Bölvað háð og spé

Auðvitað er guðlast ekki nauðsynlegt, en að sjálfsögðu á það ekki að teljast glæpur.

Því tel ég að réttsýnir menn fagni þessari lagabreytingu. Aukið mál og tjáningarfrelsi er tvímælalaust af hinu góða að mínu mati, rétt eins og trúfrelsi.

Og þó að sjálfsagt sé að virða rétt allra til að iðka trú sína, án banns eða afskipta (svo framarlega sem trúariðkunin stangast ekki á við önnur lög), er engin sérstök ástæða til þess að virða það sem trúarbrögðin boða, eða snúast um, ef einstaklingum finnst það rangt.

Og trúarbrögð eiga ekki að vera hafin yfir aðra þætti samfélagsins og það er jafn sjálfsagt að að þeim öðru því sem á sér stað í samfélaginu.

Persónulega hef ég ekki stórar áhyggjur af því að fjömiðlar og aðrir miðlar fyllist af guðlasti, ég hef ekki mikla trú á því.

En ef sjálfsagt skýtur því upp kollinum hér og þar, einstaka sinnum.

En það er engin ástæða til þess að rjúka upp til handa og fóta yfir slíku, hvað þá að reyna að "krossfesta" nokkurn fyrir slíkt athæfi.

Og þeir trúuðu eiga að geta haldið ró sinni, því þeir telja sig líklega vita hver sá er sem kveða mun upp hinn "endanlega dóm".

Þess, þó að ég hafi ávallt gaman af góðu gríni, hvort sem það inniheldur guðlast eður ei, er ég þeirrar skoðunar að þeir sem æða fram með gífuryrðum og skætingi, dæmi sig yfirleitt sjálfir.

 

 

 

 

 


mbl.is Guðlast ekki lengur glæpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband