illu heilli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband