Fyrst nafn, svo frambjóðendur, sjáum til með stefnumál. Er það björt framtíð?

Persónulega er ég ekki hrifinn af nafninu Björt framtíð.  Ekki það að ég sé á móti bjartri framtíð, öðru nær.  Nafnið mun ef til vill venjast, en mér finnst það ekki henta stjórnmálaflokki.  Er eitthvað svona ungmennafélagslegt (það má auðvitað ekki segja, áður en nokkur veit af verður farið að sjá eitthvað fasískt í því). 

En það á auðvitað að vera sniðugt og klókt.  Það er auðvelt að sjá fyrir sér slagorðin.  Kýst þú Bjarta framtíð?  Við kjósum Bjarta framtíð og svo myndir af "hip og kúl" fólki undir.

En framtíð dagsins í dag breytist í fortíð furðu fljótt og þeir eru býsna margir sem eiga glæsta framtíð að baki.

Einhver myndi sjálfsagt segja að Guðmundur Steingrímsson eigi bjarta framtíð að baki, bæði í Samfylkingunni og Framsóknarflokknum, en hún reyndist aðeins tálsýn.

En það hafa margir haft að orði að þessi verðandi stjórnmálaflokkur sé rýr að stefnumálum.  Persónlulega man ég aðeins eftir að hafa heyrt minnst á tvö.  Klára aðildarferlið að ESB og styðja núverandi ríkisstjórn til góðra verka.

Ef til vill er það helsti veikleiki hins verðandi flokks.  Það er ekki verið að reyna að fá fólk til að styðja við ákveðna stefnu, eða afla ákveðnum hugsjónum fylgis.

Fyrst er fundið nafn, svo á að afla meðlima og frambjóðenda.  Svo verður reynt að búa til stefnu. 

Aðalatriðið er að búa til flokk.  Stefnumálin má sjá til með.

Boðar það bjarta framtíð?


mbl.is Björt framtíð heldur nafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þýðir þetta flokksnafn BF ekki einfaldlega bjána-flokkur.Jón Gnarr getur eflaust notað nafnið bjánaflokkur í kosningabaráttu, og sagt að hann ætli að stjórna eins og bjáni með Guðmund sem sé skárri en ekkert sér við hlið.

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2012 kl. 20:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Boðar það bjarta framtíð?

NEI!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 00:31

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það er ekki virðing við kjósendur að stofna flokk án þess að stefnumálin fylgi með.

Ef til vill á að safna kjósendum um bjarta framtíð.

Þá er spurningin hvort flokkurinn vilji í ESB eður ei. Mig minnir að það hafi fengist viðurkennt að björt framtíð ætli að ganga í ESB. Þá segi ég fyrir mig að það hugnast mér ekki og segi því þegar í stað "nei takk", út á það eina stefnumál.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.1.2012 kl. 01:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara eitt á hreinu með þennan Bjarta Framtíðarflokk og það er að ganga í Evrópusambandið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband