Ráðherrar að "víla og díla". Stjórnsýsla með ávaxtakeim.

Ég hef verið frekar hlynntur því að Nubo væri boðinn velkominn á Íslandi, skrifaði um það stuttan pistil, aðallega út frá þeim forsendum að það ætti ekki að skipta máli frá hvaða landi hann væri, eða hvort hann kæmin frá EES eður ei.

Ég verð að viðurkenna að hin ofsafengnu viðbrögð við úrskurði Ögmundar gerðu mig afar hugsi.  Það var engu líkara en helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar væri orðið stopp að mati Samfylkingarinnar.

En ég skrifaði í þessum pistli um nauðsyn þess að koma þessum málum í einhvern farveg fyrir Íslendinga, þannig að það væri ekki bara spurning um hver er ráðherra og hvernig honum lýst á málið sem réði úrslitum.

Það er líka stórundarlegt að 2. ráðherra skuli allt að því vera komnir í hár saman út af framhaldi málsins.  En hvers vegna er iðnaðráðherra komin í spilið?  Er það hennar hlutverk að "víla og díla" við erlenda fjárfesta í ferðamálaiðnaði?  Er ekki nær að t.d. Íslandsstofa sinni því hlutverki heldur en ráðherra?  Á heimasíðu hennar má m.a. finna eftirfarandi lýsingu á hlutverki hennar:

Eða er málið fyrst og fremst rekið sem flokkspólítískt mál?  Er þetta mál þess eðlis að það eigi fyrst og fremst að vera á könnu ráðherra?  Hefði ekki verið nóg að hún gengi úr skugga um að Íslandsstofa tæki það upp á sína arma?  Eða er hennar mátturinn og dýrðin?

Hefur ekki verið upp sú krafa á Íslandi að draga þurfi úr samtvinnun stjórnmála og viðskipta og helst eigi hún að heyra sögunni til?  Gildir það ekki bæði um erlenda og innlenda aðila?

Ráðherrar eiga að vara sig á samskiptum við kaupahéðna ef svo má að orði komast.  Mér er enn í fersku minni hve undrandi ég varð þega ég las um að þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, hefði fundað með Jóni Ásgeiri og Philip Green, þegar þeir félagar komu til Íslands til að reyna að kaupa skuldir Baugs á hrakvirði úr þrotabúum Íslenskra banka.

Ráðherrar eiga að sneyða hjá slíkum uppákomum og vísa á viðeigandi stofnanir, það á að vera regla en ekki undantekning.  Ráðherrar eiga ekki að "víla og díla" með kaupsýslumönnum, eða "leiðbeina" þeim í gegnum Íslenskt lagaumhverfi. 

Það sterkur ávaxtakeimur af slíkri stjórnsýslu.


mbl.is Sakar Ögmund um dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

G. Tómas. Hvernig er hægt í öllu lífinu að leifa sér að gera ekki mismun á fólki. Getum við leift okkur að vera vinir glæpamanna sem svífast einskis. Ég er ekki að segja að kínverjar séu glæpamenn en þú manst eftir Idi Amý sem drap alla sem hann komst í að drepa. Þú manst eftir í huga þínum eftir mörgum einræðisherrum sem drepa allt kvikt. Sérð þú engan mismun á t.d. Huang Numbo sem vinnir fyrir og er fjármagnaður af stjórn kína og magma fyrirtækinu sem við reyndar áttum að send út í hafsauga sem leppur íslenskra fjárglæfra manna. Þu veist að það þarf ekkert að rannsaka þetta nánar en ég gæti sent þér efni um mörg dæmi kína manna. bara trúðu að hann er óæskilegur og engan kellíngahugsanagaang með að það megi ekki mismuna mönnum.

Valdimar Samúelsson, 5.12.2011 kl. 13:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það sé fyrst og fremst nauðsynlegt fyrir Íslendinga að reyna koma koma fjárfestingarmálum erlendra aðila í fastan farveg.  Ég hef ekki trú á því til lengri tíma litið að ráðherra einn eigi í raun að taka ákvörðun, og allt ráðist á því hver er ráðherra hverju sinni.  Enn undarlegra þykir mér þegar talað er um að ráðherrar eigi að fara að "víla og díla" við erlenda kaupsýslumenn.

En má þá einhver af Kínverskum uppruna fjárfesta á Íslandi?  Eða ættu Íslendingar að setja það inn þegar og ef reynt verður að endurskoða lagaramma um erlendar fjárfestingar, að fjárfesting sé aðeins heimil íbúum lýðræðisríkja?  Er þá næsta skref ekki að banna Íslenskum ríkisborgurum að fjárfesta í ríkjum þar sem lýðræði er ekki stjórnarformið?

Staðreyndin er sú að það eru engin raunveruleg vandkvæði fyrir einn né neinn að kaupa land á Íslandi.  Nubo hefði getað keypt Grímsstaði á fjöllum t.d. með því að kaupa litla ferðaskrifstofu á Kýpur, og keypt síðan landið í nafni hennar. 

EES samningurinn hefur reynst Íslendingum býsna vel, en það eru þó vissulega gallar á honum, og gamla slagorðið að Íslendingar hafi fengið "allt fyrir ekkert" er langt frá því að vera rétt, og kemur æ betur í ljós.  Það var hlegið að þeim sem töluðu af ótta um landakaup útlendinga, en ef til vill eigum við eftir að kynnast því frekar á næstu árum.  Langtíma samningar eiga ekki bara að snúast um núið.  Það er t.d. það sem "Sambandssinnar" vilja algerlega líta fram hjá.

Það að mismuna fólki ekki eftir uppruni kemur ekki í veg fyrir að einstaklingum sé mismunað eftir afbrotaferli.  En eftir því sem ég man best, hef ég ekki heyrt neitt talað um að Nubo, eða nokkur annar, hafi verið beðinn um að framvísa sakavottorði, en það kann þó að hafa farið fram hjá mér.

G. Tómas Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 14:03

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

mestu glæpamenn heims hafa hreint sakarvottorð. Verum ekki einföld í þeim efnum. Það streyma þúsundir Kínverja inn í Kanada með mikinn pening of fá flýtimeðferð með innflytjenda pappíra og sama í NA en engin fær ríkisborgararétt fyrir en eftir 5 ár. Við erum of einföld enda alltaf verið eð setja nýja og nýja unglinga í stjórn sem hafa ekki reynslu það sama er að ske í Kína þar eru þau ungu sem kunna ensku. Ég var í kína fyrir um 10 árum þá kunnu 7 ára krakkar ensku en ekki eldri í fyrra þegar ég var þar ungafólkið sem talaði aðeins ensku. Allir vildu tala við mann jafnvel skólakrakkar voru send út á götu til að tala við túrista. Munum venjuleg stríð eru úrelt og Bankar hafa tekið yfir ásamt landakaupa mönnum sérstaklega kínverjar en þeir geta gengið í ríkispening. reyndu að kaupa land  í olíulöndunum og öðrum auðlindalöndum. pólverjar undanskilja landbúnaðarlönd og skógarhöggslönd sín frá ESB fólki.  

Valdimar Samúelsson, 5.12.2011 kl. 15:03

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru nú líklega fá lönd sem eru jafn rík og Kanada af auðlindum, en það eru líka fá lönd sem reka "aktívari" innflytjendastefnu en Kanada.  Heilt yfir hefur hún gengið nokkuð vel, þó að hún sé ekki hnökralaus (en það fær enginn afslátt af skriffinnskunn).

En hér er nefnd sem fer yfir allar erlendar fjárfestingar sem fara yfir ákveðið mark (að mig minnir ríflega 300 milljónir dollara).  Það er skemmst að minnast að sú nefnd stöðvaði kaup Bandarísks fyrirtækis á Potash corp.

ég tek það ekki nærri mér þó að Nubo hafi verið neitað um leyfi til að kaupa Grímsstaði.  Eins og ég segi í pistlinum undrar mig hin ofsafengnu viðbrögð sem hafa komið fram yfir því.

En ég held að Íslendingar verði að reyna að koma sér saman um hvert eigi að stefna í þessum efnum, og hvaða leiðir séu færar.  Eins og ég hef áður sagt eru fá takmörk í þessum efnum sem halda, ef þeir sem áhuga hafa á fjárfestingum eru kunnugir "fjallabaksleiðum". 

G. Tómas Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband