Fleiri og fleiri ákveða að kjósa hana, ekki af því að þeir styðja hana.....

Mér finnst þessi frétt og viðtal á margan hátt mjög merkilegt.  Ekki bara vegna þess að þar er talað við einstakling sem býr í París og upplifir hvernig það er að búa í borg þar sem hryðjuverk á sér stað, heldur líka það sem hún segir um andrúmsloftið og kringumstæðurnar.

Það sem hún segir, rímar líka að svo mörgu leyti við það sem ég hef heyrt frá svo mörgum á undanförnum mánuðum.

Og það er undarlegt að búa í borg þar sem hryðjuverk eiga sér stað.

Sjálfur bjó ég í París þegar hryðjuverk voru framin í lestarkerfinu. Það var skrýtin tilfinning og að fara ferða sinna á milli vopnaðra hermanna var óþægileg tilfinning.  En það má öllu venjast.

En það sem mér finnst þó athyglisverðast í viðtalinu er eftirfarandi:

„Núna er vinstri­flokk­ur við völd en hann er ekki að standa sig. Hollande er svo óvin­sæll, hægri flokk­ur­inn er bara að bjóða upp á Sar­kozy sem hef­ur verið for­seti, þannig að í raun­inni er eini kost­ur­inn sem er eft­ir le Pen, og þess vegna er kannski verið að tala um auk­inn ras­isma í Frakklandi; því hún virðist síðasti kost­ur­inn,“ seg­ir Lea um mögu­leg áhrif hryðju­verka­árás­ar­inn­ar á frönsk stjórn­mál og for­seta­kosn­ing­arn­ar 2017.

„Það eru alltaf fleiri og fleiri að ákveða að kjósa hana, en ekk­ert endi­lega af því að fólkið styður hana, held­ur af því að fólki finnst hinir ekki geta neitt. Það er frek­ar þannig. Að vinstri flokk­ur­inn geri ekki neitt og hægri flokk­ur­inn hafi verið lé­leg­ur. Hver er eft­ir? Le Pen, og auðvitað hjálp­ar það henni þegar eitt­hvað svona ger­ist.“

Þetta er því miður það sem heyra má svo víða.

Hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir hafa svo víða algerlega brugðist vonum fólks og geta engan vegin mætt væntingum þess.  Væntingum sem oft á tíðum stjórnmálaflokkarnir hafa byggt upp sjálfir, og hafa af reynt að uppfylla með óhóflegri skuldasöfnun hins opinbera.

Margir hafa á tilfinningunni að stjórnmálamenn hlusti ekki á að það sem það hefur að segja.  Það er enda orðið "skammaryrði" að gera slíkt.  Í "vitrænni stjórnmálalegri umræðu" heitir það "popúlismi".

Mátt og úrræðaleysi hefðbundinna stjórnmálaflokka gerir kjósendur reiðubúna til að í það minnst reyna því sem næst hvaða nýtt úrræði sem býðst.

Því þeim finnst kyrrstaðan og úrræðaleysið ekki boðlegt lengur.

Með atkvæði sínu eru kjósendur oft ekki síður að segja hvaða flokka þeir geta ekki hugsað sér að kjósa, en að flokkurinn sem þeir kjósa, smellpassi við hugmyndir þeirra.

P.S.  Popúlismi er gjarna talinn eiga upphaf sitt í Rómaveldi, en skilgreiningar á honum hafa verið margar og mismunandi í gegnum tíðina og eru enn.  Hér er ein ættuð frá Princeton.  Populism:  S: (n) populism (the political doctrine that supports the rights and powers of the common people in their struggle with the privileged elite) 


mbl.is „Fólk vill bara standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband