Gríðarlegur munur á afstöðu aldurshópa

Það veit enginn hver verður niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi nú á sunnudaginn. Flestar ef ekki allar skoðanakannanir benda til þess að afar mjótt verði á mununum.

Hvaða afleiðingar úrslitin munu hafa, er sömuleiðis á reiki.

Mun Grikkland hverfa af Eurosvæðinu? Mun Seðlabanki Eurosvæðisins loka a frekari fyrirgreiðslu? Verður fundin lausn á vanda Grikklands - til skemmri tíma eða til langframa?

Spurningarnar eru stórar og eru gríðarlega mikilvægar fyrir Grískan almenning. Þeirra er jú valið nú, nei eða já, af eða á, er skiptir þetta litlu máli?

Það getur verið erfitt að greiða atkvæði þegar engan veginn er ljóst um hvað atkvæðagreiðslan snýst, og sitt sýnist hverjum.

En það er sláandi hve mikill munur er á afstöðu mismunandi aldurshópa? Í það minnsta ef marka má skoðanakönnun sem gerð var af fyrirtækinu Avgi og má finna hér (á grísku).

Þó að fylkingar já og nei, séu svipaðar að stærð, er samsetning þeirra afar ólík.

Greek Vote cut

Ungt fólk og sérstaklega námsmenn virðist að lang stærstum hluta segja nei. Í þeim aldurshópum er enda atvinnuleysi gríðarlegt og námsmenn sjá litla möguleika að námi loknu.

Ellílífeyrisþegar eru hins vegar að stærstum hluta í já hópnum.

Hvort að einstaklingar telji sig vera að greiða atkvæði um euro eða drökmu, er ekki gott að segja, en í það minnst má þá draga þá ályktun að yngra fólkinu finnst því ekki hafa neinu að tapa.

Þeir sem eru atvinnulausir, eða sjá ekki fram á að fá atvinnu, finnst líklega gjaldmiðillinn sem þeir fá ekki útborgað í, ekki skipta mestu máli.

Ellilífeyrisþegar eru andstæða þessa og finnst áríðandi að verðgildi gjaldmiðilsins sem lífeyririnn er greiddur í, haldi sér að einhverju marki.

En enginn veit hver verður niðurstaðan á sunnudag, eða hvað gerist í kjölfarið á henni. En næsta víst má heita, að Gríska þjóðin kemu frá henni klofin og áframahaldandi óvissa mun ríkja.

En það er nokkuð ljóst að Evrópusambandið hefur tapið miklum velvilja (goodwill) og fylgis á meða yngra fólks í Grikklandi.

Það virðist æ fleira vera þeirrar skoðunar að Grískur almenningur hafi engu að tapa nema hlekkjun.. euroinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þætti merkilegt ef þessar sundurliðanir væru réttar á sama tíma og fylkingarnar eru jafnar. Jáið hefur t.d. bara meirihluta hjá lífeyrisþegum og fólki í eigin atvinnurekstri, en neiið yfirgnæfandi meirihluta hjá opinberum starfsmönnum og starfsfólki í einkageiranum! Með það í huga er varla mikið hægt að leggja út af þessari könnun.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.7.2015 kl. 23:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Þakka þér fyrir þetta. Ég tek auðvitað enga ábyrgð á þessari könnun, en rakst einfaldlega á hana og ákvað að birta hér.

En mér þykir ótrúlegt að hægt sé að endurspegla rétt atvinnudreifingu þjóðarinnar í könnun sem þessari.

Það er hins vegar ekki mjög flókið hvað varðar aldur.

Hins vegar ber að hafa í huga að lífeyrisþegar eru gríðarlega stór hópur, enda er lágur lífeyrisaldur eitt af því sem rifist er hvað harkalegast um. Hitt er svo líka á ég hygg að fáar þjóðir í Evrópu hafi hlutfallslega fleiri atvinnurekendur en Grikkir, því lítil og örsmá fyrirtæki eru gríðarlega stór hluti atvinnulífsins.

En allar kannanir sem ég hef séð hafa sýnt yfirgnæfandi hluta ungs fólks á nei línunni, en eldra fólk á já.

Auðvitað ber ekki að taka hana sem heilagan sannleik, frekar en nokkra aðra skoðanakönnun, en ég hygg að hún sýni meginlínur nokkuð réttar.

G. Tómas Gunnarsson, 4.7.2015 kl. 05:13

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má svo bæta því við hér að yfir 65 eru í kringum 21 eða 22% Grísku þjóðarinnar. Lífeyri taka hins vegar margir frá 61 árs aldri og ríkisstarfsmenn jafnvel fyrr, þannig að það lífeyrisþegahópurinn er ótrúlega stór.

Aldursdreifingin í Grikklandi (eins og mörgum öðrum Evrópulöndum) er heldur ekki beint góð, með tilliti til þess að vera með öflugt gegnumstreymislífeyriskerfi.

G. Tómas Gunnarsson, 4.7.2015 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband