Skrípó frá Alþingi

 Undanfarin misseri hefur nokkuð verið rætt um virðingu Alþingis, aðallega um það hvað hún fari þverrandi.  Skoðanakannanir hafa allar verið í þá átt.

Auðvitað er deilt um hver er örsökin, og næst líklega seint niðurstaða í því efni, þannig að óvéfengjanleg sé.

Það er enda líklegt að um nokkrar samverkandi ástæður sé að ræða.

Í pósthólfinu mínu í morgun beið hlekkur á meðfylgjandi myndband.

Myndbandið er hreint ótrúlegt.  Uppistaða þess  er þó upptaka af beinni útsendingu frá Alþingi.  Myndbandið sýnir hvernig þingmenn, forsætisráðherra en fyrst og fremst forseti Alþingis sýnir þinginu slíka lítilsvirðingu að ótrúlegt er.

Ég skora á alla að horfa á myndbandið og dreifa því sem víðast.  Það er vissulega ekki til þess fallið að auka á virðingu Alþingis, en það er hollt fyrir alla að sjá hvernig vinnubrögðin eru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband