Að rekast í flokki, eða reka flokk?

Það má vissulega segja að það væri skynsamlegt að einhver fyrirhugaðra framboða myndu sameinast.  Það getur þýtt betri nýtingu atkvæða, aukið fjármagn að spila úr, breiðara bakland o.s.frv.

Reyndar má skilja af fréttum að Borgarar og Hreyfingin ætli að sameinast að nýju og bæta jafnvel við Frjálslynda flokknum og hugsanlega einhverjum fleirum.  Það á eftir að koma í ljós hvort að það samstarf reynist betur en það sem splundraðist í Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna.  Einhverjir kunna líka að muna eftir því að samstarfið í Frjálslynda flokknum gekk nokkuð brösuglega, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.

Þar liggur líklega í það minnsta hluti af hundinum grafinn.  Margir af þeim sem nú eru að undirbúa ný framboð hafa starfað í einum eða fleiri stjórnmálaflokkum áður.

Þeir hafa oftar en ekki yfirgefið þá flokka vegna þess að þeim fannst "þeirra" málefni ekki fá nógu góðan hljómgrunn, eða þá að þau urðu undir á landsfundum eða þingum flokkanna.  Sumum fannst ef til vill einnig að frami þeirra hafi ekki orðið sem skyldi.

Þeim hefur því komið í hug að betra væri að stofna nýja flokka, frekar en að berjast fyrir "hugsjónum" sínum eða eigin frama innan gróinna.

Í stuttu máli má segja að þeim hugnist betur að reka eigin flokka, en rekast í flokki. 

Það má því líklega segja að samstarf þessara ólíku aðila sé ekki líklegt til að verða "hamingjuríkt".  Til að svo mætti verða yrðu flestir eða allir að gefa afslátt af "hugsjónum" sínum, hugmyndum og framavonum.  Oftar en ekki er það ástæðan fyrir því að þeir yfirgáfu sína gömlu flokka.

Það er sömuleiðis umdeilanlegt hvort að það sé ekki betra að bjóða upp á smærri flokka með skýrari stefnu, en stærri framboð með meiri "moðsuðu".  Á móti má svo benda á að með því yrðu hugsanlegar stjórnarmyndunarviðræður mun flóknari og að sumu leyti myndi samsuðan sem ella ætti sér stað innan flokka færasta þangað.

Einnig þarf að hafa í huga að nokkru má segja að átakalínur í einstaka máli sé mun skýrari en öðrum, t.d. hvað varða Evrópusambandsaðild. Það er því eðlilegra að erfiðara sé að ná saman en stundum áður.


mbl.is Nýju framboðin sameinist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband