Inn um einn, út um annan?

Það er ekki hægt að reikna með því að ekki fjölmennari þjóð en Íslendingar standi undir því að reka marga alþjóðlega flugvelli, þó að ferðamanna fjöldinn fari sífellt vaxandi.

Og stór partur af viðskiptamódeli stærsta flugfélagsins, Icelandair, byggir á því að vera með einn flugvöll, þar sem skipt er um flugvél, til að að halda áfram annaðhvort til Evrópu eða N-Ameríku, eftir ástæðum.

Eftir því sem mér skilst stefnir WOW á svipaða uppbyggingu.

Það er því á brattann að sækja að fá flugfélög til að nýta aðra flugvelli en Keflavíkur til millilandaflugs.

Þó væri það tvímælalaust til bóta og yrði eins og vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustu víðar um landið.

Eitt af því sem flugfélög og ferðaþjónustuaðilar gætu velt fyrir sér og sameinast um að bjóða ferðafólki um háannatímann, væri að lenda á einum flugvelli fara í ferðalag um landið og fljúga svo heim frá öðrum.

En hvort að það er viðskiptahugmynd sem vert væri að athuga nánar verða einhverjir aðrir að komast að en ég.

 

 

 


mbl.is Einnar gáttar stefna skaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í öðrum löndum Evrópu er stutt að fljúga yfir til varaflugvalla, annað hvort í landinu sjálfu, eða næstu löndum. Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar dýrmætu hlutverki fyrir flugfélög, sem fljúga út frá Keflavík, því að við flugtak verður að hafa tiltækan varaflugvöll í minna en einnar klukkustundar fjarlægð til að bregðast við því ef annar hreyfillinn bilar í flugtaki. Keflavik er með verri veðurskilyrði en Reykjavík og gildir það einkum um aðflug. Því er talsverður fjöldi flugtaka þar við veðurskilyrði, sem eru nógu góð til flugtaks en ekki til lendingar á sama tíma sem Reykjavíkurflugvöllur er opinn fyrir hvort tveggja. 

Egilsstaðir eru of langt í burtu, því að þoturnar ná ekki nægri flughæð á öðrum hreyflinum til að ná nógum flughraða og með annan hreyfil úti er Akureyri ekki boðlegur kostur. 

Ef Keflavíkurflugvöllur væri eini nothæfi alþjóðlegi flugvölurinn á Íslandi væri sérstaða landsins alger miðað við önnur lönd, vegna fjarlægðar Íslands frá öðrum löndum. 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2014 kl. 22:35

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar  Ég held að umræðan hér snúist um annað en Reykjavíkurflugvöll og ég held að ferðaþjónustan sé ekki að tala um að auka komur eða brottfarir ferðamanna frá honum.

En eins og ég er að tala um "alþjóðaflugvöll" í þessu bloggi, þá er ekki eingöngu um að ræða flugbraut sem hægt er að nota til að lenda ef í harðbakkann slær.  Ef til vill hef ég gengið gegn þeirri skilgreiningu sem á tæknimáli notar sama heitið.

Ef svo er, eru mistökin alfarið mín og best fyrir mig að biðjast afsökunar, ef ekki segja af mér.

G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2014 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband