Er ekki allt meira og minna ónýtt? S - Fyrir Savisaar. Jólakveðja frá höfuðborginni

Stjórnmálamenn eru misjafnir eins og þeir eru margir, þó að við viljum oft skipta þeim upp í örfá "hólf".  Stundum jafnvel stundum setja þá í eitt.

Íslendingar eru gjarnir á halda því fram að Íslenskir stjórnmálamenn séu lélegir og spilltir.

AF þessi hefur svo spunnist umræða um að Íslands sé of lítið til að virka og landið sé "ónýtt".

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að smáríki og Ísland eigi jafna möguleika að þrífast og stærri ríki.  Það þarf heldur ekki að horfa víða til að sjá að vandamálin finnast víða, smá og stór, og alls ekki bundin við smærri ríki.

Gríðarlegt atvinnyleysi plagar mörg lönd, gríðarlegar skuldir einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera.  Skuldastaða margra ríkja þannig að vafi leikur á hvort að þau standa undir henni.  Húsnæðisverð hefur hrapað svo í mörgum löndum, að margir standa með neikvæða eignarhlutfall í húsi sem ekki er hægt að selja.

Efnahagsdoðinn á Eurosvæðinu er með þeim ósköpum að hagspekingar kasta fram hugmyndum um að Seðlanbankinn sendi hverjum fullorðnum einstaklingi allt að 3000 euro til að auka eftirpsurn.

Skyldi slíkt verða kallað "Leiðrétting"?  En ef af yrði er ég hræddur um að "Íslenska heimsmetið" stæði varla lengur.

Síðan er verðhjöðnun að koma til sögunnar á Eurosvæðinu, en Japan hefur glímt við þann draug í áratugi.

Gjaldmiðlar stórra og öflugra ríkja "stíga viltan dans", enda vill engin hafa of sterkan gjaldmiðil nú til dags.  Nema þá helst Rússar, en þeir megna það ekki.

Jafnvel gjaldmiðlar öflugra og stöðugra ríkja tapa yfir 20% af verðgildi sínu á ótrúlega stuttum tíma.

En auðvitað eru grænir grasblettir víða, sérstaklega ef við erum hinum megin við girðinguna.

Til gamans birti ég hér jólakveðju sem Tallinn, höfuborg Eistlands birti í sjónvarpi nú fyrir jólinn.  Þar má sjá borgarstjórann á skautum í hálfgerðum "Supermanbúningi".

Heildarkostnaður við auglýsinguna jólakveðjuna, var 107.000 euro.  Gerð hennar kostaði 35.000 euro, og 72.000 euroa var eytt í birtingar.

Þess má geta að þingkosningar eru í Eistlandi 1. mars og borgarstjórinn að sjálfsögðu í framboði eins og oftast áður.

Edgar Savisaar, eða "Edgar 1" eins og gárungarnir kalla hann stundum, er umdeildur en nokkuð vinsæll stjórnmálamaður.

Á meðal afreka hans á stjórnmálasviðinu, er að láta borgina stofna og reka sjónvarpsstöð og opna matvörubúð borgarinnar.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband