Örstutt hugleiðing um innflytjendamál

Það hefur sést nokkuð oft á prenti og heyrst í orðræðu að innflytjendur hafi haldið niðri launum á Íslenskum vinnumarkaði.  Aðrar og hófsamari raddir segja að þeir hafi verið að fylla störf sem ekki var hægt að manna.

En ef innflytjendur hafa haldið niðri launum á Íslandi, má þá ekki með sömu rökum segja að stöðugur straumur fólks af landsbyggðinni hafi haldið niðri launum höfuðborgarsvæðinu?

Hræðilegt, ekki satt?

Fólksfækkun yrði þá að sama skapi umtalsverð kjarabót.

Ég verð að segja að það er eiginlega ekki á frjálslynt fólk leggjandi að hlusta á svona málflutning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll vertu.

Leita þarf að kjarna hvers máls, hvers vegna varð til flótti af landsbyggðinni ?

Var það af því að útgerðarfyrirtæki gátu farið með atvinnu heilla þorpa brott á einni nóttu með framsali og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi ?

Með tilheyrandi eignaupptöku og sviptingu atvinnuréttar fólks ?

Án þess að greiða eina krónu fyrir ?

Heilsugæslu, hafnarmannvirkjum, skólum uppbyggðum fyrir skattfé gegnum árin hent á bálið í þorpum landsins, til þess eins að útgerðarmenn gætu  braskað með auðlind sjávar að vild undir formerkjum málamyndahagræðinar sem engin er.

mjög einkennilegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.4.2007 kl. 02:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað ljóst öllum þeim sem vilja vita að fólksflutningar af landsbyggðinni hófust löngu áður en kvótakerfinu var komið á, og mundu án efa halda áfram þó að það yrði afnumið.  

Þau eru enda nokkur sjávarplássin sem hafa fisk að vinna, en hafa þurft að treysta á útlendinga til að vinna verðmætin, Íslendingarnir hafa flutt í burtu.

Þetta virðist mér þó nokkuð algangur málflutningur hjá þeim sem kenna sig við frjálsyndi í Íslenskum stjórnmálum, að allt það sem horfir til verri vegar á Íslandi sé um að kenna, kvótakerfinu, útlendingum og ríkisstjórninni.

Flest skynsamt fólk sér í gegnum þennan málflutning.

G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 15:35

3 identicon

Jú, fólksflutningar á milli landsbyggða á Íslandi hafa alltaf átt sér stað frá því að land byggðist, en verulegir fólksflóttar til höfðuðborgarinnar hófust ekki fyrr en með kvótakerfi Framsóknarflokksins.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 15:48

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er einfaldlega rangt að fólksflutningar hafi tekið eitthvert stökk við tilkomu kvótakerfisins.  Þeir hafa aukist jafnt og þétt frá upphafi 20. aldar.  Það má sjá augljóslega í PDF skjali sem finna má hér og fjallar um búsetubreytingar á Íslandi.

Það er enda eins og ég minntist á í athugasemd hér að ofan, ekkert einsdæmi að fyrirtæki þurfa að treysta á útlendinga til að vinna fiskinn, vegna þess að þó að kvótinn sé fyrir hendi, eru ekki til Íslendingar til að vinna aflann.

G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband