Árið 2010 og aftur 2012 valdi Evrópusambandið að fresta vandanum í Grikklandi - Verður það líka valið nú?

Það má endalaust deila um hvort að Grikkir hefðu aldrei átt að ganga í Evópusambandið, aldrei átt að fá leyfi til að taka upp euro, eða hvort svona hefði átt að gera eða hins eigin, á mismunandi tímum.

Því sem ekki er hægt að neita er að krísa ríkir í Grikklandi og hefur gert það síðan 2009 - hugsanlega fyrr að að hennar hafi ekki gætt, að stórum hluta vegna þess að euroið huldi vísbendingar þar um.

Ég held sömuleiðis að það sé engin leið til að neita því að Grikkland er lang leiðina komið að því að "falla saman", og erfiðleikar almennings magnast dag frá degi, og eru ærnir fyrir.

Greece   Merkel TsiprasBæði árin 2010 og 2012 var ákveðið að "fresta vandanum",eða ef til vill ætti frekar að segja að Evrópusambandið og Grikkir ákváðu í sameiningu að best væri að fresta því að horfast í augu við hann.

Þegar slíkt er valið, hverfa erfiðleikarnir sjaldnast, heldur magnast og verða ill viðráðanlegri.

Það er einmitt það sem hefur gerst í Grikklandi.

Það að ætla að velta núverandi hörmungum á herðar Tsipras eða Syriza er blekking, þó að vissulega megi gagnrýna ýmislegt í framgöngu þeirra og stjórnarháttum.

Það sem þeir hafa fyrst og fremst gert er að neyða alla hlutaðeigandi til að horfast í augu við ástandið eins og það er og varpa ljósi á vandræðin sem frestunin hefur harft í för með sér.

Í huga mer kom stutt viðtal frá árinu 2012, birt í Spiegel stuttu eftir endurskipulagningu Gríska skuldanna það árið. Ég leitaði á náðir Google og fann viðtalið, sem er við prófessor Harald Hau (sem ég þekki ekki nánari deili á).

Prófessorinn segir þar, árið 2012 að vandanum hafi aðeins verið frestað og það muni taka 9  mánuði til 3. ár fyrir Grikklandskrísuna að verða enn verri, og þá á ábyrgð skattgreiðenda.

Eða eins og segir í viðtalinu:

SPIEGEL ONLINE: Is the debt haircut enough to free Greece from its worst burdens?

Hau: No. The agreed-upon debt haircut is insufficient. No matter what, there will be a second, proper bankruptcy. It will probably take another nine months to three years, but then there will be a really big crisis, both economically and politically. The problem has only been deferred. The next time it will only affect the taxpayers, though.

SPIEGEL ONLINE: Why?

Hau: The banks have been stalling for time over the last one and a half years. They wanted to take as many interest payments with them as possible. Now they realize that time is running out and have thus changed their strategy. They are just trying to pass on as many debts as possible to the public sector. From their perspective, this is a smart move. But it will be a catastrophe for taxpayers in the end.

SPIEGEL ONLINE: Then it would have been smarter to have a comprehensive debt haircut that included all investors?

Hau: Of course. Greece's debts don't just need to be reduced to 120 percent of gross domestic product, as is now planned, but down to 60 percent. For that there needs to be a proper national default. Then there would be a completely different negotiating position. Every euro given to investors would be a gift.

Ég hugsa að segja megi að Herr Hau, hafi verið nokkuð sannspár. Ég held einnig að líklega hafi Syriza litlu breytt, nema einhverjum mánuðum til eða frá, um hvenær krísan blossaði upp af endurnýjuðum krafti.

Það er enda svo að nú er IMF farinn að tala á annan veg, og virðist að einhverju marki vera að reyna að fjarlægja sig frá afstöðu Euroríkjanna.

P.S. Hvaða Evrópa er það sem bíður átekta eins og talað er um í fyrirsögn þessarar fréttar?

Er öll heimsálfan á hliðarlínunni? Vissulega getur Grikklands/Eurokrísan hafa áhrif víða og raunar mun víðar en í Evrópu. En fyrst og fremst eru það Euroríkin og Evrópusambandið sem bíða átekta.

En það er allt annar hlutur en Evrópa. Slíku ætti aldrei að rugla saman í fréttum.

 

 

 

 


mbl.is Evrópa bíður átekta - samantekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband