9.2.2015 | 05:51
Meiri "numb" fréttamennska
Ég bloggaði hér fyrir nokkur stuttlega um frétt sem byggði á "niðurstöðu" vefsíðunnar numbeo.com um gæði Íslensku heilbrigðisþjónustunnar.
En ég sá svo í gærdag að þá var komin frétt á vefsíðu Visis.is, sem var því sem næst samhljóða (það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að blaðamenn taka svona upp eftir hvor öðrum, eða hvort einhver sendir þetta út?)
Þá var fyrirsögnin að Ísland væri með 25. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu, en það 67. á heimsvísu.
Eins og áður er fréttin byggði á vefsíðunni www.numbeo.com
Í fréttinni er ekkert minnst á hvernig vefsíðan kemst að þessari niðurstöðu, eða hvaða "rannsóknir" búa þar að baki. Sem ætti nú að vera lágmarks krafa í vandaðri fjölmiðlun. Ekki væri síðra ef blaðamaðurinn leitaði sér aðeins upplýsinga um slíkt sjálfur.
En þessi niðurstaða byggir á heimsóknum 24. einstaklinga á síðu Numbeo, á síðastliðnum 3. árum. Það gerir að meðaltali 8 einstaklinga á ári. Þó er ekki hægt að segja neitt um hvernig dreifingin er, þeir gætu hæglega allir hafa komið síðasta mánuðuðinn, nú eða þann fyrsta. Síðan segir að niðurstaðan sé byggð á "upplifunum" þeirra.
Með þessar "rannsóknarniðurstöður" segir Numbeo að Íslenska heilbrigðiskerfið sé það 25. besta í Evrópu og númer 67 í heiminum.
Og Vísir "lepur" þetta upp, án þess að útskýra fyrir lesendum hvernig þessi niðurstaða er fengin, eða gera nokkra tilraun til að segja hvað stendur að baki.
Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að Íslenskst heilbrigðiskerfi hefur heldur sigið á undanförnum árum. En mér sýnist þó í fljótu bragði að það sé ekkert á við það "hrun" sem er að verða í gæðum á Íslenskum fjölmiðlum.
Mér finnst ekki trúlegt að þeir nái 25. sæti í Evrópu, hvað þá 67. sæti í heiminum, alla vegna ekki miðað við þessa frammistöðu.
Svona vinnubrögð ganga vel þegar skrifaðar eru fréttir af "rauða dreglinum", en persónulega finnst mér rétt að gera meiri kröfur þegar fréttirnar eru um heilbrigðiskerfi.
Ég læt að lokum fylgja hér með tvær fréttir sem ég rakst sömuleiðis á í gær, frá tveimur mismunandi fjölmiðlum, um tvö mismunandi heilbrigðiskerfi í Evrópu.
Úr New York Times um það Gríska.
Og úr The Telegraph um það Breska.
P.S. Myndin er skjáskot af vef Numbeo og rauðu undirstrikanirnar eru mínar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur dregist aftur úr heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Ástæðan er fyrst og fremst að unnið hefur verið markvisst að því frá því löngu fyrir hrun að þrengja hag hennar.
Þetta hefur verið liður í þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að minnka umsvif hins opinbera og einkavæða sem mest af þjónustunni eða fela hana einkaaðilum til einkareksturs.
Auðvitað á hrunið sinn þátt í þessum ógöngum en er langt frá því að vera aðalskýringin enda hófst þessi þróun mörgum árum fyrir hrun, þegar uppgangur efnahagslífsins var mestur, og er enn í fullum gangi.
Þessi stefna Sjálfstæðisflokksins er mjög misráðin enda sýna rannsóknir að opinber rekstur heilbrigðisþjónustu er bæði ódýrastur og bestur eins og Rúnar Vilhjálmsson prófessor hefur bent á:
“Rúnar Vilhjálmsson prófessor fór yfir fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og Evrópu um árangur ólíks reksturs heilbrigðisþjónustu. Niðurstöðurnar sýna að þegar mat er lagt á aðgengi að þjónustu þá koma félagsleg kerfi, eins og hér hefur verið, best út. Blönduð kerfi, eins og eru í Vestur-Evrópu, næst best en lakast er aðgengi að þjónustunni í kerfum sem eru í einkarekstri. Kostnaður er lægstur í félagslega kerfinu og lýðheilsa best. „Þannig að eftir því sem bæði fjármögnun og rekstur fer frá því opinbera og til einkaaðila þá verður stýring eða stjórnun þjónustunnar eða kerfisins erfiðari,“ segir Rúnar.”
http://blog.piratar.is/bjornlevi/
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 08:23
@Ásmundur Hefur þú eitthvað til þess að bakka upp á fullyrðingu þína að Íslenska heilbrigðiskerfið hafi verið að dragast aftur úr Evrópskum? Eða er þetta bara innihaldslítið gaspur?
http://www.healthpowerhouse.com/files/ehci-2013/ehci-2013-report.pdf
Ég hef marg oft birt þennan tengil þessa skýrslu hér, hún sýnir að Íslendingar þurfa langt í frá að skammast sín fyrir heilbrigðiskerfið sitt.
Þessi skýrsal er auðvitað ekki hinn endanlegi dómur, né segir hún að ekki sé hægt að gera betur, en ég tel hana góða vísbendingu.
Rannsóknir deila um árangur á þessu sviði eins og mörgum öðrum. Heilbrigðiskerfin sem eru ofar en Ísland, eru talin hafa meira "frelsi og val" í sínum kerfum, bara svo dæmi sé tekið.
Það er heldur ekki svo að Íslenska kerifð sé talið 100% ríkiskerfi.
En þetta innlegg þitt segir svo nákvæmlega ekkert um það sem pistillinn fjallaði um, það er að segja undarlegan fréttaflutning af Íslenska aheilbrigðiskerfinu byggðan á vefsíðunni Numbeo í Íslenskum fjölmiðlum. Það hlýtur að teljast undarlegt að byggja fréttir um gæði Íslenska heilbrigðiskerfisins á "upplifun" 24. einstaklinga sem hafa komið á einhverja vefsíðu, undanfarin 3. ár.
Ég hvet þig til að fjalla um efnið sem er til umræðu, en ef þér liggur mikið á hjarta, mæli ég með því að þú komir þér á fót þinni eigin blogsíðu.
G. Tómas Gunnarsson, 9.2.2015 kl. 13:22
þar sem þú býrð erlendis hefurðu trúlega misst af fréttum af niðurlægingu íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Ég hef ekki orðið var við neitt álíka annars staðar í Evrópu enda hafa íslenskir læknar og hjúkrunarfólk flykkst þangað.
Ég lít svo á að ég haldi mig við umræðuefnið. Mér sýnist tilgangur þinn vera að upphefja íslenska heilbrigðisþjónustu með því að gera lítið úr þessum niðurstöðum. Ég kem með vísbendingar um að tæplega sé tilefni til þess.
Hvers vegna viltu auka fjölbreytni í rekstrarformum íslenskrar heilbrigðisþjónustu úr því að rannsóknir sýna að opinber þjónusta er bæði best og ódýrust? Er ekki nær að bæta þjónustuna en að bruðla með ólík rekstrarform?
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 08:29
@Ásmundur Þannig að þú hefur engin gögn að leggja fram?
Auðvitað veit ég vel að það hefur ekki árað vel fyrir Íslenska heilbrigðiskerfið, en það er reyndar ekki mörg þeirra sem hafa verið á leiðinni fram á við í Evrópu undanfarin ár. Fjársvelti og niðurskurður hefur tíðkast býsna víða, ekki síst á Eurosvæðinu.
http://www.healthpowerhouse.com/files/ehci-2013/ehci-2013-report.pdf
Hefurðu lesið þessa skýrslu? Lastu fréttirnar sem ég hafði með neðst í upprunalegu færslunni?
Finnst þér eðlilegt að byggja niðurstöðu um heilbrigðiskerfi og síðan fréttir í fjölmiðlum, á "upplifun" 24ja einstaklinga, sem hafa heimsótt tiltekna vefsíðu á undanförnum 3. árum?
Þegar þú svarar því ekki ertu vissulega farin að fjarlægjast efnið og taka til við það sem oft er kallað að drepa umræðunni á dreif.
Það er ekkert nýtt.
Það sem ég sagði er að ef önnur blanda en sú Íslenska gefur betri raun (þó að rannsóknin sem þú vísar til sé ábyggilega ágæt, ég hef ekki lesið hana,þú setur ef til vill hlekk á hana hér) og skilar betra heilbrigðiskerfi (samkvæmt skýrslunni sem ég setti inn) þá hlýtur að vera þess virði að athuga það.
G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 09:12
Það er hlekkur hér fyrir ofan á upplýsingar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors um að rannsóknir, ekki bara ein, sýni að opinber heilbrigðisþjónusta sé bæði best og ódýrust.
Sjálfur hlustaði ég á Rúnar segja þetta í útvarpi og leitaði því að því á netinu og fann þar þennan hlekk. Ef þetta nægir þér ekki býst ég við að Rúnar sé tilbúinn til að benda þér á hvernig þú getur nálgast þessar rannsóknir.
Skoðanir mínar á íslensku heilbrigðiskerfi byggjast ekki á þessari skýrslu heldur fréttum hér heima og viðtölum við stjórnendur spítalans. Skýrslan skiptir engu máli í því sambandi. Ég hef því ekki séð ástæðu til að kynna mér hana í smáatriðum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 09:43
@Ásmundur Ég var búinn að sjá hlekkinn og hafði áður séð fréttin af RUV. En það segir í sjálfu sér lítið um rannsóknirnar.
Rannsóknir á þessu eins og öðru eru gjarnar á að koma með mismundandi, ef ekki misvísandi niðurstöður.
Þínar skoðanir á Íslensku heilbrigðiskerfi eru þá líklega ekki meira en það, skoðanir?
Ekki þar fyrir að skoðanir eiga fullan rétt á sér og eru oft fyrstu skrefin að stærri hlutum.
En þó að við teljum að Íslensku heilbrigðiskerfi hafi hrakað, eða séum jafnvel nokkuð sammála um það, er það ekki það sama og það hafi dregist aftur úr Evrópskum heilbrigðiskerfum. Það tvennt þarf alls ekki að fara saman, þó að það geti það.
En skýrslan, sem þér finnst ekki ástæða til að lesa, gerir einmitt það, ber saman eftir fremsta megni heilbrigðiskerfi, og þar fær það Íslenska góða einkunn, í samanburði við önnur Evrópsk kerfi.
Það þýðir ekki að allt sé í himnalagi og ekkert þurfi að laga. En þú hefur enn ekki fært nokkur rök fyrir því að fullyrða að Íslenskt heilbrigðiskerfi hafi dregist aftur úr Evrópskum.
Enn heldur þú þig svo frá því að ræða það sem er meginefni upphafspistilsins, sem undarlegur fréttaflutningur um Íslenska heilbrigðiskerfið sem byggður er á "upplifun" 24 einstklinga sem heimsótt hafa tiltekna vefsíðu á 3ja ára tímabili.
En það hittir þig ef til vill illa fyrir að fjallað sé um slíkan fréttaflutning?
G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 10:34
Ertu að halda því fram að afstaða þín í þessu máli sé eitthvað meira en skoðun?
Að byggja afstöðu sína til heilbrigðisþjónustunnar á fréttum yfir langan tíma og viðtölum við stjórnendur LHS er síst verri grunnur til að byggja skoðun á en þessi skýrsla sem þú vísar í.
Reyndar hélt ég að þú værir að tala um einhverja skýrslu um aðferðarfræðina við að komast að því að Ísland væri með heilbrigðisþjónustu í 69. sæti í heiminum og 25. sæti í Evrópu.
Skýrsluna sem þú ert væntanlega að tala um skoðaði ég og sá ekki að hún setti Ísland framar á lista enda erfitt að lesa út úr henni hvar á lista Ísland ætti að vera. Hver liður hefur mismunandi mikið vægi.
Ég sé enga ástæðu til að ætla að blaðamenn hafi komið þessari könnun á framfæri i annarlegum tilgangi. Starfsaðstaða þeirra er þannig að þeir hafa ekki tíma til að rýna í slíkar kannanir.
Það vita allir að niðurstöður kannana geta verið æði misjafnar og engin ástæða til að taka eina könnun bókstaflega, hvorki þessa né aðra. En auðvitað eru 24 svör ansi lítið til að byggja niðurstöðu á.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 14:25
@Ásmundur Skýrslan er unnin af fyrirtæki sem sérhæfir sig í samanburði á heilbrigðiskerfum. Það fékk m.a. þess umsögn:
We know the Euro Health Consumer Index (EHCI) is today the leading public measurement of how national healthcare systems perform ...We have recently learned that the European Commission after assessing various benchmarks has found the EHCI to be the most accurate and reliable comparison".
– Dr. Vytenis Andriukaitis, former Minister of Health of Lithuania, since November 2014 the EU Commissioner of Health and Consumer Protection.
Þannig að þegar ég vísa til skýrslunar um að Ísland hafi ekki dregist aftur úr Evrópuþjóðum, er það meira en bara "skoðun".
Þú hefur hins vegar ekkert lagt fram um fullyrðingu þína um að Ísland hafi dregist aftur úr.
Þó að einhver læknir lýsi því yfir til að leggja áherslu á kröfur um aukin fjárframlög, er ekki grunnur til slíkra alhæfinga.
Það er sömuleiðis listað upp hvaða lönd koma best út.
Það er merkileg tilviljun að 2. mismunandi fjölmiðlar skuli með stuttu millibili nota nðurstöður vefsíðu sem byggir á "upplifun" 24ja einstaklinga og nota það til að slá því upp að Íslenskt heilbrigðiskerfi sé lélegt.
G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 15:12
Ég hef ekki séð þetta áður. Hef heldur ekki orðið var við að þú héldir því fram að íslenska heilbrigðiskerfið væri í sjöunda hjá þessum aðila.
Þó að allt svona orki tvímælis þá er eflaust meiri ástæða til að taka mark á þessu en því sem birtist í íslenskum fjölmiðlum nýlega frá mumbeo.com.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 16:45
@Ásmundur Þetta fyrirætki gerir vandaðar skýrslur, en er að sjálfsögðu ekki hinn endanlegi stóri sannleikur, frekar en nokkuð annað.
En Ísland er í 3. sæti yfir bestu heilbrigðiskerfi Evrópu hjá þeim. Í 2. sæti þegar reiknað er "bang for the buck". En fyrirtækið segir sjálft sað þá niðurstöðu megi ekki taka of bókstaflega.
En það hafa birst fréttir af þessum skýrslum á árum áður, en auðvitað er meira krassandi að segja að Ísland "sé ónýtt" og vitna í einhverja vefsíðu máli sínu til stuðnings.
En það er léleg og ómerkileg fréttamennska, sem því miður virðist færast í vöxt á Íslandi.
G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 17:33
Hér koma nýjustu upplýsingar. Ísland hefur lækkað niður í sjöunda sæti:
Vísitala notenda heilbrigðisþjónustu í Evrópu 2014:
Heilbrigðisþjónustan á Íslandi er áfram mjög hagstæður kostur en er umbætur eiga sér stað í öðrum löndum lækkar árleg staða hennar
(Brussel, 27. janúar, 2015)
Ísland er í 7. sæti á þessu ári, þegar vísitala notenda heilbrigðisþjónustu í Evrópu hefur verið reiknuð, á milli Belgíu og Lúxemborg. Ísland náði sama stigafjölda fyrir 2014 og fyrir 2013, en flest önnur lönd auka stigafjölda sinn og því fellur Ísland niður listann.
http://www.healthpowerhouse.com/index.php?Itemid=55
Með því að smella á Iceland á síðunni sem hlekkurinn leiðir til fæst textinn hér fyrir ofan og meira til.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 18:55
@Ásmundur Takk fyrir þetta. Ég var ekki búinn að uppfæra þessa skýrslu í bankanum mínum.
Vissulega fellur Ísland um 4. sæti. Sem getur engan veginn talist æskilegt, en keppnin í efstu sætunum er hörð. Nokkuð athyglisvert líka hverjir eru á leiðinni upp. Finnland kemur mér skemmtilega á óvart þarna.
Líka hverjir eru á leiðinni niður, Írland gott dæmi um það. Og Danmörk niður um 3. sæti.
En í heildina sýnir skýrsla að Íslenska kerfið stendur ótrúlega vel, þó að niðurskurður síðustu ára sé farin að sjást. Eitthvað stendur það til bóta og vonandi stendur ríkisstjórnin við það að auka fjárfamlögin eins og talað er um.
Og vitaskuld er allur munur á því hvort að heilbrigðiskerfið er það 7. besta, eða í 25. sæti.
Það þýðir ekki að það er alltaf eitthvað sem þarf að laga og bæta.
G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.