Kryddsíldarbitar

Ég fylgdist frekar lítið með því sem gerðist á Íslandi í kringum áramót.  Hafði öðrum hnöppum að hneppa og öðrum flugeldum upp að skjóta.  Hef verið aðeins að horfa á sjónvarpsefni frá áramótum nú.

Horfði á Kryddsíldina nú fyrir stundu.  Það var í sjálfu sér ekki stórmerkileg umræða frekar en búast má við í slíkum þætti, en 3. atriði vöktu mesta athygli hjá mér.

Umræðan um "Sambandsumsóknina" var góð og þar kom Bjarni Benediktsson með góðar ábendingar og átti langbesta innleggið.  Stóð upp úr í þættinum að mínu mati.

Síðan var mjög fróðlegt að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur lýsa því yfir að hún gæti ekki séð nokkurn mun á Bjartri framtíð og Samfylkingunni.  Sem og að hún myndi fyrst horfa til Bjartrar framtíðar til að hlaupa undir bagga með núverandi ríkisstjórn.

Þetta stemmir nokkurn vegin við það sem ég hef oft sagt hér á þessu bloggi, að Björt framtíð sé líkt og óþarft bergmál af Samfylkingunni.

Síðan fannst mér merkilegt að heyra Þór Saari klifa á því aftur og aftur að þörf sé á nýjum tímum í Íslenskum stjórnmálum, nýjum vinnubrögðum og meiri samvinnu.

Komandi úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni og stefna á framboð þar sem Frjálslynda flokknum hefur verið bætt út í, finnst mér merkilegt að velja sér þetta til að klifa á.

Þessar þrjár stjórnmálahreyfingar eiga líklega Íslandsmet, í klofningi, óeiningu, rifrildi og innri baráttu - þ.e.a.s. ef miðað er við höfðatöluna margfrægu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband