Flóttinn frá sannleikanum

Það er ekki á færi venjulegs manns að hafa tölu á því hve oft er búið að lýsa því yfir að nú sé "Sambandsríkin" og euroið komið fyrir vind. Það versta sé yfirstaðið og Eurokreppan heyri sögunni til.

En kreppan hefur orðið lengri, harðari og dýpri en flestir sáu fyrir og margir af stjórnmálaforkólfum í "Sambandinu" hafa viljað viðurkenna.

Og enn er ekki útséð um að hún eigi eftir að harðna.

Og enn er víða ekki vilji til þess að horfast í augu við þau vandamál sem eru til staðar.

Og enn má lesa eins og í þessari frétt að vandamálin séu verri en áður var talið.

Það er afar líklegt að eigi eftir að koma í ljós að ástandið á fjármálastofnunum Spánar sé verra en áður hefur verið talið, eða ætti frekar að segja en gefið hefur verið upp.

Allt bendir til þess að fasteignamarkaðurinn á Spáni eigi aðeins eina leið fyrir höndum.  Niður. Fjármálastofnanir eiga enn eftir að tapa stórum fjárhæðum.  Frá 2007 hefur fasteignaverð lækkað um ríflega 30% og spáð er annari eins lækkun á næstu árum.

Talað er um að 800.000 eldri fasteignir séu til sölu.  Byggingaraðilar eru taldir hafa 700.000 kláraðar nýjar íbúðir.  300.000 fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu (yfirteknar af bönkum) og 150.000 séu í nauðungarsöluferli.

Til viðbótar eru svo 250.000 á byggingarstigi.

Flestir tala um að árleg þörf fasteignamarkaðarins séu u.þ.b. 200.000.

Bankar munu vera farnir að selja fasteignir með 60 til 70% afslætti, en samt láta kaupendur á sér standa.

Eurolánaveislan með neikvæðum vöxtum skilur eftir sig heiftarlega timburmenn.  

Það er nefnilega misskilningur að lægri vextir þýði alltaf að ástandið sé betra, eða að efnahagslífið sé heilbrigt.

En enn um sinn reyna stjórnmálamenn "Sambandsins" að ýta vandanum á undan sér, enn er því haldið fram að lausnin við vandanum sé meira af því sama.  Meiri miðstýring, fleiri stofnanir, stærra ríki, stærra "kerfi" o.s.frv.  Enn er því haldið farm að "ein stærð henti öllum".

Sannleikurinn er nokkurn veginn sá að eina lausnin er að skapa "stórríkið".  En sannleikurinn er sömuleiðiis sá að fyrir því er takmarkaður áhugi, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.

Því er haldið áfram að "sparkar dósinni niður götuna", vona það besta og fyllyrða að það versta sé afstaðið.  Þannig hrekst Eurosvæði frá neyðarfundi til neyðarfundar, í það minnsta fram yfir kosningar í Þýskalandi næsta haust.

Svipaður leikur er svo leikinn á Íslandis, þar eru aðildarviðaræður við "Sambandið" teygðar og togaðar, af þeim sagðar mikilúðlegar fréttir.  En ekkert gerist í raun og veru.

Og mun ekki gerast fyrr en eftir kosningar næsta vor.

En hvað gerist eftir þær kosningar er á valdi kjósenda.  Það fer eftir því hvernig þeir ráðstafa atkvæði sínu og hversu vel þeir halda þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa við efnið.

 

 

 


mbl.is Hlutabréf í Bankia féllu um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit ekki betur en flestar eignir íslensku bankanna séu líka íbúðir/hús, sem eru öll á yfirverði, og seljast því ekki.

Eignirnar eru ofmetnar kannski tvöfalt.

Það er bóla í gangi. Hún mun springa.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2012 kl. 21:05

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég var að glugga aðeins í EUROSTAT svo og hagtölur fyrir Bene-Lux löndin.

Þar er verðbólga á leiðinni upp. í NL t.d. er CPI komið yfir 2,5 sem er næstum tvöfalt meðalgildi áratugarins á undan.

Töluvert er þar af skattahækkunum eins og hér.

Þeir eru reyndar betur settir með vinnulöggjöf sem og að CPI er að töluverðu leyti bundið í launin.

Óskar Guðmundsson, 28.12.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband