Nýr forseti

Það ætti ekki að koma verulega á óvart að Ólafur Ragnar sækist ekki eftir endurkjöri.  Ef til vill má þó segja að ekkert sé öruggt í þeim efnum, fyrr en framboðsfrestur rennur út.

Það er jú ennþá nægur tími fyrir undirskriftalista.

En líklegt verður þó að teljast að Íslendingar velji sér nýjan forseta árið 2016.

Það er einnig næsta víst að ýmsir einstaklingar munu "máta sig" í stólinn á næstu mánuðum og árum.  Þreifa fyrir sér og jafnvel munu þeir eða "stuðningsmenn" splæsa í skoðanakönnun. 

Bara svona rétt til þess að meta "stöðuna" og möguleikann á því að setjast að á Bessastöðum.

Sjálfsagt eiga margir eftir að fá "fjölda áskoranna" og "hvatningu víða að" og líklega geta þeir ekki annað en velt framboði fyrir sér, annað væri hreinlega dónaskapur við þann fjölda sem hefur hvatt þá til framboðs.

Stærsta spurningin er líklega hvort að Íslendingar muni velja sér "pólítískan" forseta til að fylgja á eftir valinu á Ólafi Ragnari, eða hvort að þeim þyki nóg um, og kjósi að snúa aftur til "hlédrægari" og "ópólítiskari" þjóðhöfðingja.

Persónulega hef ég ekki heyrt neinn nefndan sem mér þykir vel fallinn til embættisins, en það eru enn þá 2. ár til stefnu.

 

 

 

 


mbl.is Sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband