Að fljúga hingað eða þangað?

Það væri vissulega gott að geta dreift ferðamannastraumnum víðar um Ísland en nú er. En ég hygg að þetta sé líklega hvorki fyrsti né  síðasti starfshópurinn sem fjallar um svipað eða skylt mál. Ég held að þeir hafi verið á ýmsum stjórnsýslustigum.

Ég bloggaði um samam málefni í nóvember síðastliðnum.

Viðskiptamódel Icelandair byggist að stórum hluta á því að selja tvo leggi, það er að segja alla leið yfir Atlantshafið. Inn í slíkt módel hentar illa að bæta við ferðum til annara flugvalla. Og WOW er að stefna á sama model sýnist mér.

Það væri því helst erlend flugfélög sem gætu séð hag sinn í því að bjóða upp á aðra flugvelli, sérstaklega ef það væri ódýrara.

En þegar rekstur allra flugvalla er á einni hendi, má sömuleiðis velta því fyrir sér hvort að það félag sjái sér ekki bestan hag í því að nýtingin á aðalflugvellinum sé sem best, og vilji síður gefa afslætti á öðrum flugvöllum, nema aðalflugvöllurinn sé að verða "fullur"?

En myndi einhver annar vilja taka að sér rekstur flugvallar á landsbyggðinni? Jafnvel þó að þeir fengju hann gefins?

Myndi einhver vilja taka yfir rekstur Húsavíkurflugvallar með því markmið að byggja hann upp? Þar er stutt í afar vinsæla ferðamannastaði, stutt til Akureyrar (eftir að Vaðlaheiðargöng koma í gagnið), og nálægðin við Austurland sömuleiðis plús.

Eða væri til bóta að aðskilja rekstur Keflavíkurflugvallar frá öðrum, þannig að samkeppni skapist frekar?

Það er eitthvað sem segir mér að þessu myndi fylgja meiri kostnaður en ráðlegt væri, fyrir 300.000 manna þjóð.

Skyldi hafa verið gerð einhver könnun meðal ferðamanna á Íslandi, hve margir þeirra settu það ekki fyrir sig að koma ekki til Reykjavíkur á ferðalagi sínu?

Því það er ljóst að heimamenn duga ekki til að halda uppi flugi, sem margir meira að segja setja það fyrir sig, að komast ekki í "almennilega fríhöfn", ef flogið er frá öðrum stöðum en Keflavík.

En vissulega geta skapast einhverjir möguleikar á að fljúga inn á einum flugvelli, og út á öðrum.

En ég á erfitt með að sjá að auðveld lausn finnist á þessu máli.

 


mbl.is Millilandaflug um Egilsstaði og Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband