Neyðarbrauð í notkun

Það er líklega neyðarbrauð fyrir flugmenn að nota NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar.  Þeir virðast almennt frekar kjósa að lenda og taka á loft á öðrum brautum.

En ef marka má fréttina voru 15% af lendingum og flugtökum á Reykjavíkurflugvelli í gær,  á þeirri flugbraut.

Nú ætla ég ekki að dæma um hversu "mikil neyð" ríkti og hve "áríðandi" þessar lendingar og flugtök voru.  En ég dreg ekki í efa að slíkt ástand getur oft skapast.

Á móti má spyrja, hversu "áríðandi" íbúðarblokkir og staðsetning þeirra getur verið?

Ég held því að vert sé að gefa þessari frétt gaum og ef til vill ræða hana frekar.

 

P.S.  Að óskyldu máli og léttvægara:  Skyldi fyrirsögnin "Sex hreyfingar á neyðarbrautinni", hafa komist í gegnum "klámsíu" á internetinu, hefðu Íslendingar komið sér upp slíkri?

 

 

 


mbl.is Sex hreyfingar á neyðarbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar ekki eingöngu val flugmannanna, þeir mega ekki nota NV/SV brautina nema ekki sé óhætt að nota hinar (það eru til einhver vimið um það).   Það líka alfarið bannað að taka á loft til norðvesturs.

ls. (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 09:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls  Bestu þakkir fyrir þetta.  Alltaf fengur að frekari upplýsingum.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 10:22

3 identicon

Óttaleg áttavilla er þetta í mér.  Á náttúrlega að vera NA/SV brautin og flugtök til norðausturs.

ls (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 13:17

4 identicon

Það var tekin um það ákvörðun fyrir mörgum árum, eftir að málið hafði verið vandlega skoðað, að ekki væri réttlætanlegt að halda áfram með þessa flugbraut sem skyndilega í áróðursskyni er farið að kalla neyðarbraut.

Í mörg ár stóð til að byggja umferðarmiðstöð þar sem nyrðri hluti flugbrautarinnar liggur. Enginn mótmælti því þá að brautin yrði lögð niður. Getur verið að mótmælin núna endurspegli versnandi geðheilsu þjóðarinnar í kjölfar hrunsins?

Í ljósi fyrirhugaðra byggingaframkvæmda, sem eru langt á veg komnar í hönnun og öðrum undirbúningi, verður ákvörðunin ekki afturkölluð nema með miklum kostnaði fyrir borg og/eða ríki.Að halda áfram með neyðarbrautina er því enn síður réttlætanlegt núna en fyrir mörgum árum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 16:16

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Sjálfur hef ég ekki sterkar og ákveðnar skoðanir á Reykjavíkurflugvelli.

Ég get vel skilið rökin  fyrir því að vilja byggja á flugvellinum og að Reykjavík, ef vel væri á málum haldið, yrði betri borg fyrir vikið.

En ég vil ekki gera lítið úr öryggismálum.

Finnst þér hægt að segja að dagar og tilvik eins og fréttin segir frá skipti engu máli, eða fjarlægð sjukraflugs frá frá flugvelli?

Ef til vill væri rétt að staldra við og endurhugsa stöðuna.  Ef ég man rétt er nefnd að störfum.

Síðan má velta fyrir sér hvort að betra væri þá að byggja upp spitalann annars staðar.  Jafnvel í Garðabæ, þar sem er nær að vera miðsvæðis og þá sömuleiðis nær þeim flugvelli sem myndi þjóna sjúkraflugi.

Það er líklega ekki síður mikilvægt og dýrmætt byggingasvæði þar sem Landspítalinn stendur nú.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 18:05

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það myndi breyta miklu ef íbúðablokkirnar hefðu skipti við auða svæðið, þannig að auða svæðið yrði nær brautinni og blokkirnar fjær. Flugbrautarendinn er nefnilega það hár  og vélarnar koma það bratt og úr það mikilli hæð yfir gamla Miklatorgið að brautin gæti verið þarna áfram ef þessi leið yrði valin, hugsanlega með einhverri framlengingu til suðvesturs eða lítilega skekkt. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2015 kl. 20:02

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Þakkir fyrir þetta.  Viðurkenni fúslega að ég hef ekki yfirgripsmikla þekkingu á málinu.  Mín flugreynsla (að öðru leyti en farþegi) er bundin við að taka loft og lenda svifflugvél á mel eða grasbala.

En vonandi næst lending í málinu, og það er aldrei og seint að finna betri lausn, jafnvel þó að einhver fjárfesting hafi þegar orðið.

Aðalatriði hlýtur að vera öryggi, bæði almenns flugs og svo sjúkraflugs.

P.S. Misritun varð í síðasta innlegi míni, þar sem stendur fjarlægð sjúkraflugs frá flugvelli, átti að sjálfsögðu að standa fjarlægð sjúkrahúss frá flugvelli.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 20:17

8 identicon

Stundum heryist það sjónarmið að fjöldi þeirra skipta sem umrædd breut er notið sé aðalmálið.  Oft er veðrið þannig að hæpið er að hægt sé að nota hinar brautirnar eða hætta á að veður versni á næsta klukkutímanum eða tveim.

Þá fer áætlunarvél ekki frá Reykjavík nema af því að hún getur notað litlu NA/SV brautina ef ekki er hægt að lenda á hinum.  Flugmönnum þykir nefninlega gott að geta lent og það skiptir flugrekanda miklu að vélin lendi á réttum stað.  Svo gerist það samt sem áður að hægt er að lenda á annarihvorri hinni, en það var tilvist NA/SV brautarinna sem gerði það kleift að flogið væri.  

Svipað gildir um skjúkraflug, ef nánast ómögulegt er að lenda, er ekki farið af stað og umrædd braut fækkar þeim tilvikum ómögulegt getur verið að lenda (útsýnisflug sem sjúkling til Reykjavíkur og til baka gerir skjúklingum yfirleitt lítið gagn).

ls (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 03:56

9 identicon

Flest flugslys eiga sér stað við flugtak eða í aðflugi. Það er því lítið öryggi fólgið í því að í þessum hættulegu aðstæðum skuli vera þétt byggð þar á meðal miðbærinn þar sem stjórnsýsla landsins er staðsett.

Hér áður fyrr var þetta stórt atriði í umræðunni um staðsetningu flugvallarins ef ég man rétt. Hvers vegna er aldrei á það minnst lengur?

Ef flugvöllurinn  yrði áfram í Vatnsmýrinni myndi allur sá fjöldi sem gæti búið þar verða að sætta sig við búsetu í Úlfarsárdal eða öðrum nýjum úthverfum.

Sjúkraflutningar frá þessum úthverfum til spítalans taka miklu lengri tíma en frá Vatnsmýrinni og sá tími getur skipt sköpum ekki síður en frá flugvél til spítala.

Spurningin er því hvort Vatnsmýrin sé ekki slæmur kostur fyrir flugvöll með tilliti til öryggis íbúa höfuðborgarsvæðisins og stjórnsýslunnar. Er ekki eðlilegt að öryggi borgarbúa víki til að tryggja 100% öryggi þeirra sem nota sjúkraflug?

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 11:27

10 identicon

Er ekki óeðlilegt.... Þannig á síðasta setningin að byrja.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 11:31

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Þetta er vissulega fullgildur punktur, þó að rangt sé auðvitað að öryggi borgarbúa víki, eða að öryggi þeirra sem þarfnast (sögnin að nota á ef til vill ekki við) sjúkraflugs verði 100%,

En það má vissulega segja að öryggi borgarbúa minni svo einhverju nemi og öryggi þeirra sem þarfnast sjúkraflugs aukist.

Og auðvitað hefur þetta verið í umræðunni eins og margt annað.

En auðvitað eru gerðar strangar öryggiskröfur í flugi og sú staðreynda ð fleiri farist á leið til og frá flugvelli en í flugi, er að ég held enn í fullu gildi þrátt fyrir nokkuð slæma tíð í fluginu (á alþjóðavísu) upp á síðkastið.

Það er líka rétt hjá þér að tíminn frá Grafarholti eða Úlfarsárdal á sjúkráhús er auðvitað mun lengri en frá Vatnsmýrinni.  Þú getur þá rétt ímyndað þér hver munurinn er frá Keflavíkurflugvelli, eða hvað?

En tekur þú þá ekki undir hugmyndir um að flytja Landspítalann, til dæmis í Garðabæ (Vífilstaði) eða jafnvel í Hafnarfjörð.

Slíkt er meira miðsvæðið, sérstaklega ef Keflvíkurflugvöllur er tekinn með í "vinnusvæðið", og umferðaræðar líklega almennt greiðari.

Þannig yrði flugvöllurinn "rýmdur" og stórt byggingarsvæði kæmi líka þar sem Landspítalinnn stendur.

Ríkið gæti selt Landspítalann fyrir góða upphæð sem nýttist í nýja byggingu.

Ekkert ónæði yrði á Landspítalanum vegna byggingaframkvæmda.  Ekkert "mix" á milli gamals og nýs.

Líklega hægt að byggja hærra, sem flestir sem ég hef heyrt í telja æskilegra fyrir sjúkrahús.

G. Tómas Gunnarsson, 10.1.2015 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband