Verður allt "Oxi-clean" í Grikklandi?

Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Grikklandi er í senn afgerandi og sláandi. Hún kom mér nokkuð á óvart, og er ég líklega ekki einn um það.

Það er merkilegt hvað skoðanakannanir eru langt frá raunveruleikanum, rétt eins og þær voru í Bresku kosningunum.

oxicleanÝmsir vilja meina að beinar og óbeinar hótanir og heimsendaspár ýmissa forystumanna "Sambandsins" hafi stutt Nei málstaðinn.

En hvert stefnir Grikkland nú?

Það veit í raun enginn, en ljóst er að Tsipras kemur að taflborðinu með sterkt og óvéfengjanlegt umboð þjóðar sinnar, nýbúinn að fórna fjármálaráðherranum, sem ætti ef eitthvað er að blíðka "Troikuna".

En það er spurning hvað Eurosvæðisríkin geta boðið Grikklandi meira en þegar hefur verið gert? Lengingar lánstíma og vaxtalausra og afborgunarlausra tímabila (sem í raun jafngildir afskriftum) er ekki ólíklegt, en afar erfitt er fyrir ríkin að bjóða upp á beinar skuldalækkanir.  Það myndi án nokkurns vafa mælast afar illa fyrir á "heimvígsstöðvum", þannig líklegra er að reynt verði að fela sannleikann.

Þann að Grikkir munu aldrei borga skuldir sínar til baka nema að litlu leyti.

En flest bendir til að afstaða Eurosríkjanna sé klofin í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Það er áberandi að Frakkland og Ítalía virðast taka mun jákvæðari afstöðu til Grikkja, en til dæmis Þýskaland, Spánn, Holland og Finnland.

En Spænska ríkisstjórnin óttast að eftirgjöf gagnvart Syriza muni tvíefla Podemos, og kosningar eru í haust á Spáni.

Finnar hafa alltaf verið frekar andsnúnir lánveitingum til Grikkja, og eftirgjöf á þeim mun örugglega ekki mælast vel fyrir, og allra síst nú þegar Finnar eiga í vaxandi erfiðleikum og horfa fram á samdrátt, niðurskurð og vaxaandi atvinnuleysi.

Þjóðverjar vilja halda fast um skattfé sitt, eins og eðlilegt er, og mikil andstaða er í Þýskalandi við afskriftir til handa Grikkum. Verulega skiptar skoðanir eru í flokki Merkel, og eins er líka víst að AfD myndi vaxa fiskur um hrygg, ef slík "lausung" í fjármálum yrði ofan á.

Svona má lengi telja áfram og ljóst er að fátækari þjóðir Eurosvæðisins í A-Evrópu hafa lítinn áhuga á því að "niðurgreiða" það sem fyrir þeim lítur út sem hærri lífstíll en þær hafa sjálfar.

Í raun sýnir þetta stóran hluta vandamála eurosins í hnotskurn. Ólíkum þjóðum með ólíkan efnahag er ætlað að deila gjaldmiðli en fáu öðru. Slíkur pólítískur gjaldmiðill, með svo gott sem enga efnahagslega "jarðtengingu", er ávísun á vandamál, eins og margir hafa bent á.

Slíkar ábendingar hafa komið allt frá því að euroið var á hugmyndastigi, en samt var hin pólítíska mynt keyrð áfram.

En vandamál Grikkja eru auðvitað langt í frá horfin þó að þeir hafi hafnað frekari niðurskurði og aðhaldsaðgerðum. Reyndar er erfitt að sjá annað en slíkt í spilunum hjá þeim, hvort sem þeir verða innan eurosins eða utan.

Utan eurosins eiga þeir líklega betri von um að rétta fljótar úr kútnum, þó að upphafið þýði enn frekari erfiðleika. En til að slíkt takist verður að halda vel á spilinum.

Reyndar er það jákvæðasta sem hefur komið út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, það að ótvíræð úrslit hafa fengið Gríska stjórnmálaflokka (all flesta) til að þjappa sér saman að baki niðurstöðunni.

Það er þó alltént sólargeisli í hinu efnahagslega skammdegi Grikklands.

En eins og staðan er nú, myndi ég segja að möguleikarnir á því að Grikkland hverfi af Eurosvæðinum væru 60/40.

En öfugt við það sem flestir frammámenn Eurosvæðisins segja, myndi ég telja að boltinn væri hjá "Sambandinu", hvað er "Sambandið" og Eurosvæðið reiðubúið til að gefa Grikkjum mikinn slaka?

Hvað stóran hluta af skuldunum eru þeir reiðubúnir til að afskrifa?

Og þegar Alþjóða gjaldeyrisjóðurinn er búinn að gefa út skýrslu sem segir að nauðsynlegt sé að fella niður stóran hluta af skuldum Grikklands, þá getur "Sjóðurinn" varla tekið þátt í enn einni björgunaráætlun án þess.

Það sama ætti auðvitað að gilda um Eurosvæðið og "Sambandið", en það kann að vera pólítískt næsta ómögulegt.

 


mbl.is Hvað gera Grikkir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þjoðverjarnir sjalfsagt meira en tilbunir að fara þessa leið og jafnvel kikja a fleiri niðurfellngar fra siðustu öld.  Þeir voru ju janan með tarin i augunum og attu verulega erfitt eftir að hafa slatrað nagrönnum sinum o.fl.

The Treaty of Versailles and the 1921 London Schedule of Payments required Germany to pay 132 billion gold marks (US$33 billion) in reparations to cover civilian damage caused during the war. This figure was divided into three categories of bonds: A, B, and C. Of these, Germany was only required to pay towards 'A' and 'B' bonds totalling 50 billion marks (US$12.5 billion). The remaining 'C' bonds, which Germany did not have to pay, were designed to deceive the Anglo-French public into believing Germany was being heavily fined and punished for the war.

Because of the lack of reparation payments by Germany, France occupied the Ruhr in 1923 to enforce payments, causing an international crisis that resulted in the implementation of the Dawes Plan in 1924. This plan outlined a new payment method and raised international loans to help Germany to meet her reparation commitments. Despite this, by 1928 Germany called for a new payment plan, resulting in the Young Plan that established the German reparation requirements at 112 billion marks (US$26.3 billion) and created a schedule of payments that would see Germany complete payments by 1988. With the collapse of the German economy in 1931, reparations were suspended for a year and in 1932 during the Lausanne Conference they were cancelled altogether. Between 1919 and 1932, Germany paid less than 21 billion marks in reparations.

The German people saw reparations as a national humiliation; the German Government worked to undermine the validity of the Treaty of Versailles and the requirement to pay. British economist John Maynard Keynes called the treaty a Carthaginian peace that would economically destroy Germany. His arguments had a profound effect on historians, politicians, and the public at large. Despite Keynes' arguments and those by later historians supporting or reinforcing Keynes' views, the consensus of contemporary historians is that reparations were not as intolerable as the Germans or Keynes had suggested and were within Germany's capacity to pay had there been the political will to do so.

itg (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 19:01

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@itg Þakka þér fyrir þetta. Það eru engar einfaldar og góðar lausnir til í Euro/Grikklandskrísunni.

Ef Grikkland fær afskrifaðar skuldir, eiga þá ekki Spánverjar, Ítalir, Portúgalir og Írar, skilið slíka fyrirgreiðslu?

Og hvað með Frakkland og Belgíu?

Er lexían sem A-Evrópulöndin eiga að draga af þessu sú, að best sé að skuldsetja sig "upp í rjáfur" og vonast svo til að velta skuldinni yfir á aðra?

Er það leiðin til framfara?

En ég hef samúð með Grikkjum. Þessar vangaveltur breyta því ekki.

Spurningin er hvernig er best að vinda ofan af mistökunum sem gerð voru 2010 og 12, þegar Grikkland hefði í raun átt að fara í greiðsluþrot. Björgunin þá var illa unnin og jók í raun á vanda Grikklands, en bjargaði líklega Eurosvæðinu frá stórum vandamálum.

Hefði Grikkland farið í greiðsluþrot er líklegt að stórir bankar í Þýskalandi og Frakklandi hefðu farið svo gott sem á hliðina. Þá hefðu Þýskir og Franskir skattgreiðendur þurft að láta fé í þá, því annars hefði Eurosvæðið líklega riðað til falls.

En það hefði veriði innanlandsvandamál í Þýskalandi og Frakklandi. Grikkland hefði vissulega lent í erfiðleikum, en samt ekki óraunhæft að reikna með að það væri í betri málum en það er í dag.

En þar með gerði "Sambandið" og Eurosvæðið vandamálið að þeirri pólítísku flækju sem það er í dag, en að ýmsu leyti má segja að sú flækja varpi réttu ljósi á Eurosvæðið og uppbyggingu þess.

Hvernig sem fer, er það ljóst að Eurolöndin (og reyndar fleiri) munu tapa miklu fé á Grikklandi. Það er engin leið að landið borgi allt þetta fé til baka.

En hvort er það pólítískt betra að tapa því með því að gefa eftir eða að sýna hörku?

Það er spurningin sem er ósvarað enn, en nú um stundir virðist harkan vera ofan á.

G. Tómas Gunnarsson, 7.7.2015 kl. 05:54

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Íslendingar fóru þá leið að skuldsetja sig uppí rjáfur og sluppu svo við að standa við gefin loforð í IceSave deilunni frægu. Þannig að já, það er best að skuldsetja sig sem mest og reyna svo að kjafta sig frá gefnum loforðum. Það hefur löngum gefist vel.

Kristján G. Arngrímsson, 7.7.2015 kl. 08:23

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján þakka þér fyrir þetta. Íslensk fyrirtæki borguðu ekki skuldir sínar, en Íslenska ríkið hefur staðið við allar lagalegar skuldbindingar sínar.

Það er mikill munur á því og stöðunni í Grikklandi.

Vinstri stjórnin reyndi hins vegar að láta skattgreiðendur taka ábyrgð á föllnum skuldum Landsbankans.

En það er allt annar hlutur.

G. Tómas Gunnarsson, 7.7.2015 kl. 12:53

5 identicon

Menn vissu sem var að það yrði að greiða Icesave ef takast ætti að troða Íslandi í ESB - hvorugt gekk eftir sem betur fer.

Það vilja allir hjálpa grikkjum en þetta er bara líkt og með Afríku

aðstoð er bjarnargreiði nema hún stuðli að  sjálfbærni

Grímur (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 17:39

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Grímur Þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að líklega hefur löngun vinstri stjórnarinnar efti "Sambandsaðild" spilað stóra rullu í löngun hennar til að setja IceSave klafann á Íslendinga.

Og það er líka rétt að Grikkum er enginn greiði gerður með hjálp sem ekki leiðir til betri stöðu og sjálfbærni.

En það er eigi að síður það sem Eurosvæðið kaus handa Grikkum, bæði 2010 og 2012, því það var það sem hentaði Eurosvæðinu í heild best - Að fórna Grikklandi, rétt eins og segja má að Írlandi hafi verið fórnað.

G. Tómas Gunnarsson, 7.7.2015 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband